Morgunblaðið - 26.10.2019, Page 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
Þungar og öflugar undirstöður
DVERGARNIR R
HNERRIR
DURGURJÖTUNN
DRAUPNIR
ÞJARKUR
Þessir dvergar henta vel sem
undirstöður þar sem þung og
öflug festing er aðalatriði.
Leikhópurinn Óskabörnógæfunnar frumsýndi fyrr íþessum mánuði Rocky! eft-ir Tue Biering sem lýst hef-
ur verið sem „enfant terrible“ eða
óeirðasegg í dönsku leikhússenunni.
Fyrir frumuppfærslu verksins, sem
frumsýnd var í Kaupmannahöfn
haustið 2017 í leikstjórn höfundar,
hlaut Biering dönsku Reumert-
sviðlistaverðlaunin 2018 fyrir leik-
stjórn sína auk þess sem uppfærslan
hlaut sérverðlaun ársins. Í viðtali við
Biering sem birtist í Politiken í fyrra
lýsir hann því að hann sjái leikhúsið
sem ákveðna gíslatöku þar sem áhorf-
endur eru þvingaðir til þátttöku. Hann
hefur iðulega gengið fram af áhorf-
endum sínum með ögrandi aðstæðum,
eins og þegar hann undir merkjum
leikhópsins Fix&Foxy í fyrra sýndi
Lampedusa Cruises þar sem dönskum
leikhúsgestum bauðst „skemmtisigl-
ing“ um innri höfn Kaupmannahafnar
á báti sem Biering sótti frá Lampe-
dusa og notaður hafði verið til að flytja
hundruð flóttamanna yfir Miðjarðar-
hafið. Tæpum áratug áður setti hann,
undir merkjum sama hóps, upp aðlög-
un á kvikmyndinni Pretty Woman þar
sem starfandi vændiskonu var greitt
fyrir að fara með hlutverk vændis-
konunnar Vivian Ward sem Julia
Roberts lék á sínum tíma. En þess má
geta að nýráðinn leikhússtjóri Háloga-
landsleikhússins í Tromsø, Egill Heið-
ar Anton Pálsson, rifjaði þátttöku sína
í þeirri uppfærslu upp í viðtali við
Morgunblaðið fyrir skemmstu.
Í fyrrnefndu viðtali við Politiken
lýsir Biering því hvernig hugmyndin
að Rocky! hafi kviknað út frá vanga-
veltum hans um það hvort við höfum
aðeins umburðarlyndi gagnvart þeim
sem eru eins og við sjálf. Með sama
hætti og stór munur felist í því að vita
af vændi eða mæta vændiskonu aug-
liti til auglitis sé líka mikill munur á
því að vita af hatursfullri orðræðu
öfgahægrifólks og mæta slíkri mann-
eskju í eigin persónu og vera neydd
til að hlusta á lífsskoðun hennar.
Sagðist hann vonast til þess að slíkt
stefnumót gæti leitt til samtals, því
verst af öllu væri ef fólk, sem misbyði
slíkt stefnumót, neitaði að taka af-
stöðu og brygðist við með þögninni
eða aðgerðarleysinu einu.
Í uppfærslu Óskabarna ógæfunnar
á Rocky! í leikstjórn Vignis Rafns
Valþórssonar bregður Sveinn Ólafur
Gunnarsson sér í hlutverk menntaðs
listamanns sem lýsir sjálfum sér sem
umburðarlyndum vinstrimanni.
Hann langar að deila með áhorf-
endum aðdáun sinni á kvikmyndinni
Rocky frá 1976 þar sem Sylvester
Stallone leikur áhugaboxara og hand-
rukkara sem fær óvænt tækifæri til
að keppa við Apollo Creed, ríkjandi
heimsmeistara í hnefaleikum. Lista-
maðurinn rifjar upp erfiða æsku
Rocky þar sem félagslega kerfið
brást með þeim afleiðingum að Rocky
endar sem ómenntaður undirmáls-
maður sem varla getur gert sig skilj-
anlegan með orðum. Upprifjun
Sveins Ólafs á kvikmyndinni víkur
fljótt af leið og í staðinn er dregin upp
mynd af Rocky sem, vegna hnefa-
leikakeppninnar, nýtur sívaxandi
hylli bæði almennings og fjölmiðla
þar sem hann fær rými til að tjá hat-
ursfulla orðræðu sína í garð innflytj-
enda, vinstrimanna og menntafólks
enda er Rocky á móti hnattvæðingu
og fjölmenningarlegu samfélagi. Í
framhaldinu gerist Rocky aðgerðar-
sinni og fer þaðan út í pólitík þar sem
hann hlýtur glæsilega kosningu og
nýtur hylli meðal fólks af öllum þjóð-
félagsstéttum, listamanninum til mik-
illar gremju. Þrá hans eftir að skilja
Rocky snýst að endingu upp í reiði og
vonleysi þegar hann missir trúna á
lýðræðið, því hann vill ekki búa í landi
þar sem öfgahægrifólk hefur kosn-
ingarétt.
Sveinn Ólafur fer á kostum í
Rocky! Hann hefur einstaklega fína
nærveru og heldur góðu sambandi
við áhorfendur hvort heldur hann
stendur fremst á sviðsbrúninni eða
við bakvegginn aftast í leikrýminu.
Túlkun hans er full af blæbrigðum
sem þjóna verkinu vel og minnist
rýnir þess ekki að hafa séð hann betri
á sviði. Á þeim 80 mínútum sem hann
talar nær látlaust við áhorfendur –
nema rétt þegar hann tekur sér hlé til
að mála nöfn lykilpersóna á bakvegg-
inn – langar mann stöðugt að vita
meira. Hann berst við ósýnileg öfl
sem kýla hann í gólfið, missir bók-
staflega málið þegar míkrófónn hans
endar uppi í munninum á honum og
tekur æðiskast með hafnaboltakylfu á
svínsskrokki sem hann hefur hengt
upp áður en hann tekur á sig hlutverk
svínsins í fullkominni uppgjöf og býð-
ur andstæðingi sínum að lumbra á
sér.
Svínsskrokkurinn fær áberandi
pláss í uppfærslunni og vísar í fræga
sláturhúsasenu úr Rocky þar sem
Sylvester Stallone er umkringdur
upphengdum nautsskrokkum. Eðli
málsins samkvæmt hefur nauts-
skrokki verið skipt út fyrir svín sam-
kvæmt fyrirskrift Biering, enda Dan-
ir umfangsmiklir í framleiðslu og
útflutningi svínakjöts. Neysla svína-
kjöts tengist danskri þjóðarvitund og
hefur lengi verið bitbein í dönskum
stjórnmálum, en Danski þjóðarflokk-
urinn hefur síðustu árin barist ötul-
lega fyrir því að opinberum stofn-
unum á borð við leikskólum, skólum
og elliheimilum verði skylt að hafa
svínakjöt á boðstólum að minnsta
kosti einu sinni í viku, en víða hefur
svínakjöt verið fjarlægt af matseðl-
inum af tillitssemi við múslima sem af
trúarlegum ástæðum borða ekki
svínakjöt.
Það var því ekki tilviljun að Biering
gaf þekktri stjórnmálakonu frá
Danska þjóðarflokknum lokaorðið í
uppfærslu sinni í Kaupmannahöfn.
Konu sem síðla árs 2016 var kærð til
lögreglunnar fyrir hatursorðræðu
þegar hún í ræðustól á landsfundi
flokksins það sama ár sagði útlend-
inga „svína allt út, svindla, stela,
nauðga og drepa“. Hatursfull orð-
ræða á borð við þessa í garð útlend-
inga hefur í gegnum tíðina verið
kunnuglegt leiðarstef öfgahægri-
manna og tryggði einum valdamesta
manni heims kosningu fyrir þremur
árum.
Eins og fram kom hér að framan
mun það hafa verið von höfundar að
með því að gefa öfgahægrimanneskju
lokaorð sýningarinnar mætti skapa
samtal. Frumsýningargestir Tjarnar-
bíós vissu varla hvernig þeir ættu að
bregðast við orðræðu íslenska leyni-
gestsins. Örfáir gengu út og einn
gesta varpaði fram spurningu með
þeim afleiðingum að leynigesturinn
fipaðist í málflutningi sínum. En fleir-
um leið vafalítið eins og rýni sem
hafði varla geð í sér til klappa í sýn-
ingarlok enda bauðst gestum ekki að
þakka Sveini Ólafi frábæra frammi-
stöðu hans án þess að klappa sam-
tímis fyrir leynigestinum og haturs-
fullri orðræðu hans. Á leið út úr
leikhúsinu var rýnir hugsi yfir því að
Biering skyldi ekki treysta áhorf-
endum til að draga sínar eigin sam-
svaranir milli umfjöllunarefnis
verksins og stjórnmálaumræðu sam-
tímans. Í staðinn valdi hann að slátra
þeirri mögnuðu hægfara uppbygg-
ingu sem leikaranum hafði tekist að
skapa og slökkti þannig beinlínis á
þeirri íhugun og úrvinnslu sem fyrri
hluti kvöldsins hafði kallað á.
Að missa trúna á lýðræðið
Morgunblaðið/Eggert
Listamenn Sveinn Ólafur Gunnarsson og
Vignir Rafn Valþórsson í Tjarnarbíói.
Tjarnarbíó
Rocky! bbbmn
Eftir Tue Biering. Íslensk þýðing: Vignir
Rafn Valþórsson og Sveinn Ólafur
Gunnarsson. Leikstjórn: Vignir Rafn
Valþórsson. Leikmynd og búningar:
Enóla Ríkey. Ljós: Jóhann Pálmi Pálma-
son og Magnús Thorlacius. Hljóð: Ísidór
Jökull Bjarnason. Starfsmaður á plani:
Sveinn Óskar Ásbjörnsson. Leikari:
Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikhóp-
urinn Óskabörn ógæfunnar frumsýndi í
Tjarnarbíói 18. október 2019.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Knut Eckstein
mun í dag kl. 15 í
Listasafninu á
Akureyri færa
sýningu sína ég
hefenganáhuga á
nokkrusemer-
stærraen lífið í
endanlegt form
með gjörningi.
Sýningin var opn-
uð 5. okt. sl. og býður Eckstein
áhorfendum upp á viðsnúning, eða
ranghverfu – hvorki meira né minna
en áhrifin, skynhrifin – af risavöxnu,
þrívíðu landslagsmálverki sem hægt
er að ganga inn í, skv. tilkynningu.
Knut Eckstein
Færir sýningu í
endanlegt form
Kammersveit
Reykjavíkur
kemur fram í
tónleikaröðinni
Sígildum sunnu-
dögum í Norður-
ljósum í Hörpu á
morgun kl. 16 og
flytur kvintett
fyrir strengja-
kvartett og píanó
eftir Robert
Schumann; sextett fyrir flautu, óbó,
klarinett, fagott, horn og píanó eft-
ir Francis Poulenc og blásarakvint-
ettinn Trois Pièces Brèves eftir
Jacques Ibert.
Robert
Schumann
Tveir Frakkar
og Schumann
Ný ensk þýð-
ing á Passíu-
sálmum Hall-
gríms Péturs-
sonar kemur
út á
Hallgríms-
hátíð á morg-
un, 27. októ-
ber. Þýðandi er
dr. Gracia Grindal, fyrrv. prófessor
í prédikunarfræðum við Lúther-
stofnunina í St. Paul í Minnesota.
Þýðingin er gefin út af Hallgríms-
kirkju í samvinnu við Skálholts-
útgáfuna með stuðningi Kristni-
sjóðs.
Passíusálmarnir
Ensk þýðing á
Passíusálmunum
Í alvöru? er yfir-
skrift vinnustofa
sem Sequences--
myndlistar-
hátíðin heldur í
samstarfi við Ás-
mundarsal um
helgina. Lista-
menn sem taka
þátt í Sequences
leiða vinnustof-
ur í Gryfju Ásmundarsalar. Þór-
anna Dögg Björnsdóttir stýrir
vinnustofu í dag kl. 14 fyrir 15 ára
og eldri og Karlotta Blöndal á
morgun kl. 14 fyrir fjögurra ára
og eldri.
Karlotta Blöndal
Tvær vinnustofur
í Gryfjunni