Morgunblaðið - 26.10.2019, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 26.10.2019, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Í uppistandi á dögunum varhent grín að íslenskum kven-röppurum, og samfélags- sem fréttamiðlar fóru af stað. Steiney Skúladóttir, meðlimur Reykjavík- urdætra, sagði á Twitter: „Það er verið að bóka okkur á festivöl um allan heim, spila okkur á útvarps- stöðvum eins og BBC og við vorum að vinna verðlaunin besta „up and coming hip hop band“ í Evrópu. Það er pjúra bara Ísland sem vill ekki sjá okkur. Þetta er svo ljótt kynjamisrétti að ég á ekki orð.“ Eitt af verkefnum okkar allra næstu áratugina er að vinda ofan af kerfislægu kynjamisrétti sem er að finna á öllum vettvangi lífsins. Þetta snýst ekki um að mega ekki þykja Reykjavíkurdætur leiðinleg- ar, eitt af því fjölmarga sem er misskilið í þessari umræðu. Þetta snýst um að rétt sé gefið, sann- girni, pláss og ærlegheit. Eða er það tilviljun að af rúmlega 300 for- síðum tónlistartímaritsins Mojo er að finna fimm konur? Ekki einu sinni Björk hefur komist þangað. Ég man eftir tilkomumikilli, svarthvítri mynd af Reykjavíkur- dætrum, hvar Salka Sól var í for- grunni. Sterk mynd, töff, alger negla. Nánast ógnvekjandi. Vald- eflandi, eins og sagt er. Konur stígandi fram, með kassann út og ef þú fílar þetta ekki þá getur þú troðið því. Ég skil ekki umræðuna, sem stundum (OK, nánast alltaf) fer í gang hvað kvennarapp varðar (það er auðvitað ekki til karlarapp, bara rapp). Hér starfa kvenrapp- arar á borð við Countess Malaise (gotnesk og svöl), Fever Dream (tilraunakennd og svöl), Alvia Is- landia (svo súr og svo frábærlega töff), CYBER (frábærlega fram- sæknar og líkast til mitt uppáhald), Kvenna- og karlarapp Cell 7 (einn reyndasti og besti rappari landsins) og auðvitað Reykjavíkurdætur (drottningarn- ar). Fullt af góðum hlutum í gangi, mikil virkni, hugmyndavinna, ýtt á mörk og farið yfir mæri. Misgóðar plötur og misgóð lög, vissulega, eins og gengur. „Karlar/strákar kunna ekki að rappa“. Öfugt við konur. Sagði enginn, aldrei. Hvers vegna heyrir maður þetta aldrei? Kannski vegna þrælöflugrar inn- stimplunar í okkur öll, um að kon- ur geti ekki staðið strákum jafn- fætis í neinu? Við heyrum þetta öll, svo oft og höfum gert svo lengi að við erum fyrir löngu orðin ónæm fyrir þessu. Fólk stígur fram og segist ekki gera greinarmun á kon- um og körlum í tónlist. Það sem sé gott, sé gott. Stærir sig af þessu. En gleymir um leið að 90% af því sem otað er að okkur eru frá karl- mönnum komin. Við fáum ekki einu sinni tækifæri til samanburð- ar! Ég hef hlustað á tugi rapp- platna með strákum/mönnum und- anfarin fimm ár eða svo. Sumar eru frábærar. Margar sæmilegar og vel það. Sumar hálfgert drasl. Óunnar og óspennandi. Eins og gerist. Aldrei fer samt af stað um- ræða um að strákar (athugið, það er alltaf alhæft) geti ekki rappað. Og það virðist aldrei vera sama offorsið og þegar stelpur eiga í hlut. Kynbundið niðurrif o.s.frv. Hvort heldur sem það er rapp eða ekki, þá burðast tónlistarkonur með tvo eða þrjá pakka aukreitis. Það er ekki nóg að þær séu sæmi- legar í því sem þær gera, þær þurfa að vera miklu betri en strák- arnir. Framúrskarandi. Og þurfa að svara fyrir það að vera stelpur á meðan strákar fá frípassa á slíkt. Mér fannst hrikalegt að lesa tíst- færslu Sölku Sólar í kjölfar þess sem er nefnt að ofan. Um að hún hafi svo gott sem hætt að rappa, eftir ljótt skot frá einhverjum í menningarlegri valdastöðu. Lái henni hver sem vill. Ég er handviss um að skýringuna á til- tölulega fáum kvenröppurum hér- lendis megi finna í þessari stöðugu illmælgi, hunsunum, dissi og axla- yppingum. Maður nennir ekki beint að koma sínu á framfæri, hvað þá að byrja, við þannig að- stæður. En ef þú fæddist karlmað- ur bíður þín beinn og breiður veg- ur. Hæfileikar geta verið í meðal- lagi og upp úr. Jafnvel litlir. Breytum þessu! Ég er nefnilega sannfærður um að flestir þeir sem rjúka upp til handa og fóta þegar svona umræð- ur fara í gang, eru sammála því sem fram kemur í þessum pistli. Ef fólk lítur sér nær sér það væntan- lega að þetta er ekkert annað en eðlileg sanngirniskrafa. » Fólk stígur framog segist ekki gera greinarmun á konum og körlum í tónlist. Það sem sé gott, sé gott. Stærir sig af þessu. En gleymir um leið að 90% af því sem otað er að okkur eru frá karl- mönnum komin. Konur standa frammi fyrir alls kyns hömlum hvað tónlistarbransann varðar. Það er einfald- lega staðreynd og nú skal ég gefa ykkur dæmi um hvernig þetta getur hagað sér. Morgunblaðið/Eggert Bizness CYBER fyrir tökur á myndbandi í fyrra við lagið „Hold“ af plöt- unni Bizness sem fjallar um fyrirtæki sem selur gardínur og demanta. Listaverkasafn Valtýs Péturssonar, sjálfseignarstofnun sem hefur að markmiði að halda heiðri Valtýs á lofti og sjá til þess að arfleifð hans sem listamanns sé varðveitt, og Há- skóli Íslands stóðu í fyrradag fyrir viðburði þar sem fagnað var lokum viðamikilla viðgerða á mósaíkverk- um eftir Valtý í húsi mennta- vísindasviðs háskólans við Stakka- hlíð, í eldra húsi Kennaraháskólans. Halla Hauksdóttir, stjórnarfor- maður listaverkasafnsins, hélt ræðu við þetta tilefni og sagði m.a. að Valtýr væri líklega hvað þekkt- astur sem listmálari og fyrir að hafa verið leiðandi í abstraktlist um miðbik síðustu aldar en færri vissu að hann hefði lært mósaíkgerð hjá Gino Severini í París veturinn 1956- 1957. Eftir heimkomuna hefði hann farið að gera mósaíkmyndir og lagt sig fram um að nýta íslenskan efni- við í þau verk þó svo íslensku stein- arnir væru harðir og erfiðir í vinnslu og legið hefði við hjóna- skilnaði vegna hávaða og fljúgandi steina á heimilinu sem jafnframt var vinnustofa listamannsins. Árið 1963 var Valtýr beðinn að mynd- skreyta nýbyggingu Kennaraskól- ans í Stakkahlíð og kaus að gera mósaíkveggmyndir. Mósaíkverk Valtýs í skólanum eru tíu talsins og m.a. í anddyrinu þar sem sjá má verkið „Kosmos“, sem var á sínum tíma stærsta vegglistaverk Íslands, 19 m² að flatarmáli. Listaverkasafn Valtýs vann með Listasafni Íslands að yfirlitssýn- ingu og bók um hann árið 2016 og voru mósaíkverkin í skólanum þá mynduð. Ljóst varð að þau þörfn- uðust viðgerðar og hreinsunar sem nú er lokið en Karen Sigurkarls- dóttir forvörður var fengin til verksins, eins og fram kom í ræðu Höllu. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Fallegt Gestir virða fyrir sér eitt af mósaíkverkum Valtýs í skólanum. Viðgerð lokið á verkum Valtýs Einkasýning Hrafnhildar Ingu Sig- urðardóttur, 987,9 hektópasköl, verður opnuð í Gallerí Fold í dag kl. 14. „Hafið hefur sérkennilegt að- dráttarafl, það er ógnvekjandi og aðdáunarvert í senn,“ segir Hrafn- hildur um viðfangsefni verka sinna sem sýna oft sjólag og skýjafar sem birtist meðfram ströndum landsins þar sem himinn, haf og jörð renna saman á ofsafenginn hátt. „Hrafnhildur sækir gjarna mynd- efnið á sínar heimaslóðir í Fljóts- hlíðinni þar sem suðurströnd lands- ins blasir við henni,“ segir m.a. í tilkynningu og að listakonan vinni ekki eftir ljósmyndum heldur verði þessi veðrabrigði til í huga hennar. Þetta er fjórða einkasýning Hrafn- hildar í Galleríi Fold. Náttúra Eitt af verkum Hrafnhildar Ingu. 987,9 hektópasköl í Galleríi Fold Only the cold air can wake me/ Aðeins kalda loftið getur vakið mig, nefnist sýn- ing sem opnuð verður í Deigl- unni á Akureyri í dag kl. 14. Þar sýnir gestalista- maður Gilfélags- ins, Monade Li, þrjú tilraunakennd myndbandslistaverk og eru tvö óð- ur til kvikmyndarinnar Persona eftir Ingmar Bergman. Li sýnir frá myndbreytingu þriggja kvenna, að því er fram kemur í tilkynningu. Hún er arkitekt og kvikmynda- gerðarkona og býr og starfar í Par- ís í Frakklandi. Óður til Persona eftir Bergman Úr einu verka Li. Vagninn nefnist nýtt matarupplif- unarverk þar sem íslenskt sam- félag er skoðað í gegnum mat og matarmenn- ingu og verður í því boðið upp á sérstök af- brigði af íslenskri pylsu, innblásinni af hinum ýmsu menningarhópum sem búa á Íslandi. Verkið verður frumsýnt í kvöld kl. 19 á Hallveig- arstöðum í Reykjavík, á morgun kl. 16 og 19 á sama stað og 3. nóvem- ber kl. 16 og 19 í Rauða krossinum í Hafnarfirði. Sonja Kovacevic er höfundur og leikstjóri verksins og miðasala fer fram á tix.is. Sérstök afbrigði af íslenskri pylsu Pylsa í brauði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.