Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201516 Tilgangur þessarar greinar er að lýsa því hvernig mat á langvinnum (krónískum) verkjum hjá fullorðnum einstaklingum er fram kvæmt. Langvinnir verkir verða skil­ greindir, fjallað verður um þætti í upplýsinga ­ söfnun og kynnt verða mælitæki til að meta langvinna verki og árangur meðferðar. Greinin er hugsuð fyrir hjúkrunar fræðinga í daglegu starfi og því er ekki farið nánar í ýmiss konar próf og spurninga lista sem kunna að vera notaðir í sérhæfðri verkjaþjónustu eða af sérfræðingum. Langvinnir verkir Verkir eru mikilvægur hluti af varnarkerfi líkamans. Þeir gefa til kynna að eitthvað sé að og einstaklingurinn getur því brugðist við á viðeigandi hátt (Marchand, 2012). Þetta á þó ekki alltaf við langvinna verki sem geta varað lengur en áverki og hafa því ekki lengur verndandi tilgang. Langvinnir verkir eru iðulega skilgreindir út frá tímalengd og er þá gjarnan miðað við Sigríður Zoëga, szoega@landspitali.is að þeir hafi varað í meira en þrjá eða sex mánuði (Merskey o.fl., 1994). Langvinnir verkir geta verið stöðugir eða endurteknir (Breivik o.fl., 2006) og þá getur fólk verið með blandaða verki, það er bæði langvinna og bráða, svo sem einstaklingur með vefjagigt sem fer í skurðaðgerð. Til aðgreiningar er stundum talað um langvinna verki ótengda krabbameini eða góðkynja langvinna verki (e. chronic non­ cancer pain eða chronic non­malignant pain) og langvinna illkynja verki (chronic­ malignant pain) (Anna G. Gunnlaugsdóttir, 2006; Turk og Theodore, 2010). Algengt er að hugtakið langvinnir verkir sé notað yfir verki sem eru ótengdir krabbameini en krabbameinsverkir þegar um langvinna verki af völdum illkynja sjúkdóms er að ræða (Anna G. Gunnlaugsdóttir, 2006). Dæmi um langvinna verki eru gigtarverkir, taugaverkir og mjóbaksverkir. Langvinnir verkir eru algengir en tíðni tölur eru nokkuð breytilegar þar sem rann sak­ endur nota mismunandi skil greiningar á hugtakinu. Í stórri evrópskri rannsókn reyndust 19% fólks hafa fundið fyrir meðal miklum verkjum í sex mánuði eða lengur og voru verkir í baki algengastir (Breivik o.fl., 2006). Í rannsókn meðal íslensks almennings reyndust 31% þátttakenda hafa fundið fyrir verkjum í þrjá mánuði eða lengur og voru stoðkerfis­ verkir þar algengastir (Gunnarsdottir o.fl., 2010). Önnur íslensk rannsókn meðal almennings sýndi að 48% þátttakenda hafði fundið fyrir verkjum í þrjá mánuði eða lengur (Jonsdottir o.fl., 2014) og höfðu 32% þátt takenda verið með stöðuga verki. Langvinnir verkir hafa margvísleg nei­ kvæð áhrif á andlega, vitræna, líkam­ lega og félagslega líðan og virkni fólks (Breivik o.fl., 2008). Það er því ekki að undra að þessi hópur leitar mikið til heilbrigðisþjónustunnar (Breivik o.fl., 2006; Jonsdottir o.fl., í prentun). Lang­ MAT Á LANGVINNUM VERKJUM Langvinnir verkir hafa margvísleg neikvæð áhrif á líf og tilveru fólks og eru algeng orsök örorku hér á landi. Mat á verkjum leggur grunninn að góðri verkjameðferð en fullnægjandi mat á langvinnum verkjum þarf að vera heildstætt og áherslur eru að sumu leyti aðrar en þegar bráðir verkir eru metnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.