Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201544 ÚTDRÁTTUR Tilgangur: Rannsóknir hafa sýnt margvíslegar hindranir sem ungt fólk verður fyrir í sambandi við aðgengi og notkun kynheilbrigðisþjónustu. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem reynsla ungra kvenna af kynsjúkdómamóttöku er skoðuð með eigindlegri aðferð. Aðferð: Rannsóknin byggist á túlkandi fyrirbærafræði. Tekin voru eigindleg viðtöl við sjö ungar konur á aldrinum 17­23 ára. Þær voru valdar af handahófi úr hópi 34 einstaklinga sem mættu á kynsjúkdómamóttöku. Viðtölin voru skráð frá orði til orðs. Við gagnagreiningu var stuðst við túlkunarkenningu Ricoeur. Niðurstöður: Í ljós komu þrjú meginþemu: feimnismál, spenna og léttir en að baki bjó skömmin. Niðurstöður sýndu að ungu konurnar lifðu í samfélagi þar sem kynsjúkdómar eru feimnismál. Þær fundu fyrir innri spennu í sambandi við að nálgast þjónustuna og í tengslum við sjálfa heimsóknina en voru fegnar því hversu vel móttakan var falin og að mæta skilningsríku og fordómalausu fagfólki. Þær höfðu mikla þörf fyrir að geta farið í gegnum þjónustuferlið með reisn þar sem tekið væri tillit til þarfa þeirra. Áður en þær komu á móttökuna og í gegnum þjónustuferlið blundaði með þeim sá ótti að einhver kæmist að því að þær hefðu farið þangað. Óttinn við skömmina lá í loftinu. Ályktanir: Konurnar fundu fyrir spennu varðandi heimsóknina og voru að mörgu leyti auðsæranlegar. Það var þeim mikils virði að njóta virðingar í gegnum þjónustuferlið. Niðurstöður benda til að auðvelda þurfi aðgengi að þjónustunni og huga að gæðum hennar þannig að þjónustuferlið reynist jákvætt. Lykilorð: Ungar konur, kynsjúkdómar, kynheilbrigðisþjónusta, reynsla, gæði þjónustunnar. INNGANGUR Kynsjúkdómar eru meiriháttar lýðheilsuvandamál víða um heim og leggst einkum á fólk sem er yngra en 25 ára (Bearinger o.fl., 2007; Panchaud o.fl., 2000). Hérlendis hafa klamydíusýkingar verið algengari en víða í Evrópu (ECDC, 2009; EpiNorth, e.d.). Ungu fólki er hættara við að smitast af klamydíu en eldri einstaklingum og stúlkum (konur) í meira mæli en piltum (karlar) (CDC, 2012; Lewis o.fl., 2012; Panchaud o.fl., 2000). Það á einnig við hér á landi. Á tímabilinu 1997­2011 voru langflest tilfelli klamydíusýkinga hér á landi meðal fólks á aldrinum 15­24 ára. Á árinu 2011 var sá hópur með 72% af heildarfjölda þess konar sýkinga (Landlæknisembættið, 2014). Konur voru á sama tímabili með hærra hlutfall sýkinga en karlar eða um 60%. Á Íslandi byrja unglingar fyrr að hafa kynmök en jafnaldrar þeirra í ýmsum nágrannalöndum (Avery og Lazdane, 2010; Bender, 1999). Snemm­kynhegðun tengist iðulega annarri áhættuhegðun eins og takmarkaðri smokkanotkun (Bender og Kosunen, 2005; Ma o.fl., 2009). Jafnframt auka fleiri rekkjunautar líkur á kynsjúkdómasmiti (Ma o.fl., 2009). Í nýlegri rannsókn á Norðurlöndum (Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð) kom fram að þær konur, sem byrjuðu snemma að reykja, voru líklegri til að byrja fyrr að stunda kynlíf, nota síður Sóley S. Bender, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala Jenný Guðmundsdóttir, göngudeild kynsjúkdóma Landspítalans REYNSLA UNGRA KVENNA AF KYNSJÚKDÓMAMÓTTÖKU: ÞÖRFIN FYRIR ÖRYGGI OG VINGJARNLEGT VIÐMÓT ENGLISH SUMMARY Bender, S.S., and Gudmundsdottir, J. The Icelandic Journal of Nursing (2015), 91 (2), 44­49 THE EXPERIENCE OF GOING TO A STI CLINIC: THE NEED FOR SAFETY AND FRIENDLY ATTITUDE Purpose: Studies have shown that young people experience numerous hindrances regarding the access to and use of sexual and reproductive health services. This study is the first of its kind in Iceland which is exploring, with a qualitative method, the lived experience of young women of a sexually transmitted infections (STI) clinic. Method: The study is a hermeneutic phenomenological study. Seven young women in the age group 17­23 years old, were interviewed qualitatively. They were randomly selected from a group of 34 individuals who attended the outpatient clinic of Sexually Transmitted Infections. The interviewes were recorded verbatim. The text was analysed by applying the interpretation theory of Ricoeur. Results: Three main themes emerged; source of embarrassment, tension and relief; but shame was lingering underneath. The results showed that the young women lived in a community where STI are a source of embarressment. They sensed inner tension regarding accessing the service and towards the visit to the clinic but were relieved because of the discreteness of the clinic and meeting understanding and nonjudgemental health care professionals. They had a great need to go through the service process in a respectful manner where their needs were acknowledged. Before their visit to the clinic and through the service process the fear of someone finding out that they had been there lingered in their mind. The fear of the shame was in the air. Conclusions: The women experienced tension regarding the visit and were in many cases feeling vulnerable. It was very valuable for them to be respected while going through the service process. The results indicate that the clinic needs to be more easily accessible and by emphasizing quality of care can contribute to positive experience towards the service process. Keywords: Young women, sexually transmitted infections, sexual and reproductive health service, lived experience, quality of care. Correspondance: ssb@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.