Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 31
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 29 Flestir hjúkrunarfræðingar hafa reynslu af vaktavinnu og hafa fundið fyrir því hvað hún getur verið erfið. Nú liggja fyrir margar rannsóknir um afleiðingar hennar. Kominn er tími til að taka tillit til þeirra og gera störf í heilbrigðiskerfinu heilbrigðari. Jafnvægi vinnu og einkalífs verður sífellt umfangsmeira viðfangsefni í iðnvæddum ríkjum. Fjöldi starfsmanna innan þessara ríkja er óánægður með vinnutíma sinn og finnur til of mikils álags sem getur leitt til heilsufarsvanda. Starfsmenn í vaktavinnu finna oft fyrir svefnleysi auk þess sem heila­ og líkamsstarfsemi er hægari á nóttunni og saman geta þessi atriði ýtt undir þreytu og syfju (Boivin o.fl., 2007). Þreyta skerðir einbeitingu hvers manns og eykur þar með hættu á slysum og mistökum og slíkt getur Nanna Ingibjörg Viðarsdóttir, nanna@landlaeknir.is verið hættulegt fyrir starfsmanninn og almenning sömuleiðis. Stjórnvöld hafa staðfest að erfiðleikar tengdir vaktavinnu séu ekki bundnir við starfs fólk heldur séu þeir að auki kostnaðar samir fyrir fyrirtæki. Framleiðni minnkar oft, veikindadögum fjölgar og starfs mannavelta eykst (VandenHeuvel og Wooden, 1995). Þetta endurspeglar umræðu um hugsanlega skaðsemi þess að vinna of langan vinnudag. Vinnu fyrir­ komulag getur haft mikil áhrif á heimilishald fjölskyldna (Brannen, 2005). Einnig hefur vinna um helgar og vakta vinna þau áhrif að starfsfólk verður frekar andlega örmagna, finnur til streitu á vinnustað, sálrænna og líkamlegra einkenna heldur en þeir sem eiga frí um helgar (Jamal, 2004). Áhrif á heilsufar Vaktavinna getur haft í för með sér sálfræði leg og heilsufarsleg vandamál ásamt erfiðleikum tengdum félagslegri aðlögun vegna truflunar á líkamsklukku ÁHRIF VAKTAVINNU Á HEILSU OG LÍÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.