Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 17 vinnir verkir eru einnig algeng ástæða örorku hér á landi en af þeim sem voru á örorku árið 2005 voru um 35% kvenna og 17% karla á bótum vegna stoðkerfisvandamála (Sigurður Thorlacius o.fl., 2007). Langvinnir verkir eru því bæði einstaklingum og samfélaginu í heild dýrir. Mat á langvinnum verkjum Þótt myndgreining og aðrar rannsóknir séu mikilvægar til að greina sjúkdómsástand er ekki hægt að mæla verki á hlutlægan hátt. Það er því frásögn einstaklingsins sem liggur til grundvallar mati á verkjum (Short og Lynch, 2010). Að framkvæma heildstætt mat er tímafrekt og því getur þurft að safna upplýsingunum í nokkrum skrefum (Scottish Intercollegiate Guidelines Network [SIGN], 2013). Hjúkrunarfræðingar þurfa að gefa viðkomandi tíma til að segja sögu sína, hlusta gaumgæfilega og framkvæma líkamsmat (Short og Lynch, 2010). Kjarninn í matinu er ítarleg upplýsinga­ söfnun þar sem metnir eru líkamlegir, andlegir og félagslegir þættir. Heppilegt er að byrja á opinni spurningu með því að biðja viðkomandi um að segja frá verkjunum (Short og Lynch, 2010). Spyrja þarf um staðsetningu og styrk verkja, núverandi og fyrri meðferð, auk þess sem áhrif verkjanna á einstaklinginn eru metin. Mikilvægt er að byggja upp gott meðferðarsamband til að skapa traust og fá viðkomandi til að taka þátt í ákvarðanatöku til að stuðla að árangursríkri meðferð (Scottish Intercollegiate Guidelines Network, 2013). Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir helstu þætti í verkjasögu. Líkamsmat er hluti heildstæðs mats á langvinnum verkjum en hversu ítarlegt Tafla 1. Upplýsingasöfnun (Breivik o.fl., 2008; Pasero og McCaffery, 2010; Short og Lynch, 2010). Matsatriði Spurningar Til athugunar Yfirbragð og tjáning Hvernig kemur einstaklingurinn fyrir í viðtali? Hvernig tjáir viðkomandi sig? Hluti af heildstæðu mati. Virðist einstaklingurinn niðurdreginn? Gefur hann skilmerkilegar upplýsingar? Upphaf verkja Hvenær byrjuðu verkirnir? Við hvaða aðstæður? Staðsetning verkja Hvar eru verkirnir? Leiða verkirnir út frá sér? Gott að merkja inn á mynd Ef fleiri en einn verkur er til staðar má númera þá Styrkur verkja Hversu miklir eru: ­ verkir núna? ­ að jafnaði? ­ verstu verkir? ­ minnstu verkir? Notið viðurkennda kvarða (svo sem tölukvarða eða orðakvarða) Eðli verkja Hvernig lýsa verkirnir sér? Hvaða orð notar viðkomandi yfir verkina? Mikilvægt atriði til að hjálpa til við að greina um hvers konar verki er að ræða. Brunaverkur, verkjapílur/verkjaskot, stingir og verkir við létta snertingu geta bent til taugaverkja Mynstur verkja Eru verkirnir stöðugir? Koma þeir og fara? Áhrifaþættir á verki Hvað dregur úr verkjunum? Hvað eykur verkina? Spyrjið meðal annars um hreyfingu og sálfélagslega þætti, svo sem kvíða og álag Áhrif verkja á einstaklinginn Hver eru áhrif verkja á: ­ svefn? ­ minni? ­ einbeitingu? ­ andlega líðan (kvíði, depurð)? ­ félagslega líðan? ­ kynlíf? ­ fjölskylduna? ­ líkamlega getu og virkni? ­ getu til að sinna vinnu? ­ fjárhag? Gott getur verið að hefja samræður um þessi atriði með því að segja eitthvað í þessa veruna: „Verkir hafa margvísleg áhrif á líf og okkar líðan, ég er með nokkrar spurningar sem lúta að áhrifum verkja á þig“ Núverandi verkjameðferð Hvaða verkjameðferð er viðkomandi á núna? Hvaða skömmtum er viðkomandi á og hvernig tekur hann lyfin? Hvernig hefur sú meðferð reynst? Aukaverkanir meðferðar? Spyrjið bæði um lyf og aðrar aðferðir en lyf Fyrri verkjameðferð Hvaða verkjameðferð hefur verið reynd? Hvernig hefur hún virkað? Aukaverkanir meðferðar? Spyrjið bæði um lyf og aðrar aðferðir en lyf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.