Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201538
Eftirfarandi grein er byggð á fyrirlestri sem haldinn var á málþinginu Ertu
með á nótunum? sem haldið var í samstarfi hjúkrunarráðs Landspítala,
hjúkrunarfræðideildar HÍ og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ertu með á nótunum er góð spurning sem
er tilvalin til að minna hjúkrunarfræðinga
á að þeir sem fagmenn þurfa sífellt að
vera með á nótunum í starfi sínu til að
skaða hvorki skjólstæðinga sína né sjálfa
sig.
Menntun hjúkrunarfræðinga hér á landi er
mjög góð. Íslenska þjóðin hefur átt því láni
að fagna að eiga hjúkrunarfræðinga sem
hafa verið allt frá upphafi vel menntaðir,
færir og reynslumiklir fagmenn. Hjúkrun
er hér veitt af mikilli fagmennsku og
umhyggju sem byggð er á gagnreyndri
þekkingu.
Fagmennska felur í sér mörg hugtök. Má
þar nefna orð eins og þekkingu, hæfni,
ábyrgð, sjálfræði, sjálfstæði, fróðleiks
Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is
fýsn, samvinnu, siðfræði, umhyggju, mál
svara og virðingu fyrir skjól stæðingum,
sam starfsfólki, sjálfum sér og starfi sínu.
Þekking er grundvöllur fagmennskunnar,
bæði það að afla sér þekkingar og afla
þekkingar í faginu með rannsóknum.
Hér á landi njótum við þess að allt
okkar hjúkrunarnám er í háskóla.
Háskóli er sjálfstæð menntastofnun sem
sinnir kennslu, rannsóknum, varðveislu
þekkingar, þekkingarleit og sköpun á
sviðum vísinda, fræða, tækniþróunar eða
lista. Hlutverk háskóla er að stuðla að
sköpun og miðlun þekkingar og færni til
nemenda og samfélagsins alls.
Því er með sanni hægt að segja að
undirstaðan, þ.e. þekking hjúkrunar
fræðinga, sé góð og að lengi búi að fyrstu
gerð. En dugar það hjúkrunarfræðingum
alla tíð? Ég held að hjúkrunarfræðingar
geti verið sammála um að svo sé ekki.
Símenntun og framhaldsmenntun, sem
dýpkar þekkingu á ýmsum sérsviðum,
og sérfræðiþekking hefur aldrei verið
mikilvægari en einmitt nú í hröðum
heimi tækni og vísinda og sífellt
auknum kröfum um öryggi og gæði í
heilbrigðisþjónustunni.
Mikið er rætt um gildi og mikilvægi þess
að heilbrigðisstarfsfólk viðhaldi þekkingu
sinni og stundi símenntun til að auka hana
og uppfæra, bæði hér á landi og erlendis.
Sums staðar erlendis er gerð krafa um
að hjúkrunarfræðingar stundi símenntun
til að viðhalda hjúkrunarleyfi sínu. Hér
á landi fá hjúkrunarfræðingar leyfi til að
stunda hjúkrun út ævina án skilyrða um
sérstakar aðgerðir til að viðhalda því.
Sama gildir á hinum Norðurlöndunum.
Þar fá hjúkrunarfræðingar einnig
hjúkrunarleyfi til lífstíðar.
Það er þó ekki svo að hér á landi séu ekki
gerðar kröfur til heilbrigðisstarfsmanna
um að viðhalda þekkingu sinni. Í lögum
um heilbrigðisstarfsmenn í kaflanum um
réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsmanna
í 13. gr., sem fjallar um faglegar kröfur
og ábyrgð, segir: „Heilbrigðisstarfsmanni
ber að þekkja skyldur sínar og siðareglur,
viðhalda þekkingu sinni og faglegri
færni, tileinka sér nýjungar er varða
starfið og kynna sér lög og reglugerðir
sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og
heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma.“
Sama krafa er gerð til hjúkrunarfræðinga
í siðareglum félagsins en þar segir í
6. grein í kaflanum um hjúkrunarstarf:
„Hjúkrunarfræðingur viðheldur þekkingu
sinni og færni og ber faglega og lagalega
LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ – EN EKKI ALLA TÍÐ