Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201548 hlustaði.“ „Maður var ekki feiminn við að spyrja neitt.“ „Hún svaraði öllu sem ég spurði um.“ Sú spennulosun, sem varð við það að konurnar mættu fagmannlegu viðmóti, varð til þess að þær urðu opnari fyrir því að ræða málin og leið betur. Fordómaleysi Konurnar lögðu mikla áherslu á að fagfólk væri fordómalaust gagnvart þeirra kynhegðun. Tilhugsunin um að hafa stundað óábyrgt kynlíf gerði það að verkum að þær áttu jafnvel von á því að verða skammaðar. Það var þeim því mikill léttir þegar þær voru ekki dæmdar fyrir hegðun sína eða skammaðar fyrir óábyrga kynhegðun. Í frásögnum kom fram: „Hún var mjög almennileg … hún var með svona enga fordóma.“ „Hún var ekkert að skamma mann fyrir eitthvað.“ Að auki kom í ljós sú afstaða að fólki gæti orðið á í lífinu, „fólk gerir mistök“, „þetta getur komið fyrir alla“. Þannig fannst þeim mikilvægt að sýnt væri umburðarlyndi gagnvart margvíslegri hegðun fólks. Fordómaleysið þýddi fyrir þeim að þær væru ekki stimplaðar. UMRÆÐUR Niðurstöðurnar sýndu að konurnar voru hluti af stærra samfélagi þar sem á sér stað umræða um þessi mál. Þó að sumum þeirra hafi tekist að vera frjálslegar í viðhorfum sínum til kynsjúkdóma kom það fram sem rauður þráður að kynsjúkdómum tengdist einhver skömm sem er almennt viðhaldið í samfélaginu. Þannig var skömmin undirliggjandi merkingarbær reynsla hjá þátttakendum rannsóknarinnar. Í henni felst meginhindrunin. Það var þessi yfirvofandi skömm sem gat brostið á hvar sem konurnar voru í þjónustuferlinu sem gerði það að verkum að þær urðu uppspenntar, kvíðnar og óttuðust jafnvel niðurlægingu. Þær þráðu því ósýnileikann þegar þær gengu í gegnum það að panta tíma, fara á staðinn og fá þjónustu. Það var ósýnileikinn sem gat varið þær fyrir skömminni. Meginþráðurinn í reynslu kvennanna var að komast í gegnum allt þjónustuferlið, frá því að þær pöntuðu tíma og þar til þær fengu niðurstöður, af virðingu, tillitssemi og án fordóma. Innst inni eru þær óöruggar og óttast niðurlægingu. Það getur verið mjög stórt skref að fara á slíka móttöku og þær þurfa að yfirvinna margar hindranir áður en þær mæta á staðinn en einnig eftir að þangað er komið. Þær vilja innst inni ekki þurfa að leita á svona móttöku, vilja fyrir alla muni ekki hitta þar nokkurn mann sem þær þekkja eða að einhver komist að því að þær hafi verið þarna. Ótti þeirra og spenna felst í að þekkja einhvern á staðnum, finna fyrir einhverju neikvæðu á móttökunni og að greinast með kynsjúkdóm því það geti orðið þeim til minnkunar. Yfir þeim svífur sá möguleiki að einhver komist að þessu og hugsanlega niðurlægi þær. Í erlendum rannsóknum hefur komið fram að ungt fólkt óttast að aðrir sjái það eða komist að því að það hafi verið á kynheilbrigðismóttöku (Donnelly, 2000; Griffiths o.fl., 2008; Lindberg o.fl., 2006). Rannsókn okkar sýndi að trúnaður, virðing og vingjarnleg framkoma var konunum mikils virði. Það er að mörgu leyti í samræmi við erlendar niðurstöður um mikilvægi trúnaðar (Garside o.fl., 2002; Lindberg o.fl., 2006; Nwokolo o.fl., 2002), virðingar (Baraitser o.fl., 2003; Donnelly, 2000; Evans og Cross, 2007; Lindberg o.fl., 2006) og að þjónustan sé vingjarnleg (Nwokolo o.fl., 2002). Í könnun Nwokolo og félaga kom fram að unglingum af báðum kynjum fannst mest um vert (um 90%) að starfsfólkið væri vingjarnlegt. Niðurstöður okkar rannsóknar sýna að það var ákveðin spenna sem tengdist því að panta tíma, því sem fram undan er og fá niðurstöður úr rannsóknum. Reynslan var þeim mjög persónuleg. Niðurstöðurnar eru samhljóma niðurstöðum fræði­ legrar yfirlitsgreinar á sautján vísindalegum rannsóknum yfir tímabilið 2000­2010 um það sem helst hindrar ungt fólk að nýta sér kynheilbrigðisþjónustu. Í þeirri grein kom fram að það eru einmitt persónulegir þættir sem varða aðgengi að þjónustunni, biðina í biðstofunni og gæði þjónustunnar sem skiptir ungt fólk miklu máli (Bender og Fulbright, 2013). Til þess að þjónustan nái til ungs fólks þarf að ryðja úr vegi hindrunum er varða skipulag þjónustunnar en jafnframt að hlúa vel að gæðum hennar. Þau felast meðal annars í því að fagfólk gætir trúnaðar, er alúðlegt og fordómalaust, hlustar á skjólstæðinginn og gefur honum tækifæri til að spyrja. Reynsla kvennanna af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk, það er hjúkrunarfræðinga og lækna, er yfirleitt góð en sumum finnst þau vera vandræðaleg eða ópersónuleg, að ekki sé komið til móts við þarfir þeirra og fara þaðan án þess að fá mikla fræðslu. Stundum eiga þær sjálfar erfitt með að spyrja spurninga en það virðist haldast í hendur við aðstæður hverju sinni. Ef fagaðili er jákvæður og opinn í samskiptum virðast samræðurnar vera gagnkvæmari. Einnig spilar þarna inn í sá tími sem skjólstæðingnum er gefinn hverju sinni. Ef tíminn er naumur kemur það niður á þjónustunni. Það er í höndum fagaðila eins og hjúkrunarfræðinga að skipuleggja þjónustuna og halda vörð um gæði hennar þannig að viðkomandi skjólstæðingi geti liðið vel meðan á heimsókninni stendur. Við skipulagningu ungdómsvænnar (youth friendly) móttöku hefur meðal annars verið lögð áhersla á að starfsfólk sé áhugasamt um að vinna með ungu fólki, sé fordómalaust og gefi nægar upplýsingar. Auk þess þarf að gefa nægan tíma til að ræða málin, hafa biðtíma stuttan, hafa umhverfi móttökunnar vingjarnlegt en jafnframt að fagaðili hafi góða þjálfun í að veita ungu fólki þjónustu (Tylee o.fl., 2007). Í kjölfar þessarar rannsóknar og könnunarinnar, sem gerð var á sama tíma, hafa verið gerðar ýmsar skipulagsbreytingar á göngudeild húð­ og kynsjúkdóma á Landspítalanum. Má þar helst nefna að auðveldara er að panta tíma og fá svör úr kynsjúkdómaprófum en áður. Bætt var við einum móttökuritara, viðtöl við hjúkrunarfræðinga voru lengd og viðtalsherbergjum fjölgað. Styrkur og takmarkanir Þessi eigindlega rannsókn gefur innsýn í hugarheim þeirra kvenna sem höfðu nýlega nýtt sér þjónustuna og hvað skipti þær máli. Þátttakendur voru valdir af handahófi og voru konurnar ýmist að nýta þjónustuna í fyrsta sinn eða höfðu áður komið á móttökuna. Úrtaksaðferðin gefur því tilefni til að ætla að svörin séu fjölbreytilegri en ella. Það er því minni hætta á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.