Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201546 NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur í rannsókninni voru konur á aldrinum 17­23 ára og voru þær allar búsettar á Reykjavíkursvæðinu en nokkrar voru af landsbyggðinni. Þrjár höfðu áður komið á kynsjúkdómamóttöku. Við gagnagreiningu komu fram þrjú meginþemu sem lýsa því hvernig kynsjúkdómar eru feimnismál, hvernig hugsunin um kynsjúkdóma og það sem fram undan er getur valdið innri spennu hjá konunum og hvernig þær finna fyrir létti þegar þær mæta jákvæðu og skilningsríku viðmóti (tafla 1). Þessi meginþemu eru feimnismál, spenna og léttir. Meginþemað feimnismál skiptist í tvö undirþemu sem eru hinn samfélagslegi tónn og óttinn við skömmina. Meginþemað spenna skiptist í undirþemun búast við því versta og hið vandræðalega og ópersónulega. Meginþemað léttir skiptist í tvö undirþemu sem eru fagmennska og fordómaleysi. Feimnismál Hér kemur annars vegar fram hvernig orðræðan um kynsjúkdóma er í samfélaginu sem konurnar lifa og hrærast í og hins vegar hvernig þær upplifa feimnina í tengslum við það að fara í greiningu á kynsjúkdómum og vilja því með öllum ráðum vera ósýnilegar. Hinn samfélagslegi tónn Konunum fannst ekki vera nægilega opin umræða í samfélaginu um kynsjúkdóma en það viðhélt þeirri skömm og fordómum sem greining á kynsjúkdómum getur haft í för með sér. Þetta kristallaðist í setningunnni: „Þetta er náttúrulega svo mikið feimnismál.“ Fram kom að slík viðhorf viðhaldist einnig innan fjölskyldna og í vinahópum. Síðan fer á kreik orðrómur um þá sem fara í greiningu eða fá greiningu þar sem í því felst viss skömm. Erfitt virðist vera að hemja umræðuna, „það fréttist út“: „… einhver kjaftasaga í skólanum að einhver strákur væri með klamydíu.“ Það liggur því í loftinu að sá sem fer í greiningu getur orðið að skotspæni. Konurnar greindu frá því að það geti jafnvel verið mun meiri hætta á slíku í litlum samfélögum úti á landsbyggðinni. Þó að það kæmi fram að greining á kynsjúkdómi væri í raun ekki neitt mál og meðferð fælist bara í því að taka töflur þá er greinilegt að hinn fordæmandi samfélagslegi tónn er ekki langt undan. Óttinn við skömmina Þar sem kynsjúkdómar eru feimnismál voru konurnar, sem fóru í greiningu, berskjaldaðar og óttuðust slæman orðróm. Þetta kom fram í tengslum við tímapantanir, staðsetningu móttökunnar, nafnleynd á biðstofunni og biðina á biðstofunni. Það var ýmislegt sem gat gert konunum erfitt fyrir að sækja sér þjónustu. Það reyndist þeim erfitt að panta tíma, „ofboðslega stuttur tími sem þú mátt hringja til að panta tíma“. Það var meðal annars tengt því að viðkomandi þurfti að fara afsíðis til þess að enginn heyrði símtalið. Jafnframt var til staðar sú fjarlæga hugsun að greinast sjálfur með kynsjúkdóm: „Manni finnst þetta svona ofboðslega fjarlægt sér … þangað til maður lendir í þessu sjálfur.“ Einnig gat óttinn við skömmina dregið úr löngun þeirra til að koma sér á staðinn því ljóst var að „sumir … mundu aldrei þora að fara upp á húð og kyn“, „sumir mundu bara fríka út“. Þeim var mikið í mun að enginn vissi um ferðir þeirra og lögðu mikið upp úr því að staðsetning deildarinnar væri afsíðis. „Jú, hún … er á rosa fínum stað ... af því hún er falin sko … Hún er ekki alveg í ... Kringlunni, eða þú veist, allir sjá að þú labbar inn, eða þú veist.“ Þeim fannst það gott að deildin væri ekki auglýst með skilti á útiveggnum þar sem HÚÐ OG KYN stæði með stórum stöfum. Það gaf til kynna að þær vildu ekki að nokkur maður sæi þær fara á móttökuna, „mann langar ekki eitthvað að hitta … hvern sem er þarna fyrir utan eða þegar þú ert að labba þangað“, „ekki að allir sjái að maður sé að fara þarna“. Þegar þær voru mættar á staðinn var nafnleynd þeim mikilvæg. Fram kom að lítið næði væri til staðar til að ræða við móttökuritarann þar sem allt heyrðist sem sagt væri. „Mér fannst svolítið … opið sko, mér fannst svolítið heyrast sem sagt var, maður þurfti alveg Tafla 1. Þemagreining. Feimnismál Hinn samfélagslegi tónn Fordómar Slúður Óttinn við skömmina Erfitt að panta tíma Móttakan sé vel falin Nafnleynd mikilvæg Óttast að hitta einhvern Spenna Búast við því versta Óróleiki Viðhorf þeirra og annarra Bið eftir niðurstöðum Hið vandræðalega og ópersónulega Vandræðalegt að fara í skoðun Vera eins og einhver hlutur Mikill hraði í þjónustuferlinu Léttir Fagmennska Vingjarnlegt viðmót Vellíðan Gagnkvæm samskipti Fordómaleysi Mannlegt að gera mistök Mæta skilningi Vera ekki skammaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.