Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 31 daginn og lægra á nóttunni, til dæmis lækkar hitastig á nóttunni í um 35,5°­ 36°C kl. 2­3 og hækkar á daginn og er í hámarki um kl. 17 í kringum 37­37,3° (Minors og Waterhouse, 1986). Neikvæð heildarmynd fæst af vaktavinnu þegar fyrri rannsóknir eru skoðaðar. Vakta vinna gerir það að verkum, sérstak­ lega í næturvinnu, að starfsmaður þarf að snúa við sólarhringnum þannig að líkamsstarfsemi raskast. Dægurklukkan nær aldrei að verða alveg öfug í þessu ferli, sérstaklega ekki ef einstaklingurinn vinnur eftir ákveðnu vaktafyrirkomulagi, t.d. viku­ viku skipulagi (Knauth og Hornberger, 2003). Líkaminn er undir stöðugu álagi að laga sig að síbreytilegum vinnutíma, bæði þegar kemur að því að vaka á nóttunni og skipta aftur yfir í venjulegan dagtíma. Slík truflun hefur áhrif á bæði heilsu og vinnugetu. Til dæmis geta starfsmenn upplifað einkenni flugþreytu (vaktaþreytu) og önnur einkenni á borð við þreytu, syfju, svefnhöfga, svefnleysi, meltingartruflanir, minni andlega snerpu og getu (Folkard o.fl., 1985; Comperatore og Krueger, 1989). Alþjóðleg flokkun á svefnröskun lýsir svefnröskunarsjúkdómi sem tengist vinnu á óhefðbundnum tíma og hefur einkenni á borð við mikla syfju eða svefntruflun (American Academy of Sleep Medicine, 2005). Afar misjafnt er hversu vel starfsmenn aðlagast vaktavinnu og raunar eru þeir í miklum minnihluta sem geta breytt lífeðlisfræðilegum dægursveiflum. Það er flókinn vandi að eiga erfitt með að stunda vaktavinnu. Til að ráða bót á þeim vanda þarf að huga að svefntrufunum, röskun á dægursveiflu og ýmsum einstaklingsbundnum atriðum. Einnig þarf að taka tillit til heimilis­ aðstæðna (American Academy of Sleep Medicine, 2005; Rosekind, 2005; Sack o.fl., 2007). Eins og ljóst er af ofangreindum atriðum bregðast ekki allir starfsmenn eins við vaktavinnu þar sem ólíkir einstaklingar skynja hana á misjafnan hátt. Sumir þola vaktavinnu mjög vel en aðrir eiga erfitt með að sinna henni. Því er mikilvægt að bera kennsl á hvað það er sem veldur þessum mun. Andlauer o.fl. (1978) voru þeir fyrstu til þess að skilgreina þol gagnvart vaktavinnu og sögðu það vera getu til að aðlagast vaktavinnu án þess að það hefði neikvæðar afleiðingar. En rannsakendur töldu að þol gagnvart vaktavinnu væri tengt hegðunarlegum og líffræðilegum þáttum. Þol gagnvart vaktavinnu var skilgreint sem fjarvera vanda mála sem oft eru tengd vaktavinnu, líkt og einkenni frá meltingarfærum, þreyta og svefnbreytingar. Ýmsir þættir hafa verið rannsakaðir í tengslum við vaktavinnu, meðal annars kyn, aldur, persónuleikaeinkenni (sérstak­ lega taugaveiklun (e. neuroticism) og stjórn rót (e. locus of contol)) og dægur­ klukka (Harrington, 2001). Það virðist vera að með hækkandi aldri eigi vakta vinnufólk erfiðara með að vinna slíka vinnu en þeir sem eru yngri, þeir fyrr nefndu eiga oft erfitt með að ná löngum og samfelldum svefni. Það þýðir ekki að þeir eldri þurfi minni svefn en aðrir, heldur að það geti reynst erfiðara að ná góðum svefni með hækkandi aldri (Harrington, 2001). Næturvinna Næturvinna er að mati margra sísti vinnutíminn. Bent hefur verið á launin séu ástæðan fyrir að starfsmaðurinn ákveður að vinna á þeim tíma. Hins vegar á þetta ekki endilega við á stöðum þar sem fá störf eru í boði. Kenningar um val á störfum byggjast oft á aðhvarfsgreiningu þar sem laun eru skoðuð ásamt einkenni starfs. Næturvinna getur haft áhrif á svefn og athygli starfsmanna. Rannsókn á meðal 289 hjúkrunarfræðinga, sem unnu nætur­ vaktir, leiddi í ljós að 56% þeirra töldu sig vera svefnvana og þeir gerðu einnig fleiri mistök í starfi heldur en þeir sem unnu dagvaktir (Johnson o.fl., 2014). Rannsókn Takeyama o.fl. (2005) leiddi í ljós að það að leggja sig á næturvakt drægi úr þreytu og athygli varð betri á eftir. Rannsókn á því hvaða áhrif það hefði á 12 karlkynsnæturvinnustarfsmenn að fá að leggja sig leiddi í ljós að athygli þeirra varð betri eftir klukkustundarlúr, en 44% þátttakenda fundu minni þreytu og aukna orku, 66% höfðu minni þörf til þess að sofna eftir vaktina (Bonnefond o.fl., 2001). En þrátt fyrir að það sé gagnlegt að leggja sig þegar maður er þreyttur á vaktinni, er hugsanlegt að slík hegðun sé litin hornauga þar sem hún getur gefið vísbendingar um slæmt vinnusiðferði ef hún er ekki almennt samþykkt af vinnu­ félögum. Auk þess er oft ekki aðstaða til þess að leggja sig á vinnustöðum (Takeyama o.fl., 2005). Þá er einnig gott ráð að leggja sig í smá­stund, það hefur góð áhrif á einbeitingu og frammistöðu starfsmannsins á meðan vaktin stendur. Hugsanlegar gagnaðgerðir Í ljósi þess að vaktavinna getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar á heilsu starfsfólks og samskipti þess við annað fólk er vert að velta fyrir sér hvaða aðgerðum sé hægt að beita til þess að draga úr þessum afleiðingum. Þrátt fyrir ofangreind atriði er hægt að finna leiðir til þess að bæta líðan og svefn vaktavinnufólks með breytingum á vinnufyrirkomulagi og skipulagi og eðli verkefna (Folkard o.fl., 1993). Margir stjórnendur hafa hvorki þekkingu á né reynslu af vaktavinnu og hafa því ekki vitneskju um hugsanleg áhrif hennar á heilsu og félagslíf starfsfólks né hvaða lausnir standa til boða. Þess vegna er gott að hafa í huga mikilvægi þess að stjórnendur hafi slíka reynslu þegar gengið er í gegnum ráðningarferli og einnig gefa þeim kost á að vinna vaktavinnu (Knauth og Hornberger, 2003). Hægt er að skipta starfsmönnum gróf­ lega í tvo hópa eftir dægurtakti, sumir einkennast af morgungerð (e. M-types) og aðrir kvöldgerð (e. E-types). Einstaklingar, sem einkennast af morgun gerð, vilja fara snemma að sofa á kvöldin og vakna snemma en þeir sem einkennast af kvöld­ gerð afkasta mestu á kvöldin og nóttunni og eiga erfiðara með að vakna snemma á morgnana. Einhverjir geta fallið á milli þessarar skilgreiningar. Stjórn endur þurfa að taka tillit til hvorn hópinn starfs menn falla undir þegar kemur að því að búa til vakta skipulag (Chung o.fl., 2009). Vakta­ vinna hefur verið könnuð sérstak lega í sambandi við þá sem einkennast af morgungerð og kvöldgerð. Þeir sem hafa stutta dægur sveiflu og sofna yfirleitt snemma á kvöldin og vakna snemma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.