Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 39 ábyrgð á störfum sínum. Hann tekur þátt í þróun þekkingar í hjúkrun og byggir störf sín á rannsóknarniðurstöðum til hagsbóta fyrir skjólstæðing.“ Krafan um viðhald þekkingar kemur skýrt fram í lögum en ekki er um neina eftirfylgni að ræða né viðurlög ef heilbrigðisstarfsmaður sinnir ekki þessari kröfu. Siðareglurnar undirstrika þessa kröfu með því að höfða til siðferðis okkar og ábyrgðar, en þar er ekki kveðið á um nein viðurlög ef ekki er farið eftir þeim. En þó engin séu viðurlögin er það samt skylda hjúkrunarfræðinga, bæði lagaleg og siðferðileg, að viðhalda þekkingu sinni og er ábyrgðin fyrst og síðast hjúkrunarfræðinganna sjálfra sem fagstéttar. Stöðug fagleg þróun er talin sífellt mikilvægari. Í tilskipun Evrópu sambands­ ins (ESB) 55/2013 um faglega menntun og hæfi er að finna ákvæði um stöðuga faglega þróun (e. continuous professional development) hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Tilskipun 55/2013 er uppfærsla á samskonar tilskipun frá árinu 2005 (36/2005). Hún er tilkomin vegna frjáls flæðis vinnuafls um Evrópusambandslöndin sem og löndin innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og á að tryggja ákveðna samræmingu á menntun og hæfi til starfa milli landanna. Þar er sérstaklega fjallað um heilbrigðisstéttirnar hjúkrunarfræðinga, lækna, ljósmæður, tannlækna, dýralækna og lyfjafræðinga. Í uppfærslunni frá 2013 er kveðið sterkar að nokkur atriðum en í fyrri tilskipuninni frá 2005, þar á meðal um stöðuga faglega þróun eða símenntun. Þar eru gerðar bæði ákveðnar endurbætur á fyrri texta auk viðbótar. Tilskipunin tekur gildi 1. janúar 2016 í ESB­löndunum en seinna á Íslandi þar sem EES­löndin fá lengri aðlögunartíma. Í tilskipuninni segir að aðildarríkin skuli tryggja að sérfræðingar eða heilbrigðisstarfsmenn, sem hafa faglegt hæfi, séu færir um að uppfæra eða viðhalda þekkingu sinni, færni og hæfni í því skyni að viðhalda öruggri og skilvirkri heilbrigðisþjónustu og að þeir séu færir um að fylgjast vel með faglegri þróun. Aðildarríkin eiga að gera þetta með því að hvetja til stöðugrar faglegrar þróunar. Nú er þeim einnig gert að senda framkvæmdastjórninni (e. European commission) upplýsingar um þær ráðstafanir sem gerðar verða til að uppfylla þetta ákvæði fyrir 18. janúar 2016. Þessi tilkynningaskylda er viðbót sem leggur áherslu á mikilvægi símenntunar. Samtök félaga hjúkrunarfræðinga í Evrópu (EFN) hafa verið virk í að fylgjast með og hafa áhrif á tilskipunina. Þau hafa fagnað þessari auknu áherslu á möguleikum hjúkrunarfræðinga til símenntunar og hafa bent á að með þessari tilskipun eiga hjúkrunarfræðingar í öllum löndum ESB að eiga möguleika á stuðningi og ákveðnu skipulagi varðandi símenntun og faglega þróun þrátt fyrir misjafnar aðstæður hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar í ESB­löndum. EFN bendir einnig á að símenntunarkerfið eigi að vera nægilega sveigjanlegt til að tryggja að innihald og skipulag þess fullnægi þörfum og áhuga hjúkrunarfræðinga og ekki hvað síst eigi það að vera viðeigandi og hafa þýðingu fyrir starfið þannig að það verði líklegra til að auka áhuga hjúkrunarfræðinga til að stunda símenntun sem er sjúklingum og heilbrigðiskerfinu svo nauðsynlegt. Áhersla er lögð á að símenntunin fari fram á vinnutíma og að þar til bær yfirvöld, vinnuveitendur og fagfélög þurfi að vinna saman að því að skapa tíma og tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að yfirgefa vinnustaðinn til að sinna símenntun og standa straum af eða taka þátt í kostnaði sem henni fylgir. Til að símenntunin þjóni tilgangi sínum þarf hún að vera markviss. Hún þarf að hafa skilgreind markmið og vera í samræmi við þarfir hjúkrunarfræðingsins og starfsemi viðkomandi stofnunar. Það að telja punkta fyrir hvert málþing eða ráðstefnu eða námskeið sem viðkomandi tekur þátt í, án þess að hafa beinan tilgang eða vera í tengslum við starf viðkomandi hjúkrunarfræðings, er ágætt en skilar ekki endilega miklu. Því er markviss sí­ og endurmenntun, með stuðningi og á ábyrgð stofnunar, talin skila mestum árangri við að tryggja öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar sem veitt er á hverri heilbrigðisstofnun. Það ætti því að vera eðlilegt vinnufyrirkomulag inni á hverri stofnun að ákveðinn hluti af vinnuskyldu hjúkrunarfræðinga sé ætlaður til viðhalds á þekkingu og faglegri færni og til að tileinka sér nýjungar er varða starfið. Slíkt fyrirkomulag er einnig liður í bættu starfsumhverfi. Stofnunin í samvinnu við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.