Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201552 Díazepam hjá einstaklingi sem er í fráhvarfi (Courtenay, 2008). Árið 2012 var reglugerð í Bretlandi breytt í þá átt að nú mega hjúkrunarfræðingar með leyfi (e. nurse independent prescriber) ávísa öllum eftirritunarskyldum lyfjum sem falla undir þeirra starfsvettvang (Griffith og Tengnah, 2012). Lyfjaávísunum hjúkrunarfræðinga með leyfi svipar til lyfjaávísana lækna hvað tegund lyfja, skammta og fjölda sjúklinga varðar (Gielen o.fl., 2014). Rannsókn Wilson og félaga (2012) á lyfjaávísunum hjúkrunarfræðinga í vettvangsteymi sjúkrahúss í Bretlandi, sýndi að mest var ávísað af vökvum í æð, næringu og söltum auk verkjalyfja, úðalyfja, ógleðistillandi og sýrubindandi lyfja, sýklalyfja og hjartalyfja. Einnig kom í ljós að ávísanir lyfja jukust milli kl. 20 og 04 og náðu hámarki frá kl. 22 til 24. Svipaðar niðurstöður komu fram í rannsókn Pirret (2011) á Nýja­Sjálandi en það voru aðallega verkjalyf og sölt sem þar var ávísað bæði fyrir og eftir leyfi til lyfjaávísunar. Eftir að hjúkrunarfræðingar höfðu öðlast leyfi ávísuðu þeir fleiri lyfjategundum (s.s. lyfjum við hjartsláttaróreglu, sýklalyfjum, segavarnarlyfjum og þvagræsilyfjum) heldur en þegar lyfjalistinn (e. standing order) var notaður (verkjalyf, ógleðistillandi lyf, bráðalyf, berkjuvíkkandi lyf, vökvi í æð, sölt og ýmis lyf). Umfang lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna (stakra lyfjagjafa) er ekki þekkt á Íslandi og innlendar og erlendar rannsóknir um viðfangsefnið benda til þess að það sé lítt eða ekki rannsakað. Með tilkomu rafrænna lyfjafyrirmæla er unnt að varpa skýrara ljósi á lyfjagjafir, eðli þeirra og umfang. Mikilvægt er að varpa ljósi á viðfangsefnið og leggja þannig grunn að upplýstri umræðu um hvernig bæta má verkferla við lyfjameðferð sjúklinga. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á umfang og eðli stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án skriflegra fyrirmæla lækna á Landspítala. Með stökum lyfjagjöfum hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna er átt við skráningu á lyfjagjöf í eitt skipti í senn í lyfjaumsýslukerfið Therapy undir einu sameiginlegu notendanafni hverrar deildar (umbeðið af hjúkrun) þegar fyrirmæli læknis eru ekki til staðar (Birna Jónsdóttir og Björk Inga Arnórsdóttir, 2009). Í þessari rannsókn er átt við skrifleg fyrirmæli þegar talað er um að lyfjagjöf sé án fyrirmæla lækna. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Hvert er umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna á Landspítala árin 2010 og 2011 m.t.t. fjölda á ári, mánuði, vikudegi, tíma sólarhrings og er munur eftir árum? 2. Úr hvaða lyfjaflokkum (samkvæmt ACT­flokkun) eru lyf gefin og hvaða lyfjum er helst ávísað innan hvers flokks? AÐFERÐ Um lýsandi afturvirka megindlega rannsókn var að ræða. Þýði og úrtak Þýði rannsóknarinnar voru allar ávísaðar og skráðar lyfjagjafir á Landspítala í rafræna lyfjaumsýslukerfinu Therapy en þær voru 1.586.684 árið 2010 og 1.633.643 árið 2011. Úrtak rann sóknar innar voru stakar lyfja gjafir hjúkrunarfræðinga á Land spítala án fyrirmæla lækna sem voru skráðar í rafræna lyfja umsýslu kerfið Therapy undir heitinu umbeðið af hjúkrun árin 2010 og 2011. Hver deild hefur notendanafn í Therapy fyrir hjúkrun og skrá hjúkrunarfræðingar lyfjagjöfina undir því kenni­ merki. Árið 2010 voru notendanöfn hjúkrunar á Landspítala, sem skráðu í Therapy, samtals 54 en 61 árið 2011. Úrtakið náði til 51 notendanafns hjúkrunar í Therapy á geðsviði (10 notendanöfn hjúkrunar), kvenna­ og barnasviði (5 notendanöfn hjúkrunar), lyflækningasviði (22 notendanöfn hjúkrunar) og skurðlækningasviði (14 notendanöfn hjúkrunar). Gert er ráð fyrir að í úrtaki séu lyf sem eru á lyfjalistum deilda enda falla þær lyfjagjafir undir stakar lyfjagjafir án skriflegra fyrirmæla lækna. Framkvæmd Gögn voru fengin frá heilbrigðis­ og upplýsingatæknisviði Landspítala. Gagnaskráin afmarkaðist af færslum frá árunum 2010 og 2011 eða samtals 24 mánaða tímabili. Gögnin bárust á geisladiski sem Microsoft Excel­skjal sem innihélt svæði með upplýsingum um skráningu lyfjaávísunar, þ.e. hvaða deild skráði, dagsetningu og tíma, lyfjaflokk (samkvæmt ATC) og lyfjaheiti (Lyfjastofnun, 2010). Siðfræði Framkvæmd rannsóknarinnar var tilkynnt Persónuvernd (nr. S562/2012), samþykkis framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala var aflað þar sem lyfjaskrá er hluti af sjúkraskrá og fengið var leyfi frá siðanefnd Landspítala (nr. 14/2012). Gögnin, sem notuð voru í rannsókninni, innihéldu engar persónugreinanlegar upplýsingar og því ekki hægt að tengja þau við ákveðna starfsmenn eða sjúklinga. Úrvinnsla gagna Við úrvinnslu voru gögnin lesin inn í Microsoft Excel með Power Pivot­viðbót. Með notkun Pivot­taflna (snúningstaflna) var hægt að flokka og greina upplýsingar á mismunandi máta og nota lýsandi tölfræði til að varpa ljósi á niðurstöðurnar. Dagsetningum og tímum lyfjagjafar var skipt í ár, mánuði, daga og klukkustundir. Tölfræðileg greining, s.s. kí­kvaðratpróf, var framkvæmd með innbyggðum föllum í Microsoft Excel. NIÐURSTÖÐUR Umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna Árið 2010 voru stakar lyfjagjafir 4% (n=63.454) af heildarlyfjagjafafjölda á Landspítala og 4,23% (n=69.132) árið 2011. Fjöldi stakra lyfjagjafa jókst um 8,95% frá 2010 til 2011 og er það marktækur munur á árum χ2 (1, N=159.586) = 243,46, p<0,001. Flestar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga voru á skurðlækningasviði og lyflækningasviði bæði árin. Tafla 1 sýnir fjölda stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga eftir klínískum sviðum árin 2010 og 2011. Aukning varð á stökum lyfjagjöfum hjúkrunarfræðinga alla mánuði milli ára nema í júní og október, þar varð fækkun á stökum lyfjagjöfum. Stakar lyfjagjafir voru fæstar yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.