Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201532 morguns eiga oft erfiðara með að vinna á síbreytilegum tímum og vakta vinnu heldur en þeir sem hafa lengri dægur­ sveiflu (vaka lengur á kvöldin og vakna seinna) (Júlíus K. Björnsson, 2000). Þegar kanna á hvers konar vaktakerfi séu best þegar kemur að svefni má sjá að sem fæstar næturvaktir í röð valda minnstum svefntruflunum og einbeitingarskorti þrátt fyrir að það sé ekki til gallalaust kerfi (Sallinen og Kecklund, 2010). Það rúllandi vaktakerfi, sem kom verst út, var vika af næturvöktum, vika af kvöldvöktum og vika af dagvöktum. Kerfi, sem hefur tvær morgunvaktir, tvær kvöldvaktir og tvær næturvaktir, kann að vera ákjósanlegasta rúllandi vaktkerfið (Knauth, 1995). Sallinen og Kecklund (2010) komust að þeirri niðurstöðu að næturvaktir og morgunvaktir, sem byrja snemma, ásamt mjög löngum vöktum (>16 klukkustundir) og mörgum vinnutímum á viku (>55 klukkustundir) leiddu til svefnleysis og aukinnar syfju. Því mæla þeir með vaktakerfum þar sem vaktir rúlla hratt fram á við (e. rapidly forward-rotating shifts), en það er t.d. morgunvakt fyrsta dag, dagvakt þann næsta, kvöldvakt þar á eftir og að lokum næturvakt. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það hafi jákvæð áhrif á einbeitingu starfsfólks og að sama skapi bæti svefn sumra þar sem hvíldartími á milli vakta er lengri en ella. Einnig er æskilegt að hluti svefns fari fram á hefðbundnum svefntíma (nóttunni). Rannsóknarstofa í vinnuvernd gerði rannsókn í desember 2005 fram til janúar 2006. Tekin voru viðtöl við rýnihópa sem í voru stjórnendur, sem tóku þátt í gerð vakta vinnuáætlana, og starfsmenn sem unnu vaktavinnu. Skýrsla var unnin upp úr niðurstöðunum (Ólöf Eiríksdóttir o.fl., 2007). Markmið skýrslunnar var að fá hugmyndir um hvernig hægt væri að breyta vinnufyrirkomulagi til að gera starf eftirsóknarverðara. Niðurstöðurnar voru meðal annars að ein helsta forsenda þess að starfsfólk vilji sinna vaktavinnu sé að vaktaálag ásamt launum hækki og að fullt starf í vaktavinnu sé færri stundir á viku en dagvinnu. Einnig kom fram að starfsfólk vill fá tækifæri til að skipuleggja vinnutíma sinn sjálft og minnka þar með árekstra fjölskyldulífs, frítíma og vaktavinnu. Lokaorð Þegar kemur að því að skoða orsakir lakari heilsu vaktavinnustarfsmanna en dagvinnustarfsmanna vantar enn talsvert upp á skýringar. Líklega eiga truflun á dægursveiflu, streita, næringarsnautt mataræði, hreyfingarleysi, reykingar og truflun á félags­ og einkalífi stóran þátt í því (Boggild og Knutsson, 1999). Íslendingar á vinnumarkaði búa margir hverjir við mikið álag. Samkvæmt grein Júlíusar K. Björnssonar (2000) verður vaktavinna starfsmönnum léttbærari ef þeir eru í góðu líkamlegu formi og eru upplýstir um mikilvægi þess að hugað sé að mataræði, hreyfingu og svefni. Til þess að einstaklingar geti unnið vaktavinnu án þess að skaða heilsu sína skiptir máli að skipuleggja vinnuumhverfi vel og setja vaktatöfluna þannig upp að vaktirnar hafi sem minnst áhrif á andlega, líkamlega og félagslega velferð vaktavinnufólksins. Einnig er æskilegt að starfsmenn fái að skipuleggja vaktir sínar sjálfir. Vinnuveitendur geta gert sitt til að takmarka óæskileg áhrif vaktavinnu með því að bjóða upp á hollan mat á vinnutíma, aðstöðu til frístundaiðkunar og heilsueflingu á vinnustaðnum (Júlíus K. Björnsson, 2000). Manneskjur eru í eðli sínu félagsverur og það er því auðvelt að ná til fólks í hópum á vinnustöðum þess þar sem það eyðir stórum hluta dagsins. Til þess að heilsuefling á vinnustað sé sem árangursríkust þurfa þrír þættir að verka saman en þeir eru hvatning til þátttöku í heilsueflingu, bætt vinnuumhverfi og hvatning til að ná persónulegum árangri í starfi (Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið, 2008). Mikilvægt er að kanna stöðuna á ofangreindum atriðum hér á landi með frekari rannsóknum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að konur, sem búa í löndum þar sem vinnudagurinn er langur, hafa neikvæð viðhorf til hjónabands. Einnig hafa þær ályktað að þar sem barnagæsla er aðgengileg aukist menntunarstig. Þessar niðurstöður benda til þess að það sé ekki fjárhagslegt sjálfstæði kvenna sem hefur áhrif á viðhorf til hjónabands heldur spili þar inn í getan til þess að samræma vinnu og einkalíf. Ef samræmingin gengur illa minnkar áhugi kvenna á hjónabandi (Fuwa, 2013). Sveigjanleiki í starfi er fólki mikilvægur að sögn Böheim og Taylor (2004) og fólk sækist oft eftir því að skipta um vinnu ef sveigjanleikinn er ekki nægjanlegur. Þó virðist vera að eftirspurnin eftir sveigjan­ legum vinnutíma sé meiri en framboð á honum. Þá skiptir miklu máli að eiga innihaldsríkt líf fyrir og eftir vinnu fyrir hamingju, heilsu og líðan starfs fólks (Torrington o.fl., 2008). Því væri athyglis­ vert að rannsaka hvernig hægt sé að auka þennan sveigjanleika meðal vakta­ vinnufólks enda er það hagur vinnu­ veitenda að halda starfsfólki sínu. Rannsóknir um hvaða vaktavinnukerfi séu æskilegust gefa ekki einhlítar niðurstöður og telja margir rannsakendur að frekari rannsókna sé þörf til þess að svara til um það (Barton o.fl., 1993). Mikilvægt er þó að hafa í huga að einstaklingar bregðast á ólíkan hátt við vaktavinnu og fylgifiskum hennar. Sumir þola hana vel en aðrir eiga erfiðara með að vinna slíka vinnu. Upplýsingar um hvað liggi að baki geta reynst atvinnurekendum nytsamlegar þegar kemur að því að ráða starfsfólk og að ráða fram úr hvaða vaktavinnukerfi henta ólíkum einstaklingum. Því gætu rannsóknir í framtíðinni beinst að því að kanna hvaða þættir hafa áhrif á þol til þess að vinna vaktavinnu. Nanna Ingibjörg Viðarsdóttir er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist nýlega með MS-gráðu í mannauðs stjórnun frá Háskóla Íslands. Lokav erkefni hennar fjallaði um áhrif vakta vinnu á heilsu og líðan Íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.