Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201520 Eftirfarandi grein birtist fyrst í 2. tbl. Hjúkrunarkvennablaðsins 1948. Upphaflega var textinn fluttur í ríkisútvarpinu 6. febrúar 1947 en Þorbjörg Árnadóttir flutti samtals sjö erindi um heilsuvernd og menningarmál í útvarpinu á árunum 1946 til 1949. Greinin hefur hér verið talsvert stytt þannig að hún fjalli aðallega um heilsuverndarstöðina á Henry Street í New York og um heilsuvernd í Seattle í Bandaríkjunum. Þorbjörg vann sjálf á Henry Street 1943­1944 og bjó og starfaði lengi í Seattle. Konur á öllum öldum hafa hlynnt að þeim sjúku. Páll postuli getur um Phebe sem hafi líknað mörgum og einnig sjálfum honum. Á miðöldunum voru það nunnurnar öðrum konum fremur sem líknuðu vanheilum. Það eru þó ekki nema rúm hundruð ár síðan konur af öllum stéttum fóru að leggja stund á hjúkrunarnám. Sem kunnugt er var Florence Nightingale forgöngukona á því sviði. Foreldrar hennar voru enskir og auðugir að fé. Segir svo í ævisögu hennar að þegar á unga aldri hafi hún oft horft upp í gluggana á stórhýsi foreldra sinna og hugleitt það hvernig hægt væri að breyta húsinu í spítala. Á þeim tímum (um 1842) var enginn hjúkrunarkvennaskóli til í Englandi og stundaði því Florence hjúkrunarnám hjá Fliedner presti sem ásamt hinum tveim konum sínum, Friðriku og Karólínu, hafði stofnað hjúkrunarskóla fyrir diakonissur í Kaiserswerth. Eftir að hafa áunnið sér mikla frægð fyrir líknarstarfsemi sína meðal hermanna í Krímstríðinu veturinn 1854­55 stofnaði Florence Nightingale hjúkrunar kvenna­ skóla við St. Thomas spítalann í London. Fyrir síðari heimsstyrjöld kom ég á St. Thomasspítalann og sá stofu þá sem helguð er minjagripum hins látna braut­ ryðjanda hjúkrunarkvennanna. Hjúkrunar­ konan, sem sýndi mér spítalann, skýrði mér frá því að oftar en einu sinni hefði Þorbjörg Árnadóttir Þorbjörg Árnadóttir. það komið fyrir sig að sér hefði fundist svipur Florence Nightingale líða um sjúkrastofurnar á þessum gamla spítala, sem hún átti svo mikil ítök í í lifanda lífi. Árið 1859 aðstoðaði Florence Nightingale William Rathbone í Liverpool í Englandi við það að stofna fyrsta Heimilis­ vitjanafélagið. Félag þetta réði til sín eina hjúkrunarkonu til þess að vitja hinna sjúku í heimahúsum. Í fyrsta ætlaði þessi hjúkrunarkona að gefast upp við starfið, en hún var hvött til þess að halda áfram og eftir eitt ár voru heimilisvitjanahjúkrun­ arkonurnar á vegum félagsins orðnar 25 að tölu. Það kom fljótlega í ljós að hjúkrunarkonur sem vitjuðu sjúkra í heimahúsum þurftu á víðtækari þekkingu að halda en almennri hjúkrunarmenntun. Viðfangsefnin og vandamálin voru mörg og það var augljóst að jafnframt því sem hjúkrunarkonan hjúkraði þeim sjúku þá var þörf á því að hún kenndi fjölskyldunum hreinlæti og skynsamlega lifnaðarháttu. Einnig veittu læknar því eftirtekt að sjúklingar, sem leituðu sér lækninga á ýmiskonar hjálparstöðvum, þurftu leiðbeininga með í heimahúsum og til þess að annast slíkar leiðbeiningar var enginn betur fallinn en heimilisvitjanahjúkrunarkonan. Árið 1887 var því stofnað félag í Englandi í þeim tilgangi að búa hjúkrunarkonur sem vitjuðu sjúkra í heimahúsum undir starf þeirra. Í Bandaríkjunum stofnaði Lillian Wald, hjúkrunarkona, Henry Street­hjúkrunar­ félagið í New York­borg árið 1893. Ásamt vinkonu sinni valdi Lillian sér bústað í einu af verstu skuggahverfum borgarinnar þar sem snauðir, ómenntaðir innflytjendur frá ýmsum löndum höfðu leitað sér athvarfs. Margt af þessu fólki kunni ekki ensku og átti erfitt með að bjarga sér á ýmsan hátt. Jafnframt því sem þær stöllur vitjuðu hinna sjúku, í þessu fátækrahverfi, leituðust þær við að leiðbeina fjölskyldunum með hin margvíslegu vandamál þeirra og varð því hús þeirra Lillian Wald í Henry Street nokkurs konar skóli fyrir þessa öreiga sem strandað höfðu í hinni miklu borg. Þetta brautryðjendastarf óx í sífellu og varð umfangsmikið, ekki aðeins á hjúkrunarsviði, heldur og á þjóðfélagslega sviðinu. GAMLAR PERLUR HEILSUVERNDARSTARFSEMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.