Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201536 geðsjúkdóma og ekki skrifa út lyf. Hins vegar má ég veita samtalsmeðferð en það má reyndar hver sem er gera og það er líka umhugsunarefni út af fyrir sig.“ Doktorsritgerðin, um hvað fjallaði hún? „Í náminu varð ég mjög spenntur fyrir leiðum sem tengjast andlegu heilbrigði fólks. Doktorsritgerðin mín fjallaði um svokallaða núvitund (mindfulness) sem snýst um að þróa meðvitundina um augnablikið, án þess að dæma. Ég einbeitti mér að einstaklingum með áfengis­ og vímuefnavanda og heilaskaða en það hafði ekki verið gert áður. Þetta var krefjandi og tímafrekt verkefni í framkvæmd en einkar gefandi. Ég notaði þessa aðferð mjög mikið úti með mínum skjólstæðingum og setti auk þess á laggirnar meðferðarhópa sem nýttu sér þessar hugmyndir. Þessi leið, ásamt öðrum viðeigandi inngripum, getur hjálpað fólki til að takast á við ýmsa geðræna kvilla, til dæmis kvíða og þunglyndi.“ Eru Bandaríkjamenn okkur fremri í meðferð geðsjúkdóma? „Fylkin eru ansi mörg þannig að það er erfitt að alhæfa nokkuð í þessum efnum. Minnesota telst vera framarlega á þessu sviði, þar er fólki með langvinna geðsjúk­ dóma sinnt afskaplega vel að mínu viti og úrræðin, sem eru í boði, eru mun fleiri en hérna. Þeir sem eru ekki tryggðir eða eru efnalitlir og teljast ekki með alvarlegan og langvinnan geðsjúkdóm, geta hæglega fallið á milli skips og bryggju, þannig að þegar upp er staðið getur samanburðurinn verið erfiður.“ Að námi loknu fór Gísli Kort á vinnu­ markaðinn enda mikil vöntun á hjúkrunar­ fræðingum með geðhjúkrun sem sérsvið í Bandaríkjunum. „Ég vann í um eitt ár á stað sem sinnir sérstaklega samfélagsþjónustu, mætti kannski líkja við heilsugæslustöð. Mínir skjólstæðingar voru aðallega innflytjendur, fangar, heimilislaust fólk og fólk sem stríddi við áfengis­ og vímuefnavanda. Þarna starfaði ég í fjögur ár og naut mín í botn. Fyrsta árið var að vísu nokkuð erfitt þar sem bráðleikinn og ábyrgðin var aðeins meiri en ég átti að venjast, en með tímanum náði ég góðum tökum á hlutverkinu og eignaðist ég marga góða vini víðs vegar að úr heiminum. Ólíklegt verður þó að teljast að öll sérþekkingin, sem ég öðlaðist þarna, nýtist mér beint hér á Íslandi, til dæmis er eftirspurn eftir menningarnæmri meðferð geðrofssjúkdóma hjá sómölskum flótta­ mönnum frekar takmörkuð á Akureyri.“ Einkastofa og leiðin heim „Já, síðustu tvö árin, sem við bjuggum í Minneapolis, rak ég mína eigin stofu þar sem samþætt aðferð (integrative mental health) var í hávegum höfð. Jafnframt var ég lektor í fullri stöðu við University of Minnesota þannig að það var sannarlega í nokkur horn að líta og eins gott að hafa gott skipulag á hlutunum. Mér hefur reyndar alltaf liðið best þegar nóg er að gera, hvernig sem á því stendur.“ Eiginkona Gísla er Auðbjörg Björnsdóttir, for stöðumaður kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Hún stýrir faglegu starfi kennslu miðstöðvarinnar og þróun sveigjan legs náms og rannsóknum á því sviði við háskólann. Auðbjörg er með BA­próf í mann fræði með líffræði sem aukafag, meistara gráðu í félags fræði, kennslu réttindi, diplómu í fjarnáms­ kennslu og meistara­ og doktors gráðu í kennslu sálfræði. Börn þeirra eru þrjú. „Já, já, allt í einu kom upp sú staða að flytjast aftur til Íslands enda barst konunni minni tilboð um spennandi stöðu og ég elti ástina mína. Við ákváðum sem sagt að stökkva. Auðvitað var þetta nokkuð stór ákvörðun eftir að hafa búið og starfað ytra í átta ár. Auk þess vissum við að launin yrðu mun lægri og allt annað klínískt umhverfi fyrir mig. Ég réð mig til starfa við Háskólann á Akureyri og í haust hefst svo hérna á Akureyri viðbótarnám í geðheilbrigðisfræði. Þá starfa ég líka við Sjúkrahúsið á Akureyri, tek þar þátt í þverfaglegu barna­ og unglingageðteymi. Námið er sett upp sem þverfaglegt og ætti því að henta hjúkrunarfæðingum mjög vel. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og vonandi verður aðsóknin góð. Grunnstaða hjúkrunar er ekki slæm á Íslandi, en það eru miklir möguleikar í sérfræðihlutverkinu í hjúkrun á flestum sérsviðum. Ljósmæður hafa að vísu náð nokkurri sérstöðu og það er ánægjulegt. Vonandi styrkist sérfræðihlutverkið í framtíðinni í geðhjúkrun sem á öðrum sérsviðum hjúkrunar, og verður formfastara, meðal annars með þessu námi sem verður á boðstólum hérna fyrir norðan.“ Var aðdragandinn að þessu námi langur? „Viljinn hefur verið til staðar við HA enda framsækin stofnun á margan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.