Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 2

Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 2
Veður Lægir talsvert á landinu í kvöld og nótt. Gengur í A og NA 13-20 m/s á morgun, en 20-25 um tíma syðst. Rigning eða slydda um landið S- og A-vert, en snjókoma á Vestfjörðum. SJÁ SÍÐU 42 Ágjöf við Hörpuna Vart fór fram hjá neinum að austan bál gerði um sunnan-, vestan- og norðanvert landið í gær og í aðdraganda þess var gefin út rauð við- vörun í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu. Eins og sjá má var hásjávað í Reykjavík um það leyti sem vindasamast var og gengu öldurnar yfir hafnargarðana við Hörpuna. Veður tók að lægja þegar leið á daginn en búast má við að hvessi á ný í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN +PLÚS Jarðboranir hafa áður borað eftir jarðhita á Asóreyjum. Félagið undirbýr nú nýtt stórverkefni þar upp á 2,6 milljarða króna. MYND/JARÐBORANIR Eins og staðan er núna á okkar mikilvæga heimamarkaði, þá munu Jarðboranir reyna að sækja frekari verk- efni erlendis. Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana SAMFÉLAG „Við munum nota þetta í uppbyggingu í Hlaðgerðarkoti, það er alltaf þörf,“ segir Guðmundur G. Sigurbergsson, fjármála- og rekstr- arstjóri Samhjálpar, um myntina sem samtökin fengu að gjöf frá kín- verska ferðamanninum Wei Li. Li hafði ferðast frá Kína með 170 kíló af skemmdri íslenskri mynt en var neitað um að fá að skipta mynt- inni hér á landi. Gaf hann því Sam- hjálp stóran hluta hennar. Guðmundur segir að gjöfin muni nýtast samtökunum vel og að starfs- fólk Samhjálpar sé afar þakklátt Li. „Við erum ótrúlega ánægð með að fá þessa peningagjöf, því að þetta eru náttúrulega bara peningar,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki trúa öðru en að auðvelt reynist að koma myntinni í verð. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við ættum ekki að geta skipt þessu,“ segir Guðmundur. „Mynt glatar ekki verðgildi sínu þó hún beyglist og peningaseðill glatar ekki verðgildi sínu þó hann rifni eða verði sjúskaður. Þannig að ég sé bara enga ástæðu fyrir því að við ættum ekki að geta innleyst þetta,“ segir hann. Guðmundur segist ekki vera búinn að telja myntina en að sam- tökin muni um allt. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikil verðmæti þetta eru en ég veit að okkur munar um þetta.“ – bdj Nýta myntina í uppbyggingu Wei Li afhenti 170 kíló af mynt. MENNING Brynhildur Guðjóns- dóttir hefur verið ráðin leikhús- stjóri Borgarleikhússins en Kristín Eysteinsdóttir, fráfarandi leikhús- stjóri, óskaði eftir að fá að ljúka störfum þó að skipunartími hennar renni ekki út fyrr en á næsta ári. Brynhildur mun stýra leikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir. Brynhildur hefur starfað við Borgarleikhúsið síðastliðin átta ár en hún hefur yfir tuttugu ára leik- húsreynslu og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir framlag sitt til lista. Þá hefur hún verið sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar. – ilk ORKUMÁL Jarðboranir hf. hafa tryggt sé verkefni fyrir 2,6 milljarða króna á Asóreyjum að því er kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér. Forstjórinn segir bor- framkvæmdir á Íslandi verða í lág- marki næstu tvö árin. „Sú neikvæða umræða sem er á Íslandi varðandi frekari orku- vinnslu er áhyggjuefni. Ef sú umræða verður til þess að hér verða engar framkvæmdir í framtíðinni þá mun það leiða til þess að sú sér- fræðiþekking sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum mun smám saman hverfa,“ segir Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana. Hið nýja verkefni á Asóreyjum sem er portúgalskur eyjaklasi í miðju Norður-Atlantshafinu, snýst um borframkvæmdir á eyjunum Sao Miguel og Terceira. Samningur Jarðborana er við portúgalska orkufélaginu EDA Renováveis. Sigurður segir Jarðboranir hafa fengið verkið í samkeppni við tvö önnur evrópsk borfyrirtæki í útboði á Evrópska efnahagssvæðinu. Bora eigi níu holur sem verði á bilinu 1.000 til 2.300 metra djúpar. Verkið á að taka eitt til eitt og hálft ár. „Þessi samningur er mikil- vægur fyrir félagið, þar sem bor- framkvæmdir á Íslandi verða í lágmarki næstu tvö árin. Eins og staðan er núna á okkar mikilvæga heimamarkaði, þá munu Jarðbor- anir reyna að sækja frekari verkefni erlendis, á meðan starfsemi á Íslandi verður í lágmarki,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar er áætlað að flytja borinn Óðin á vordögum frá eyjunni St. Vincent í Karíbahafi, þar sem Jarðboranir eru að ljúka við þrjár jarðhitaholur. „Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á Asóreyjum í sumar, fyrst á eyjunni Sao Miguel þar sem fyrir eru tvö raforkuver sem nýta jarðhitann úr holum sem boraðar voru af Jarð- borunum fyrir um átta til fimmtán árum,“ segir hann. Sigurður segir að á síðustu fimm- tán árum hafi fyrirtækið unnið mikið starf í að sækja verkefni erlendis og borað jarðhitaholur í tíu löndum víðs vegar um heiminn. „Félagið nýtur virðingar á hinum alþjóðlega markaði vegna sérþekk- ingar sinnar sem það hefur aflað sér hér á landi og erlendis. Áhugi á nýt- ingu jarðhita til orkuvinnslu og hús- hitunar fer vaxandi víða erlendis, þar sem um er að ræða vistvæna og endurnýjanlega orku.“ segir forstjóri Jarðborana. david@frettabladid.is Semja um 2,6 milljarða verkefni á Asóreyjum Jarðboranir munu bora níu jarðhitaholur á Asóreyjum. Forstjóri félagsins segir stöðu á heimamarkaði erfiða og telur að borframkvæmdir hér verði í lágmarki næstu tvö árin. Félagið sækir því frekari verkefni erlendis. 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.