Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 13

Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 13
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Ísland á að sækjast eftir fullri aðild að Mannrétt- indaráðinu. Við eigum þar erindi. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Florence Widdicombe, sex ára breskrar stúlku, biðu óvænt skilaboð í pakka af jólakortum sem hún hugðist senda vinum sínum um jólin. Kortin höfðu foreldrar hennar keypt í stórmarkaðnum Tesco og voru þau skreytt mynd af ketti með jóla- sveinahúfu á höfðinu. Þegar Florence hófst handa við jólakortaskrifin uppgötvaði hún sér til furðu að eitt kortanna hafði þegar verið fyllt út. Í kortinu voru skilaboð frá fanga í kínverskum þrælkunarbúðum: „Við erum erlendir fangar í Qingpu-fangelsinu í Shanghai í Kína. Við erum þvingaðir í þrældóm. Gerðu það hjálpaðu okkur og láttu mannréttindasam- tök vita. Hafðu upp á hr. Peter Humphrey.“ Faðir Florence hélt í fyrstu að um hrekk væri að ræða. En þegar hann fann á netinu frétt um breskan blaðamann, Peter Humphrey, sem hafði verið fangi í umræddu fangelsi vissi hann að alvara var á ferðum. Hann fann Humphrey. Humphrey hafði verið handtekinn þegar hann rannsakaði fjársvik stórfyrirtækja í Kína og fangels- aður án réttarhalda í tvö ár. Hann var enn í sambandi við fyrrverandi samfanga. Þeir lögðust í rannsóknar- vinnu og komust að því að aðstæður í fangelsinu höfðu snarversnað eftir að kínversk stjórnvöld tóku í auknum mæli að gera fangelsi landsins að tekju- lindum fyrir sig með því að þvinga fanga til að vinna fyrir helstu nauðsynjum. Fyrrverandi fangar stað- festu að þeir höfðu unnið við vörur fyrir Tesco sem og önnur alþjóðleg fyrirtæki. Tesco brást hratt við málinu. „Við erum miður okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. „Við höfum andstyggð á hegningarvinnu og líðum ekki slíkt í aðfangakeðju okkar.“ Kortin voru tekin úr sölu. Um síðustu helgi bárust fréttir af því að Tesco hefði lokið rannsókn á málinu og verslunin væri hætt öllum viðskiptum við verktakann, fyrirtæki í Kína, sem framleiddi kortin. Féll úr stiga Síðastliðinn þriðjudag mátti lesa á forsíðu Frétta- blaðsins frétt um Bosníumann sem hyggst höfða mál gegn fasteignafélaginu H-26 á Akureyri vegna van- goldinna launa og líkamstjóns sem hann varð fyrir í vinnuslysi. Maðurinn, Radenko Stanisic, kom til Íslands í febrúar í fyrra eftir að hafa fengið tilboð um vinnu hér á landi. Hinn 27. mars stóð Stanisic í stiga og festi handrið á svalir. Hann féll niður og var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gekkst undir aðgerð. Við útskrift af spítalanum ók verkstjóri hans honum suður á Keflavíkurflugvöll þar sem hann var sendur með flugvél úr landi. Fyrir þær sjö vikur sem Stanisic starfaði á Íslandi í tíu tíma á dag, sex daga vikunnar fékk hann greiddar 165.000 krónur. Hann er enn óvinnufær eftir slysið. Fasteignafélagið H-26 þvær hins vegar hendur sínar af manninum. Félagið hafnaði nýverið kröfu Stanisic um bætur og greiðslu vegna vangoldinna launa. Segir það Stanisic ekki hafa verið starfsmann félagsins – félagið hafi aldrei átt samskipti við hann og ekki gert honum atvinnutilboð – heldur hafi Stanisic verið starfsmaður undirverktaka í Serbíu. Öryggismál hafi verið á ábyrgð undirverktakans og það sé því ekki við fasteignafélagið að sakast að starfsmenn störfuðu við verk ótryggðir og án atvinnuleyfis. Tesco átti aldrei „í samskiptum“ við fangana í Shanghai. Fyrirtækið „gerði þeim aldrei atvinnutil- boð“ og þeir voru aldrei „starfsmenn félagsins“. Engu að síður ber Tesco ábyrgð á eigin starfsemi, aðfanga- keðju, vali á verktökum og þar með undirverktökum. Hvort H-26 beri lagalega ábyrgð á afdrifum manns sem lagar fyrir það svalahandrið mun koma í ljós síðar. Siðferðileg ábyrgð liggur þó þegar í augum uppi. Viðbrögð forsvarsmanna H-26 eru landi og þjóð til skammar. Er það svona lítils sem við metum líf farandverkafólks sem hér starfar – við látum eins og það komi okkur ekki við? Lítils metið líf mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns VELDU GÆÐI! Þú færð gómsætar bollur hjá okkur allar helgar í febrúar. Eitt veigamesta verkefni sem Ísland hefur tekist á hendur á alþjóðavettvangi á síðari árum var þegar Ísland tók óvænt sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í júlí 2019 og sat þar fram að síðustu áramótum. Þeir eru til sem sögðu að verkefnið yrði smárík- inu Íslandi ofviða og það ætti ekki erindi þar. Hlutverk Mannréttindaráðsins er að auka og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur. Ráðið er einn helsti vettvangur ríkja heims til hrein- skiptinna samræðna um mannréttindamál. Starfið byggir á þeirri trú að mannréttindi spretti af sam- félagslegu mikilvægi gagnkvæmrar virðingar og að viðurkenndur sé réttur allra til mannlegrar reisnar. Mannréttindi eru algild og óháð félagslegri stöðu, eignum, kynferði, kynþætti, hörundslit, trú, tungu, skoðunum og þjóðerni. Þátttaka Íslands í ráðinu var vel til fundin enda eru mannréttindi einn hornsteina utanríkis- stefnunnar og standa Íslendingum nærri. Þátttaka Íslands í mannréttindaráðinu gaf einstakt tæki- færi til að láta gott af sér leiða. Þar voru áherslurnar einkum í jafnréttismálum, réttindum hinsegin fólks, barna, umbótum á starfsemi ráðsins og tengslum mannréttinda við umhverfismál. Framganga Íslands í ráðinu vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi og uppskar lof þeirra sem láta sig þessi mál sérstaklega varða. Fulltrúar landsins lögðu áherslu á mikilvægi þess að alþjóðalög væru virt, ekki síst alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindi. Hafði Ísland góða sögu að segja og margt til málanna að leggja. Setu Íslands í Mannréttindaráðinu bar brátt að þegar Bandaríkin sögðu sig óvænt úr því. Ísland sat því þar einungis hálft kjörtímabil, nærri átján mánuði, en ekki í þrjú ár eins og venja er. En þrátt fyrir að þátttaka Íslands í ráðinu væri tímabundin var hún til vegsauka, skóp því góðan sess og sérstöðu í alþjóðastarfi. Hún sýndi einnig að smáríkið Ísland réði vel við verkefnið. Vel var að verki staðið og íslensk utanríkisþjónusta verð- skuldar hrós fyrir störf sín. Ísland á að sækjast eftir fullri aðild að Mannrétt- indaráðinu. Slíkt er alls ekki sjálfgefið. Væntanlega þarf að tilkynna slíkt framboð með nokkurra ára fyrirvara og vinna markvisst að því og stöðugt til að tryggja nægan stuðning við framboðið. Marka þarf slíkri þátttöku áherslur í málaflokki. Seta í þrjú ár, eða heilt kjörtímabil, krefst úthalds og langtíma- hugsunar og ber með sér kostnað. Við eigum þar erindi. Fámennar þjóðir geta oft lagt mikið af mörkum öllum til heilla. Til allra heilla fyrir Ísland 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.