Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 17

Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 17
Þessir vinsælu hlífðarhanskar eru húðaðir með AlloGel, latexfríir og hafa reynst þeim mjög vel sem hafa ofnæmi eða viðkvæmar hendur. Þola vel ýmis efni. Góðir til að eiga í vaskaskápnum eða þvottahúsinu. Stærðir: XS–L. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is BLEIKU HANSKARNIR – bjarga viðkvæmum höndum OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 100 stk . í kassa Verð 1.6 49 kr. Það hefur alltaf verið metnaður á Selfossi en metnaðurinn er meiri til að gera enn betur eftir árangur síðasta árs. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Óhætt er að segja að kvennalið Selfoss ætli ekki að slá slöku við árið eftir að félagið vann sinn fyrsta stóra titil í knattspyrnu. Selfyssingar tilkynntu á dögunum að félagið hefði samið við fjórða leikmanninn í vetur og þann þriðja sem á leik að baki í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum, einni af sterkustu deildum heims. Íþróttalífið á Selfossi tók stórt skref í rétta átt á síðasta ári þegar kvennaliðið vann bikarmeistara- titilinn og náði besta árangri Selfoss í efstu deild stuttu eftir að hand- boltadeild félagsins vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Ég er alveg sammála því og það er gott að heyra að gusturinn finnst í Reykjavík,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks Selfoss í kvennaflokki, léttur í lund þegar hann er spurður út í meðbyr- inn sem Selfoss tók frá síðasta ári fyrir komandi tímabil. „Það hefur alltaf verið metnaður á Selfossi til að gera vel en ég verð að viðurkenna að metnaðurinn er meiri til að gera enn betur eftir gott gengi síðasta árs og taka þetta næsta skref. Titillinn í fyrra braut vissan ís fyrir okkur, sýndi okkur að þetta væri hægt. Það er gott undirlag í hópnum, ungar stelpur sem hafa verið að byggja þetta upp til fram- tíðar í staðinn fyrir að hafa þetta eitthvað svona einstakt (e. one sea- son wonder) og við höfum verið að styrkja innviðina í hópnum.“ Selfoss er í vor að hefja sitt þriðja tímabil í efstu deild eftir óvænt fall árið 2016. „Það voru einhverjir sem spáðu okkur falli í fyrra og við hlustum ekkert á það sem aðrir eru að segja. Við erum að byggja upp lið eftir okkar hugsunarhætti. Það er ekki langt síðan við féllum þó að við höfum sýnt stöðugleika árin þar á undan en okkur vantaði þennan titil til að taka næsta skref og sýna að við getum farið að gera tilkall til einhverra titla. Allt síðasta tíma- bil var í raun frábært, við töpum fyrstu tveimur leikjunum en töpum bara fjórum eftir það og vorum hálf svekktar yfir að tímabilið væri að baki síðasta haust.“ Alfreð tekur undir að það sé hvalreki fyrir Selfoss að fá Dagnýju Brynjarsdóttur heim, lykilleikmann úr íslenska landsliðinu, sem hefur leikið með Portland Thorns í NWSL- deildinni undanfarin ár. „Algjörlega, það er mjög jákvætt að fá Dagnýju til okkar. Það er ákveðin lyftistöng fyrir félagið og gerir okkur auðveldara fyrir að sannfæra leikmenn um að hægt sé að taka næsta skref. Þetta hvetur hinar stelpurnar áfram, gefur þeim von og trú á því sem við ætlum okkur að gera en hún gerir þetta ekki ein. Við þurfum sameiginlegt liðsátak til að ná markmiðum okkar.“ Þá eru Selfyssingar búnir að semja við tvo leikmenn sem voru á mála hjá NWSL-liðum og eiga að baki leiki fyrir yngri landslið Bandaríkjanna. Framherjinn Tiffany McCarthy var á sínum tíma tekin með öðrum val- rétti í nýliðavalinu og á að baki 84 leiki í efstu deild. Kaylan Marck- ese var valin í nýliðavalinu í fyrra og kemur til með að verja markið í sumar. „Við höfum að ég held aldrei sótt erlendan leikmann með jafn flotta ferilskrá. Við höfum yfirleitt verið að taka leikmenn sem eru nýkomnir út úr háskólaboltanum og skortir aðeins reynslu og við ákváðum að sækja reynslumeiri leikmenn núna. Tiffany á að geta skorað mörk fyrir okkur. Hún var öf lugur marka- skorari í háskólaboltanum og hefur spilað lengi í efstu deild í Banda- ríkjunum. Ég hef fulla trú á því að hún smellpassi inn í liðið og styrki hópinn vel.“ Aðspurður hver markmiðin séu fyrir komandi tímabil með þessum liðsstyrk segir Alfreð að það sé að taka framförum. „Við stefnum á að gera betur en í fyrra, það er ekkert leyndarmál. Það væri skrýtið að stefna á að standa í stað. Við gerðum mjög vel í fyrra og það eru markmiðin að byggja ofan á það. Það verður erfitt en við setjum pressu á okkur að gera eins vel og hægt er og reyna að vinna alla leiki. Pressan er enn þá á Breiðablik og Val að vinna titlana, þau eru með besta mannskapinn. Þetta verður forvitni- legt í sumar, ég held að deildin sé sterkari en oft áður og erfiðara fyrir toppliðin.“ kristinnpall@frettabladid.is Markmiðið er að gera enn þá betur Kvennalið Selfoss hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir tímabilið til að byggja ofan á besta árangur í sögu félagsins síðasta sumar. Bikarmeistaratitillinn gaf leikmannahópnum smjörþefinn af því að vinna titla og er markmiðið að taka næsta skref á þessu ári. Leikmenn Selfoss fagna bikarmeistaratitlinum í Laugardalnum síðasta sumar. Það var fyrsti stóri titill félagsins í knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.