Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2020, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 15.02.2020, Qupperneq 45
Heiðarskóli er heildstæður 400 barna grunnskóli og eru einkunnarorð skólastarfsins háttvísi, hugvit og heilbrigði. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar þar sem áhersla er lögð á jákvæð samskipti og að kenna nemendum sjálfsstjórn og sjálfsaga. Heiðarskóli hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Áhersla er lögð á samvinnu, skapandi hugsun og fjölbreytta kennsluhætti. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda góðum skólabrag og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum. Starf skólastjóra Heiðarskóla laust til umsóknar Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Heiðarskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg t.d. á sviði stjórnunar. • Reynsla af skólastjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar. • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsóknum er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is. Helstu verkefni • Veita skólanum faglega forystu. • Móta framtíðarstefnu skólans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla, nýrrar stefnu sveitarfélagsins til 2030, Í krafti fjölbreytileikans og menntastefnu Reykjanesbæjar. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. Fræð lusvið Reykjane bæjar óskar eftir sálfræðingi Reykjanesb r óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðsluskrifstofu bæjarins. Rík áhersla er lögð á þróun og nýsköpun á sviði menntamála með það fyrir augum að búa börnum sem best umhverfi til að alast upp í og þroskast. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu starfsumhverfi þar sem sjálfstæð og vönduð vinnubrögð ásamt hagsmunum nemenda eru höfð að leiðarljósi. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákv tt andrúmsloft og tækifær til st rfsþróunar. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2020. Umsókn er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is. Starfssvið sálfræðings: • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum. • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra. • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum. • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur. • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna er æskileg. • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna ba na er æskileg. • Skipulagshæfni, sjá fstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum. • Hreint sakavottorð. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is gardabaer.is Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf skólastjóra Garðaskóla. Garðaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og eru nemendur skólans 520. Í skólanum er lögð áhersla á að koma til móts við þarfir nemenda með fjölbreyttu námsframboði þar sem sjálfstæð hugsun, sköpun og heimspekileg samræða er í hávegum höfð. Sjá nánar um skólastarfið á vef skólans, gardaskoli.is Í Garðabæ er lögð rík áhersla á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og valfrelsi sem felst meðal annars í því að foreldrar hafa fullt frelsi um val á skóla fyrir börn sín. Skólastjóri tekur þátt í að móta metnaðarfullt skólasamfélag Garðabæjar með uppbyggilegum og framsýnum hætti. Helstu verkefni: • Að vera faglegur leiðtogi • Að bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórna daglegri starfsemi og hafa forgöngu um mótun og framgang stefnu skólans • Að vinna náið með starfsfólki að því að skapa frjótt námsumhverfi fyrir alla nemendur • Að leiða og hvetja starfsfólk með það að markmiði að tryggja sem best vellíðan og árangur hvers og eins Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu í grunnskóla • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af kennslu • Reynsla af starfsmannastjórnun og rekstri • Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi • Góðir skipulagshæfileikar, lipurð og færni í samskiptum • Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf ásamt sveigjanleika og víðsýni Umsókninni skal fylgja ítarleg starfsferilskrá um störf umsækjanda og menntun, stjórnunar- reynslu og verkefni sem hann hefur unnið að og geta varpað ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð með hugmyndum umsækjanda um starfið og hvernig hann sér Garðaskóla þróast undir sinni stjórn. Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2020.Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2020. Nánari upplýsingar um starfið veita Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, s. 525 8500, eirikurbjorn@gardabaer.is og Katrín Friðriksdóttir, grunn- og tónlistarskólafulltrúi, s. 525 8500, katrinf@gardabaer.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. SKÓLASTJÓRI GARÐASKÓLA VILTU SLÁST Í HÓPINN? HÚÐIN skin clinic leitar að móttökuritara í 100% starf. Mikið er lagt upp úr góðum starfsanda, notalegu andrúmslofti og faglegum metnaði. Hæfniskröfur: • Hlýlegt viðmót og jákvæðni • Heiðarleiki og þjónustulund • Sjálfstæði og frumkvæði • Nákvæmni og vandvirkni • Tölvukunnátta • Enskukunnátta er kostur • Menntun í snyrtifræðum er kostur Tekið er á móti umsóknum og ferilskrá á hudin@hudin.is Fulbright stofnunin á Íslandi Staða sérfræðings Fulbright stofnunin leitar að háskólamenntuðum liðsfélaga með mikinn metnað til að taka þátt í krefjandi og fjölbreyttu starfi sérfræðings (Fulbright program officer). Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið hjá Fulbright á Íslandi á síðustu árum og við höldum ótrauð áfram á þeirri braut. Við leitum því að drífandi og lausnamiðuðum ein- staklingi með afburða skipulagshæfileika. Starfið krefst nákvæmni í vinnubrögðum, getu til að skrifa vandaða texta bæði á íslensku og ensku, góðrar þekkingar á helstu tölvuforritum og færni til að tileinka sér nýja tækni. Þekking á menntamálum, bæði á Íslandi og í Bandaríkj- unum er kostur, sem og reynsla af stjórnsýslu. Áhugi á samskiptum Íslands og Bandaríkjanna er skilyrði. Aðrar hæfniskröfur: viðeigandi háskólamenntun og starfs- reynsla, geta til að setja fram upplýsingar með skýrum hætti (líka í töflu- og myndformi), sveigjanleiki, þjónustu- lund og samskiptahæfni. Starfssvið: • Ábyrgð á margvíslegri stjórnsýslu sem tengist umsóknarferli og styrkþegum, bæði íslenskum og bandarískum, fræðimönnum og námsmönnum • Textaskrif og ritstjórn, þ.m.t. formleg bréfaskrif, skrif á vef og samfélagsmiðla, gerð upplýsingaefnis og fleira • Samskipti við samstarfsaðila á Íslandi og í Bandaríkjunum • Undirbúningur viðburða, aðstoð við framkvæmdastjóra og önnur tilfallandi verkefni Við bjóðum áhugavert starf í alþjóðlegu umhverfi. Hér starfar lítið teymi þar sem framlag og frumkvæði hvers starfsmanns skiptir miklu máli. Verkefni eru fjölbreytt og árstíðabundin - halda þarf utan um marga þræði og mæta glaður hverri áskorun. Til að sækja um starfið skal senda umsóknarbréf og ferilsskrá. Umsóknarbréf skal vera á ensku, en ferilsskrá á íslensku. Vinsamlegast tilgreinið tvo meðmælendur, en ekki verður haft samband við þá nema með samþykki umsækjanda. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið fulbright@fulbright.is merktar „starfsumsókn“. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars n.k. Upplýsingar um Fulbright stofnunina má finna á www.fulbright.is 10 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.