Fréttablaðið - 15.02.2020, Síða 47

Fréttablaðið - 15.02.2020, Síða 47
LEKTOR Í BÚFJÁRRÆKT LEKTOR Í JARÐRÆKT Laust er til umsóknar starf lektors í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). STARFSSKYLDUR » Ábyrgð á verkefnum og einstaka verkþáttum á sviði jarðræktar- og umhverfisrannsókna » Kennsla á grunn- og framhaldsstigi og leiðbeining nemenda í rannsóknaverkefnum » Virk þátttaka í mótun nýrra rannsókna og samstarfs- verkefna og öflun styrkja til þeirra » Birting ritrýndra vísindagreina MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR » Doktorspróf í jarðrækt eða skyldum greinum » Þekking á ræktun nytjajurta á norðlægum slóðum » Reynsla og áhugi á kennslu og miðlun þekkingar » Reynsla af rannsóknum og birtingum rannsóknaniðurstaðna » Reynsla af alþjóðlegu samstarfi og skýr framtíðarsýn Laust er til umsóknar starf lektors í búfjárrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). STARFSSKYLDUR » Ábyrgð á verkefnum og einstaka verkþáttum á sviði búfjárræktar- og umhverfisrannsókna » Kennsla á grunn- og framhaldsstigi og leiðbeining nemenda í rannsóknaverkefnum » Virk þátttaka í mótun nýrra rannsókna og samstarfs- verkefna og öflun styrkja til þeirra » Birting ritrýndra vísindagreina MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR » Doktorspróf í búfjárrækt, dýralækningum eða skyldum greinum » Þekking á ræktun búfjár á norðlægum slóðum » Reynsla og áhugi á kennslu og miðlun þekkingar » Reynsla af rannsóknum og birtingum rannsóknaniðurstaðna » Reynsla af alþjóðlegu samstarfi og skýr framtíðarsýn Nánari upplýsingar veita Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri, gudmunda@lbhi.is sími 433-5000 og Þóroddur Sveinsson forseti deildar ræktunar og fæðu, thorodd@lbhi.is, sími 843-5331. Sótt er um störfin á heimasíðu LbhÍ www.lbhi.is/storf. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2020 Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert. Rektor er heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu ef umsækjandi uppfyllir viðkomandi hæfnisviðmið. Hlutverk LbhÍ er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum. Viðkomandi starfsmenn yrðu hluti af teymi LbhÍ sem sinnir kennslu, rannsóknum og nýsköpun á sviði búfjárræktar, jarðræktar og umhverfisrannsókna. Alverk leitar að laghentum og þjónustuliprum einstaklingi til fjölbreyttra starfa Viðkomandi þarf að vera reglusamur, vinnusamur, snyrtilegur og stundvís. Starfið sem um ræðir er fjölbreytt verkamanna- og þjónustustarf. Á starfssviði viðkomandi eru meðal annars þrif, minni háttar smíðaverkefni, umsjón með lager og flutningur á aðföngum vegna framkvæmda félagsins. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og D-réttindi á vinnulyftur eru kostur. Boðið er upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf laun. Fyrirspurnir og umsóknir varðandi starfið skal senda á Þorleif Kristinn Árnason (thorleifur@alverk.is) og Kristinn Jónsson (kristinn@alverk.is) fyrir 29. febrúar n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Alverk er metnaðarfullt og framsækið stjórnunarfyrirtæki í mannvirkjagerð með megináherslu á framkvæmdir og ráðgjöf. Fyrirtækið starfar að mestu sem stjórnunar, al- og/eða aðalverktaki. Við horfum bjartsýn til næstu ára, verkefnastaða félagsins er góð, mörg spennandi verkefni í vinnslu og önnur í undirbúningi. FRAMKVÆMDIR OG RÁÐGJÖF Nýtt fólk Heiður Björk nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Heiður Björk Friðbjörnsdóttir hefur verið ráðin fram-kvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa og mun taka við starf- inu í mars af Brynjari Steinars- syni. Hún hefur víðtæka reynslu á sviðum fjármála en hún hefur starfað hjá Arion banka síðan 2007, m.a. sem fjármálaráðgjafi, sérfræðingur í fyrirtækjalánum, viðskiptastjóri fyrirtækja og síðast sem þjónustustjóri einstaklinga í aðalútibúi bankans. Heiður Björk hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands, er með BS.c. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, með próf í verðbréfamiðlun og vottaður sem fjármálaráð- gjafi. Benoit Chéron til KPMG Benoit Chéron hefur hafið störf á ráðgjafarsviði KPMG þar sem hann mun þróa þjónustu sem tengist sjálf bærni og jafn- framt veita ráðgjöf á sviði ábyrgra fjárfestinga, áhættustýringar og innri endurskoðunar.  Áður en Benoit hóf störf hjá KPMG stofnaði hann fyrirtækið X.FIN, fjármála- og fyrirtækjaráðgjöf og aðstoðaði fjár- málastofnanir og -fyrirtæki í ábyrgum fjárfestingum og skýrslugjöf samkvæmt UFS (e. ESG). Í Lúxemborg starfaði Benoit meðal annars sem fjármálastjóri og einn af eigendum idi Emerging Markets, fjármálafyrirtæki sem sérhæfir sig í framtaksfjárfestingum á nýjum mörk- uðum. Hann starfaði einnig sem yfirmaður skrifstofu PAI Partners, leiðandi fjármálafyrirtækis á evrópskum markaði í framtaksfjárfestingum, í Lúxemborg. Benoit var stjórnarmaður í félagi framtaks- og áhættufjárfestinga í Lúxemborg og formaður í reikningshalds- og matsnefnd félagsins í sjö ár. Ari Fen ger nýr for maður Við skipta ráðs Ari Fenger, forstjóri og einn eigenda 1912, sem rekur Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís, var kjörinn formaður Viðskiptaráðs Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi ráðsins í morgun. Ari, sem var einn í fram- boði, hefur setið í stjórn Viðskipta- ráðs frá árinu 2014 og framkvæmda- stjórn ráðsins frá árinu 2018. Auk þess situr hann í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. Hreiðar Þór til Datera Stafræna birtinga- og ráðgjafa-fyrirtækið Datera hefur ráðið Hreiðar Þór Jónsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tryggvi Freyr Elínarson, forveri Hreiðars, tekur stöðu þróunar- stjóra og sérfræðings tæknilausna í stafrænni markaðssetningu. Hreiðar er menntaður viðskipta- fræðingur og starfaði sem sölu- og markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Ölgerðinni. Þar vann hann náið með nokkrum af stærstu fyrirtækjum heims eins og PepsiCo, Diageo og Carlsberg. Áður starfaði hann hjá Coca Cola European Partners og í markaðsdeild Sím- ans. Hreiðar hefur einnig setið í stjórn og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum hjá ÍMARK. capacent.is Ef þú ert með rétta starfið – erum við með réttu manneskjuna Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónulega ráðgjöf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.