Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 65

Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 65
Súkkulaði er hollt eins og ber og ávextir á gómsætri ábætispítsu. Um helgar, og ekki síst þegar veður er vont, er huggulegt að vera heima við og maula eitthvað gott. Börn hafa gaman af því að föndra við sinn mat sjálf og eins og allir vita eru pítsur í uppá- haldi hjá börnum og unglingum. Því er skemmtileg uppástunga að útbúa ávaxta- og súkkulaðipítsu til að hafa með eftirmiðdagskaffinu eða í eftirmat á laugardagskvöldi. Það er leikur einn að búa til gómsæta súkkulaðipítsu. Einfald- ast er að kaupa tilbúið pítsadeig, f letja það út og baka og smyrja á það til dæmis Nutella súkku- laðihnetusmjöri eða þá að bræða uppáhalds súkkulaðið í vatnsbaði og strá jafnvel súkkulaðibitum yfir. Hitið ofn í 180°C, penslið deigið með smjöri og bakið á ofnplötu þar til pítsabotninn er orðinn gullinn á brúnum. Takið þá út, smyrjið súkkulaði yfir heitan botninn og setjið aftur í ofninn í 2 til 3 mínútur. Þegar pítsan er komin aftur út skal dreifa yfir hana söxuðum hnetum að eigin vali, ávöxtum, berjum og jafnvel sælgæti, ef vill. Laugardagstrít Í dag gefst áhugasömum púsl-urum kostur á að selja og kaupa ný púsl en verslunin Spilavinir er með púslmarkað frá klukkan 11:30-13:30. Í viðburðarlýsingu segir að nú sé „tækifærið til að skipta, selja og kaupa notuð púsl – jafnvel ný. Spila- vinir opna kjallarann hjá sér og setja upp borð fyrir púsluspilasölu.“ Þá kemur fram að það kosti ekkert að fá borð og að hver og einn haldi utan um sína sölu. Fólki er ráðlagt að taka með pening þar sem ólík- legt sé að seljendur séu með posa. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Spilavini í gegnum tölvupóst en netfangið er spilavin- ir@spilavinir.is og einnig má senda skilaboð í gegnum Facebook. Púslmarkaður í Spilavinum Í dag gefst áhuga- sömum púslurum kostur á að selja og kaupa ný púsl. Spilavinir verða með púslhátíð í dag þegar markaðurinn hefst kl. 11.30. Á bókasafninu verður kennt að búa til bolluvendi og sauma öskupoka Í dag verður notaleg fjölskyldu-stund á 1. hæð Bókasafns Kópa-vogs í samstarfi við Waldorf- skólann í Lækjarbotnum. Þangað verður hægt að koma og gera sinn eigin bolluvönd að danskri fyrir- mynd eða fínan fígúruöskupoka! Allt efni verður á staðnum og leið- beinendur frá Waldorfskólanum verða þátttakendum til halds og trausts í smiðjunni. Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningar- húsanna í Kópavogi, sem fer fram á laugardögum á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúru- fræðistofu, Héraðsskjalasafni eða í Salnum í hverri viku. Aðgangur er ókeypis og allir innilega vel- komnir! Í leiðinni er kjörið að kíkja á borðspila- og púslskiptimark- aðinn sem fer fram á safninu þessa dagana og stendur til 22. febrúar. Hægt er að koma með gömul borðspil og púsl á bókasafnið og finna eitthvað spennandi í staðinn. Bolluvendir, spil og öskupokar Nú þykkri og bragðmeiri grillsósur frá Hunt’s 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.