Fréttablaðið - 15.02.2020, Síða 86

Fréttablaðið - 15.02.2020, Síða 86
ÞAÐ VAR SAGT VIÐ MÓÐUR MÍNA: AF HVERJU STOPPARÐU EKKI MANNESKJUNA OG LÆTUR HANA GIFTA SIG? Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 15. FEBRÚAR 2020 Orðsins list Hvað? Málþing um málefni hunda Hvenær? 11.00-13.00 Hvar? Nordic Visitor, Bíldshöfða 20 Félag ábyrgra hundaeigenda boðar til þverpólitísks málþings. Myndlist Hvað? Leikum að list Hvenær? 11.00 Hvar? Listasafn Reykjavíkur, Hafnar- húsi Fjölskylduleiðsögn með leikjaívafi um sýningarnar Sæborg, Sol Lewitt og Chromo Sapiens. Hvað? Sýningin Saptium Hvenær? 17.00 Hvar? Rýmd, Völvufelli 13-21 María Sjöfn, meistaranemi í mynd- list við LHÍ, hefur áhuga á kort- lagninu hins manngerða umhverfis og náttúrunnar og hvernig þessi þversagnakenndu rými skarast. Hvað? Kveðjuhóf Hvenær? 18.00 Hvar? Gryfjan, Ásmundarsal Are We Studio? býður gestum og gangandi að skoða og kynnast ferli hönnunarvöru sem unnin var eftir að hafa safnað saman sögum af mistökum gesta, í upphafi vinnustofudvalar. Leiklist Hvað? Konur og krínólín Hvenær? 16.00 Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn Tískusýning í kabarettstíl. Hvað: Tónleikar til styrktar orgel- sjóði Háteigskirkju Hvenær: 17.00 Hvar: Háteigskirkja, Reykjavík Anna Sigríður Helgadóttir og Gísli Magna Sigríðarson flytja fallega sálma, flesta eftir Hallgrím Péturs- son. Aðrir viðburðir Hvað? Súrsuð hjörtu Hvenær? 21.00 Hvar? Kornhlaðan, Bankastræti Burleskhópurinn Dömur og herrar býður til Valentínusarblóts. Sunnudagur 16. FEBRÚAR 2020 Hvað? Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Línur Hvenær? 11.00-12.00 Hvar? Listasafnið á Akureyri Aðgangur er ókeypis í boði Norður- orku. Hvað? Er verkið skakkt? Hvenær? 13.00-16.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Námskeið um upphengi og varð- veislu listaverka. Sigurður Trausti Traustason stýrir og fær til sín fleiri sérfræðinga. Hvað? Sveifludanshátíðin Lindy on Ice Hvenær? 20.30 Hvar? Iðnó Á hátíðinni er boðið upp á sóló- djass og lindy hop kennslu fyrir byrjendur og lengra komna undir leiðsögn fjögurra af fremstu sveif ludönsurum heims. Sveif lu- djassbönd landsins leika fyrir dansi. Hvað? Jazz og fleira Hvenær? 20.00 Hvar? Björtuloft, Hörpu Anna Sóley Ásmundsdóttir söng- kona með Mikael Mána Ásmunds- syni, gítar, Birgi Steini Theodors- syni, kontrabassa og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, trommur. Efniskráin er byggð á nýlegum verkum eftir söngkonuna í bland við lög eftir áhrifavalda. Þor björ g Hö sk u ld s -dóttir sýnir málverk í Ottó matur & drykkur á Höfn í Hornafirði. „Guðrún Erla Geirs-dóttir listfræðingur falaðist eftir sýningu. Ég á nóg af myndum en þær eru of stórar fyrir sýningarplássið sem er þarna, þannig að ég ákvað að gera myndir sérstaklega fyrir sýningu. Fyrir ein- hverjum árum var ég að ferðast um þetta svæði og tók þá mikið af ljós- myndum. Ég hafði þær ljósmyndir til hliðsjónar þegar ég byrjaði að mála fyrir sýninguna og setti síðan fugla inn á nokkrar myndanna. Það má segja að ég hafi farið á flug,“ segir Þorbjörg. Landslag og það manngerða Hún er orðin áttræð og málar reglulega. „Það er ekkert erfiðara fyrir mig að mála núna en fyrir ein- hverjum árum,“ segir hún. Það er yfirleitt auðvelt að þekkja myndir hennar því þar eru iðulega tíglagólf og súlur innan um íslenskt lands- lag. „Við mennirnir ráðumst mikið á landslagið og allt í kringum okkur. Í myndum mínum blanda ég því manngerða inn í landslagið, ég hef alla tíð haldið mig við það. Þarna eru tíglagólf og súlur sem eru hluti af menningarlegri fortíð,“ segir hún. Þorbjörg segist snemma hafa byrjað að teikna og mála. „Ég kunni náttúrlega ekkert og fékk ekki þá kennslu sem margir krakkar fá í dag. Svo fór ég að vinna í Glit, leirkeraverkstæðinu hjá Ragnari Kjartanssyni og á kvöldin var ég í Myndlistarkólanum. Síðan fór ég í nám í Konunglegu dönsku aka- demíunni, kom heim árið 1971 og hélt mína fyrstu sýningu árið eftir í Gallerí SÚM.“ Arftaki Kjarvals Ferillinn hefur verið langur. „Ég get ekki kvartað, mér finnst ég hafa notið sannmælis,“ segir Þorbjörg. „Þegar ég byrjaði voru miklu færri konur í myndlistinni en nú er. Ég þekkti fullt af strákum sem voru áberandi í myndlistinni og þeir tóku mér aldrei öðruvísi en vel. Hins vegar þótti mörgum fárán- legt að ung kona ætlaði að leggja fyrir sig myndlist. Það var sagt við móður mína: Af hverju stopparðu ekki manneskjuna og lætur hana gifta sig?“ Sem betur fer lét hún ekkert stoppa sig. Hún hefur haldið um tuttugu einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk hennar er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins. Frá árinu 2006 hefur hún verið í heiðurs- launaflokki íslenskra listamanna. Um Þorbjörgu skrifaði Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur eitt sinn: „Þorbjörg sér meira í íslenskri nátt- úru en venjulegt auga nemur og má því að vissu leyti telja hana arftaka Jóhannesar Kjarvals.“ Það má segja að ég hafi farið á flug Þorbjörg Höskuldsdóttir sýnir málverk á Höfn í Hornafirði. Gerði myndir sérstaklega fyrir sýningina og þar eru fuglar nokkuð áberandi. Hefur alltaf blandað því manngerða inn í landslagið í myndum sínum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is „Það er ekkert erfiðara fyrir mig að mála núna en fyrir einhverjum árum,“ segir Þorbjörg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Fuglamynd á sýningunni. EKKI SÆTTA ÞIG VIÐ 50% ÞEGAR 100% ER Í BOÐI ! Ný Opel Ampera-e – til afgreiðslu strax! OPEL GOES ELECTRIC Reykjavík Krókhálsi 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16 Opið Virka daga 9–18*Samkvæmt wltp staðli. Kynntu þér þína drægni á opel.is Allt að 423 km. drægni* • Kemst lengra en þú heldur • Rúmar meira en þú heldur • Er sneggri en þú heldur OPEL AMPERA-E ER 100% RAFMAGN M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 45L A U G A R D A G U R 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.