Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Ríkisendurskoðun hefur komistað þeirri niðurstöðu að Rík- isútvarpið skuli fara að lögum. Þetta er auðvitað merkileg nið- urstaða og óvænt, enda hefur Ríkisút- varpið lengi talið sig hafið yfir lög. Það lögbrot sem Ríkisendurskoðun fjallaði um nú er að Ríkisútvarpið hefur neitað að stofna dótturfélag fyrir „aðra starfsemi en fjölmiðlun í almannaþágu,“ eins og það er orðað.    Tilgangurinn með stofnun slíksdótturfélags væri að reyna að draga úr skaðsemi af starfsemi Ríkisútvarpsins fyrir þá sem þurfa að keppa við þessa ríkisstofnun. Auðvitað hefði slík aðgerð afar takmörkuð áhrif en segja má að allt sé betra en ekkert til að reyna að draga úr yfirgangi stofnunar- innar, sem hegðar sér til dæmis eins og fíll í postulínsbúð á auglýs- ingamarkaði.    Þar hefur Ríkisútvarpið gengiðfram með þeim hætti að önn- ur ríkisstofnun, Samkeppniseft- irlitið, og ekki síður þriðja rík- isstofnunin, fjölmiðlanefnd, hefðu gert eitthvað í málinu ef þær væru ekki uppteknar við að trufla einkarekna miðla sem reyna af veikum mætti að keppa við rík- isrisann.    Ekki er hægt að útiloka að Rík-isútvarpið muni hér eftir fara að þeim lögum sem fyrirtækið hef- ur brotið að mati Ríkisendurskoð- unar, þó að ekki sé ástæða til að gefa sér að svo fari. Stofnunin gæti til dæmis tekið upp á því að óska eftir nýjum lögum og ef marka má reynsluna kæmist hún jafnvel upp með það. Ríkisútvarpið og óskalögin STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fyrstu tíu mánuði þessa árs sóttu um 700 manns um hæli hér á landi; langflestir þeirra eru fullorðnir karlmenn. Fjölmennasti hópur um- sækjenda er rík- isborgarar frá Írak (128), Vene- súela (101), Níg- eríu (43), Afgan- istan (43) og Albaníu (43). Útlend- ingastofnun veitti 263 hælis- umsækjendum vernd, viðbót- arvernd eða dval- arleyfi af mann- úðarástæðum á sama tímabili, flestum frá fyrstu þremur áður- nefndu ríkjum. Er þetta meðal þess sem fram kemur í nýlegri tölfræði Útlendingastofnunar sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar. Þeir sem sóttu um hæli á Íslandi fyrstu tíu mánuði þessa árs eru af 72 þjóðernum. Langflestir þeirra eru fullorðnir karlmenn (349), þar á eftir koma konur (159), drengir (84) og stúlkur (95). Fylgdarlausir drengir eru níu talsins, en engin fylgdarlaus stúlka kom til landsins á þessu tímabili í þeim tilgangi að sækja um hæli. Fylgdarlausu drengirnir koma frá Sómalíu (5), Albaníu (2), Jemen (1) og Afganistan (1). Í október síðastliðnum komu alls 73 hælisleitendur til landsins. Voru þeir 99 í september, 78 í ágúst, 73 í júlí, 49 í júní, 57 í maí, 44 í apríl, 77 í mars, 74 í febrúar og 72 í janúar. Alls var 165 hælisleitendum vísað úr landi sama tímabil á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Flestum var vísað í burtu í september (31), mars (26), júní (20) og maí (19). Fæstum var vísað úr landi í apríl (7). Allt að 5 milljónir ólöglegir Um 3,9-4,8 milljónir einstaklinga eru sagðar búa ólöglega innan ríkja Evrópu samkvæmt gögnum sem taka til ársins 2017. Fréttaveita AFP greinir frá þessu. Er um að ræða einstaklinga sem komu ólöglega inn í Evrópuríki, eru með útrunnið dvalarleyfi, bíða brottvísunar eða eru í hælismeð- ferð. Þá voru 30% þessa ein- staklinga sögð koma frá Afganistan og 21% frá ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Um 700 hafa sótt um hæli hér á landi  Dyflinnarendursendingar 165 talsins Hæli Mótmæli á Austurvelli. Vegagerðin, Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa auglýst eftir ráðgjöfum til að taka þátt í sam- keppni um hönnun brúar yfir Foss- vog. Er hér verið að stíga fyrsta skrefið varðandi hönnun brúar, sem hefur verið í burðarliðnum í mörg ár. Fram kemur í útboðsauglýsing- unni að um sé að ræða opið forval þar sem valin verða fimm hönn- unarteymi til að taka þátt í sam- keppni á grundvelli hæfni og fyrri reynslu. Tilboðum á að skila fyrir kl. 12.00 föstudaginn 20. desember 2019. Forvalið er jafnframt auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Gert er ráð fyrir um 270 metra langri brú yfir Fossvog, frá norður- enda Bakkabrautar á Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkur- flugvallar vestan Nauthólsvíkur. Markmiðið er að bæta samgöngu- tengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og al- menningssamgöngur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur þeg- ar afgreitt skipulagstillögur vegna brúargerðarinnar. Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú á um 350 metra kafla. sisi@mbl.is Hönnun Fossvogsbrúar að hefjast  Fimm hönnunarteymi verða valin í forvali  Munu taka þátt í samkeppni Fossvogur Nýja brúin mun liggja milli Reykjavíkur og Kópavogs. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 innréttingar danskar í öllherbergiheimilisins FjölbreyttúrvalaFhurðum, Framhliðum,klæðningumogeiningum, geFaþér endalausamöguleikaá aðsetjasamanþitteigiðrými. sterkar og glæsilegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.