Morgunblaðið - 21.11.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 21.11.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Áform um frumvarp til laga um Há- lendisþjóðgarð voru birt í Samráðs- gáttinni (samrad.is) í gær. Þar má lesa áform um lagasetningu og mat á áhrifum Hálendisþjóðgarðs. Stofnun þjóðgarðs á miðhálend- inu er eitt af markmiðum ríkis- stjórnarinnar, eins og kemur fram í stefnuyfirlýsingu hennar. Þver- pólitísk nefnd um málið hefur verið að störfum frá vorinu 2018. Í henni sitja fulltrúar allra flokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fulltrúa frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og frá forsætisráðuneytinu. „Nefndinni var m.a. ætlað að skil- greina mörk þjóðgarðsins, setja fram áherslur um skiptingu land- svæða innan hans í verndarflokka, gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlun og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn, taka afstöðu til stjórnskipulags hans, fjalla um svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggða- þróun og atvinnulíf,“ segir í kynn- ingu. Hugmyndir að einstökum þáttum sem nefndin hefur fjallað um hafa þegar verið kynntar. Einnig hefur nefndin staðið fyrir kynningarfundum og fundaröðum með sveitarstjórnum og hagaðilum. Miðhálendið markast af miðhá- lendislínu sem í grunninn er lína sem er dregin milli heimalanda og afrétta. Þar eru stærstu víðerni landsins og fremur fá og dreifð mannvirki. Miðhálendið er eitt stærsta samfellda svæðið í Evrópu þar sem ekki er föst búseta. Í mati á áhrifum lagasetningar kemur m.a. fram að gert sé ráð fyr- ir því að Hálendisþjóðgarður verði sjálfstæð eining innan stofnunar sem á að fara með málefni allra friðlýstra svæða og þjóðgarða. Þá er gert ráð fyrir því að Vatna- jökulsþjóðgarður verði hluti Há- lendisþjóðgarðs auk þeirra land- svæða sem þegar hafa verið friðlýst á grundvelli náttúruverndarlaga og heyra undir stjórnsýslu Umhverfis- stofnunar. Umsagnarfrestur um áformin rennur út 4. desember nk. Umsagn- ir verða birtar jafnóðum og þær berast. gudni@mbl.is Áforma frumvarp um hálendisþjóðgarð Morgunblaðið/RAX Austurbjallar Mikil náttúrufegurð.  Óskað eftir umsögnum um áformin í Samráðsgáttinni Nokkrir þeirra sem sagt höfðu upp störfum á Reykjalundi hafa dregið uppsagnir sínar til baka og býst formaður starfsstjórnar við því að það geri fleiri næstu daga. Þetta staðfesti Stefán Yngvason, formaður starfsstjórnarinnar, í samtali við mbl.is. Hann á von á því að flestir dragi uppsagnir sínar til baka. „Það mun skýrast í þessari viku og næstu hvernig þetta fer.“ „Það er almennt séð góð stemn- ing í hópnum hérna upp frá og fólk er ánægt með að vera komið með starfsstjórn og því fylgir auðvitað öryggi. Við höfum bara fengið góða strauma frá starfsfólki,“ sagði Stef- án ennfremur við mbl.is. Starfsstjórnin hefur fullt sjálf- stæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS. Draga uppsagnir sínar til baka Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 KERTI úr hreinu bývaxi DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik Str 26-36 95 Bolur 3.795 Pils 6.295 Jakki 8.295 Kjóll 7.595 Kápa 10.995 Ný sending af jólafötum Verð frá 6.6 Vesti 5.595 Skyrta & slaufa 4.995 Skipholti 29b • S. 551 4422 DÁSAMLEGAR DÚN-ÚLPUR/KÁPUR Gæðavottaðar • 2 síddir • St. 36-48 • Margir litir Fylgdu okkur á facebook Jakki Verð: 8.900,- Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Str. S-XXL Fleiri litir Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flottar yfirhafnir fyrir flottar konurTvö fyrirtæki bjóða í ljósleiðarakerfiHvalfjarðarsveitar sem sveitarfélag- ið auglýsti til sölu. Míla ehf. býðst til að greiða tæpar 84 milljónir fyrir kerfið og Gagnaveita Reykjavíkur rúmar 49 milljónir. Hvalfjarðarsveit byggði upp ljós- leiðarakerfi á eigin kostnað í öllu sveitarfélaginu á árunum 2013 til 2015. Kostaði framkvæmdin um 370 milljónir króna, á þágildandi verð- lagi. Linda Björk Pálsdóttir sveitar- stjóri segist ánægð með að hafa fengið tvö tilboð í kerfið. Hún segir að nú verði tilboðsgjöfum boðið til kynningarfundar, eins og kveðið var á um í útboðsgögnum. Í kjölfarið verði unnið úr gögnunum og ákveðið með samninga. helgi@mbl.is Míla býður 84 millj- ónir í ljósleiðara  Hvalfjarðarsveit vill selja gagnaveitu Morgunblaðið/Eggert Ljós Grafið fyrir ljósleiðara við hús- vegg. Víða er búið að tengja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.