Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 20

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Yfir 20 þúsund Pólverjar búa á Ís- landi og fjölmargir pólskumælandi Íslendingar. Það ætti því ekki að koma á óvart að íslenskir bókaút- gefendur gefi þessum fjölda gaum og birtist það m.a. í því að komnar eru út þrjár bækur fyrir yngstu lesendurna með íslenskum og pólskum texta. Heiða Björk Þórbergsdóttir hjá Bókabeitunni, sem gefur bæk- urnar út, segir að þegar Bókabeit- an hafi keypt útgáfuréttinn að bókunum, sem komu upphaflega út vestan hafs, og áttað sig á að í upprunalegu bókunum voru tvö tungumál, hafi gefið augaleið að í íslensku útgáfunni yrði pólska hitt málið. „Hér á landi hafa um 20.000 Pólverjar fasta búsetu og má því gera ráð fyrir nokkrum fjölda barna sem nota þessi tvö tungu- mál, pólsku og íslensku, jöfnum höndum. Svona einfaldar bækur sem vekja áhuga barnanna geta orðið ágætistæki til að aðstoða bæði börn og foreldra við ís- lenskunám.“ Búsett á Íslandi í tæp 30 ár Barbara Gunnlaugsson sneri textanum á pólsku, en hún hefur verið búsett á Íslandi í tæp 30 ár, á tvær dætur, eina fædda í Pól- landi og aðra á Íslandi, og íslensk- an eiginmann. Hún vinnur hjá fjölmenningarsetrinu á Ísafirði. Bækurnar heita Glitrandi jól, / Dzinsowe swieta, Áskorun Bersa / Marshall bije rekord og Fyrsta óskin / Pierwsze zyczenie. Heiða segir að Bókabeitan sé ekki með frekari útgáfu á pólsku sem stend- ur, „en það verður gaman að sjá hvernig þetta leggst í lesendur og ekkert ólíklegt að við gerum fleiri slíkar tilraunir“. arnim@mbl.is Gefur út þrjár barnabækur á íslensku og pólsku  Bókabeitan vildi höfða til Pólverja á Íslandi, sem eru yfir 20 þúsund talsins Tvímála Barbara Gunnlaugsson sneri bókunum á pólsku. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum HLUTHAFAFUNDUR HluthafafundurBrims hf. verður haldinnfimmtudaginn 12. desember2019 ímatsal félagsins aðNorðurgarði 1, 101Reykjavík og hefst hann klukkan17:00. Fundurinn fer framá íslensku. DAGSKRÁ 1. Tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar um kaup félagsins á öllu hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækjunum, Fiskvinnslunni Kambi hf. ogGrábrók ehf. 2. Önnurmál. AÐRARUPPLÝSINGAR Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á netfangið hluthafafundur@brim.ismeð það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 mánudaginn 2. desember 2019, þ.e. 10 dögum fyrir fundinn. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð b) greitt atkvæði skriflega Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Dagskrá, tillögur og öll skjöl sem lögð verða fyrir fundinn eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsinswww.brim.is Stjórn Brims hf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lóðrétt öxuldæla sem sett hefur verið upp í laxahrognastöð Stofn- fisks í Vogum hefur gjörbreytt möguleikum stöðvarinnar til að dæla upp sjó. Dælan stóreykur af- köst borholunnar og notar þriðjungi minni orku en eldri búnaður. Stofnfiskur hefur verið með hefð- bundna borholudælu í stöðinni. Ragnar Karlsson, framkvæmda- stjóri Véla ehf., sem útvegaði nýju dæluna frá Komak í Hollandi, segir að ekki hafi verið hægt að keyra gömlu dæluna á fullum afköstum því þá hafi myndast tæring á yf- irborði stálsins, svokölluð einbólu- tæring. Hann segir mikilvægt fyrir fisk- eldisstöðvar að ná upp úr borholum sínum sem mestu af sjó eða fersku vatni og fyrir hitaveitur að ná sem mestu af heitu vatni. Þriðjungi minni orkunotkun Dælan sem Stofnfiskur fjárfesti í er þannig útbúin að rör er lagt 22 metra niður í holuna og túrbínan er neðst. Ofan á holuna, í dæluskúrn- um, kemur kúpling og rafmótor þar ofan á. Í hefðbundinni borholudælu er rafbúnaðurinn niðri í holunni og þrengir að vatnsflæðinu. Kaup á þetta öflugum búnaði og uppsetning eru veruleg fjárfesting, sem hleypur á tugum milljóna. Jón Reynisson, tæknistjóri Stofnfisks, segir að nýja dælan nái miklu meira vatni upp en hefðbundin borholu- dæla. Það skipti einnig verulegu máli að hún er mun hagkvæmari í rekstri. Telur hann að hún noti um þriðjungi minni orku við dælingu á sama vatnsmagni. Þá kemur fram í frétt á heimasíðu Komak að starfsmenn fyrirtækisins sem settu dælubúnaðinn upp séu ánægðir með hversu lítill titringur fylgi notkun dælunnar. Stofnfiskur framleiðir laxahrogn í stöðinni í Vogum og annarri á Kal- manstjörn og selur til seiðastöðva hér og erlendis. Jón telur að dælur af þessari gerð henti víða í fiskeldi. Ragnar segir að dælurnar henti einnig vel í borholum á jarðhita- svæðum þar sem rennsli er aukið með dælingu. Nýjar dælur auka afköst og spara orku  Hjálpa fiskeldisfyrirtækjum og hitaveitum við vatnsöflun Ljósmynd/Aðsend Risadæla Unnið að uppsetningu nýju dælunnar hjá Stofnfiski í Vogum. Dælan er nú komin í full afköst og búið að ganga frá í dæluskúrnum. Bryndís Hlöðversdóttir ríkis- sáttasemjari tekur við embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðu- neytinu frá og með 1. janúar. Bryn- dís er lögfræðingur að mennt og hefur verið ríkissáttasemjari frá 2015. Áður starfaði hún m.a. sem rektor og alþingismaður. Ragnhildur Arnljótsdóttir, nú- verandi ráðuneytisstjóri, fer til starfa í utanríkisþjónustunni. Hún mun undirbúa opnun nýrrar fasta- nefndar Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg og tekur við embætti þar 1. júní. Hún mun einnig vinna að undirbúningi formennsku Ís- lands í Evrópuráðinu sem hefst árið 2022. gudni@mbl.is Bryndís verður nýr ráðuneytisstjóri Bryndís Hlöðversdóttir Ragnhildur Arnljótsdóttir Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að fresta um eina viku atkvæða- greiðslu meðal kúabænda um sam- komulag við ríkið um endurskoðun á búvörusamningi. Er það gert vegna umræðu um efni sam- komulagsins og áskorun 340 bænda um að samninganefndir setjist aft- ur að samningaborði. Boðað hefur verið til nýrrar atkvæðagreiðslu og hefst hún á hádegi 27. nóvember og stendur í slétta viku. Atkvæða- greiðslan er rafræn. Rúmlega 1.300 bændur eru á kjörskrá. Kosningu frestað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.