Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Til að bæta við upplýsingum um flundru í og við ár hér á landi hefur doktorsneminn Theresa Henke við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum útbúið spurningalista fyrir stangveiðimenn. Með svörum í vefkönnun hyggst hún safna reynslu og skoðunum stangveiðimanna og veiðirétthafa á dreifingu flundr- unnar um landið og möguleikum á nýtingu hennar í stangveiði. Könn- unin er öllum opin og hefur verið dreift víða, t.d. með tölvupósti og á Facebook. Vistfræðileg áhrif Theresa er 26 ára Þjóðverji sem búið hefur hér á landi í þrjú ár. Hún starfar í Bolungarvík en býr á Ísa- firði og segist elska Vestfirði. Hún lauk í fyrravor meistararitgerð um vistfræðileg áhrif flundru á upp- vaxtarsvæði skarkolaseiða við strendur Íslands. Leiðbeinandi hennar var dr. Guðbjörg Ásta Ólafs- dóttir, forstöðukona rannsóknarset- urs Háskóla Íslands í Bolungarvík, sem er einnig leiðbeinandi hennar í doktorsverkefninu. Í kynningu á meistaraverkefninu segir að niðurstöður sýni að mikil- vægt sé að hefja virka stýringu ágengra tegunda við Ísland m.a. með því að greina helstu flutnings- leiðir, bæta snemmtæka greiningu framandi tegunda og þróa við- bragðsáætlun. Í kringum landið á 20 árum Álíka margir búa í Bolungarvík og í Oberkirchen, heimabæ Theresu, nánast inni í miðju Þýskalandi. Þar er flundra þekktur matfiskur og veiðist líka oft við strendur Eystra- salts, einkum sem aukaafli. Hér á landi hefur flundra dreift sér hratt frá því að hún fyrst fannst við ósa Ölfusár 1999. Theresa segir að flundran sé komin hringinn í kring- um landið, en ekki er ólíklegt að hún hafi borist til landsins með kjölvatni. Á meðal markmiða doktorsverk- efnis Theresu er að skilja vistfræði flundrunnar, t.d., hvernig flundra barst til landsins og hver dreifing hennar við landið er í dag. Theresa stefnir líka að því að nýta megi niðurstöður rannsóknarinnar til að stuðla að nýtingu flundrunnar og stjórna stærð flundrustofna á Ís- landi. Hún segir að koma verði í ljós hversu lengi upplýsingaöflun standi, en hingað til hafi viðbrögð verið já- kvæð. Sem þakklætisvott fyrir þátt- tökuna býðst hún til að senda fólki góðar uppskriftir að því hvernig á að matreiða flundru. Mikilvægur fiskur eða plága? Meðal þess sem spurt er um í könnuninni er hversu oft veiðimenn hafi veitt flundru og hvort þeir veiði nú oftar flundru en áður, á hvaða tíma árs þeir veiði þennan fisk, hvar og hversu langt frá árósum. Þá varp- ar hún fram nokkrum fullyrðingum sem hún biður veiðimenn að meta, meðal annars að flundra geti orðið mikilvægur fiskur fyrir stangveiði á Íslandi, að flundra hafi neikvæð áhrif á aðra fiska, s.s. laxfiska og loks að flundran sé plága. Flundra er af kolaætt, ekki ósvip- uð skarkola, og veiðist víða í Norður- Evrópu. Hérlendis líta margir flundruna hornauga þar sem í fæðu hennar hafa meðal annars fundist seiði laxa og bleikju. Einnig er hún í samkeppni við laxfiska um fæðu. Ljósmynd/Jill Welter Landnám Doktorsneminn Theresa Henke við rannsóknir á flundru í Önundarfirði, en flundra fannst fyrst hér fyrir tveimur áratugum. Vill fræðast um ferðir og lífshætti flundru  Óskar liðsinnis stangveiðimanna  Er flundran mikilvæg eða plága?  Þýskur doktorsnemi segist elska Vestfirði Ljósmynd/Veiðimálastofnun Finnast víða 25 sentimetra flundra sem veiddist í ósum Ölfusár. n getur minnkað gum, hvarmabólgu og ð áhrif á augnþurrk, roða í hvörmum/ og vanstarfsemi í . stu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum Augnhvíla þreytu í au haft jákvæ vogris, rós augnlokum fitukirtlum Augnheilbrigði Fæst í hel Augnhvíla Dekraðu við augun Margnota augnhitapoki Frábær jólajöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.