Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Til að bæta við upplýsingum um
flundru í og við ár hér á landi hefur
doktorsneminn Theresa Henke við
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á
Vestfjörðum útbúið spurningalista
fyrir stangveiðimenn. Með svörum í
vefkönnun hyggst hún safna reynslu
og skoðunum stangveiðimanna og
veiðirétthafa á dreifingu flundr-
unnar um landið og möguleikum á
nýtingu hennar í stangveiði. Könn-
unin er öllum opin og hefur verið
dreift víða, t.d. með tölvupósti og á
Facebook.
Vistfræðileg áhrif
Theresa er 26 ára Þjóðverji sem
búið hefur hér á landi í þrjú ár. Hún
starfar í Bolungarvík en býr á Ísa-
firði og segist elska Vestfirði. Hún
lauk í fyrravor meistararitgerð um
vistfræðileg áhrif flundru á upp-
vaxtarsvæði skarkolaseiða við
strendur Íslands. Leiðbeinandi
hennar var dr. Guðbjörg Ásta Ólafs-
dóttir, forstöðukona rannsóknarset-
urs Háskóla Íslands í Bolungarvík,
sem er einnig leiðbeinandi hennar í
doktorsverkefninu.
Í kynningu á meistaraverkefninu
segir að niðurstöður sýni að mikil-
vægt sé að hefja virka stýringu
ágengra tegunda við Ísland m.a.
með því að greina helstu flutnings-
leiðir, bæta snemmtæka greiningu
framandi tegunda og þróa við-
bragðsáætlun.
Í kringum landið á 20 árum
Álíka margir búa í Bolungarvík og
í Oberkirchen, heimabæ Theresu,
nánast inni í miðju Þýskalandi. Þar
er flundra þekktur matfiskur og
veiðist líka oft við strendur Eystra-
salts, einkum sem aukaafli. Hér á
landi hefur flundra dreift sér hratt
frá því að hún fyrst fannst við ósa
Ölfusár 1999. Theresa segir að
flundran sé komin hringinn í kring-
um landið, en ekki er ólíklegt að hún
hafi borist til landsins með kjölvatni.
Á meðal markmiða doktorsverk-
efnis Theresu er að skilja vistfræði
flundrunnar, t.d., hvernig flundra
barst til landsins og hver dreifing
hennar við landið er í dag. Theresa
stefnir líka að því að nýta megi
niðurstöður rannsóknarinnar til að
stuðla að nýtingu flundrunnar og
stjórna stærð flundrustofna á Ís-
landi.
Hún segir að koma verði í ljós
hversu lengi upplýsingaöflun standi,
en hingað til hafi viðbrögð verið já-
kvæð. Sem þakklætisvott fyrir þátt-
tökuna býðst hún til að senda fólki
góðar uppskriftir að því hvernig á að
matreiða flundru.
Mikilvægur fiskur eða plága?
Meðal þess sem spurt er um í
könnuninni er hversu oft veiðimenn
hafi veitt flundru og hvort þeir veiði
nú oftar flundru en áður, á hvaða
tíma árs þeir veiði þennan fisk, hvar
og hversu langt frá árósum. Þá varp-
ar hún fram nokkrum fullyrðingum
sem hún biður veiðimenn að meta,
meðal annars að flundra geti orðið
mikilvægur fiskur fyrir stangveiði á
Íslandi, að flundra hafi neikvæð
áhrif á aðra fiska, s.s. laxfiska og
loks að flundran sé plága.
Flundra er af kolaætt, ekki ósvip-
uð skarkola, og veiðist víða í Norður-
Evrópu. Hérlendis líta margir
flundruna hornauga þar sem í fæðu
hennar hafa meðal annars fundist
seiði laxa og bleikju. Einnig er hún í
samkeppni við laxfiska um fæðu.
Ljósmynd/Jill Welter
Landnám Doktorsneminn Theresa Henke við rannsóknir á flundru í
Önundarfirði, en flundra fannst fyrst hér fyrir tveimur áratugum.
Vill fræðast um ferðir
og lífshætti flundru
Óskar liðsinnis stangveiðimanna Er flundran mikilvæg
eða plága? Þýskur doktorsnemi segist elska Vestfirði
Ljósmynd/Veiðimálastofnun
Finnast víða 25 sentimetra flundra
sem veiddist í ósum Ölfusár.
n getur minnkað
gum, hvarmabólgu og
ð áhrif á augnþurrk,
roða í hvörmum/
og vanstarfsemi í
.
stu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum
Augnhvíla
þreytu í au
haft jákvæ
vogris, rós
augnlokum
fitukirtlum
Augnheilbrigði
Fæst í hel
Augnhvíla
Dekraðu við augun
Margnota
augnhitapoki
Frábær
jólajöf