Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 34

Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 hafði þar með eftirlit með sjálfum sér. Heitir flugmálastjórnin nú betr- umbótum og kveðst ekki gefa út flughæfisskírteini fyrir 737 MAX fyrr en að lokinni rækilegri yfirferð allra gagna. Í lok síðustu viku sögðust fulltrú- ar FAA vænta þess að Boeing 737 MAX-farþegaflugvélin tæki flugið aftur í janúar en þar var um eins mánaðar seinkun frá fyrra mati stofnunarinnar. Þremur dögum síð- ar frestaði bandaríska flugfélagið United Airlines endurkomu farþega- þotunnar um tvo mánuði eða fram til 4. mars 2020. Dagana á undan höfðu flugfélögin Southwest Airlines og American Airlines tekið samskonar ákvörðun. Í vikunni sagðist Boeing vænta þess að fá flughæfisvottorð svo þot- an kæmist aftur í þjónustu eigenda sinna fyrir árslok. Yrði þó að bíða fram í janúar með að hefja áætl- FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Boeing-flugvélaverksmiðjurnar segjast vinna náið með fulltrúum bandaríska loftferðaeftirlitsins og flugmálastjórnarinnar (FAA) að nauðsynlegum breytingum á 737 MAX-þotunum til að þær verði ótví- rætt öruggar þegar þær fljúga á ný. Allar 737 MAX-þotur heimsins hafa verið í flugbanni frá mars sl., í kjöl- far tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið. Á bak við tjöldin er Boeing hins vegar sagt hafa lagt hart að FAA að flýta vottunarferlinu svo farþegaþot- an komist sem fyrst í notkun. Þetta segir tímaritið Business Insider og ber fyrir sig fjölda heimilda. Þunga- miðja vottunarferlisins er snýst um sjálfvirkni stjórnkerfa þotunnar sem reyndust gölluð og voru helsta orsök flugslysanna tveggja. Að sögn New York Times og fréttastofunnar Reuters hefur Bo- eing beitt FAA tangarsókn í þeirri von að koma þotunni fyrr í loftið en ella. Annars hefur Boeing viljað hefja endurþjálfun flugmanna og þar með prófun nýs hugbúnaðar áð- ur en FAA hefur samþykkt hann til fulls. Hins vegar fóru verksmiðj- urnar fram á það við FAA að fá að afhenda kaupendum nýlega smíð- aðar 737 MAX-þotur áður en þær fengju flughæfisskírteini svo stytta mætti tímabilið frá vottun þotunnar og þar til hún hæfi farþegaflug. Taki nauðsynlegan tíma FAA lét ekki undan Boeing, að sögn tímaritsins The Times, og benti á, að verkfræðingum hefði ekki þótt skynsemi í því að biðja flugmenn að prófa nýjan hugbúnað áður en hann hefði öðlast fullt samþykki þar sem hann gæti enn átt eftir að taka breytingum. Hafa yfirmenn FAA hvatt undirmenn sína til að taka all- an þann tíma sem þeir telja sig þurfa við skoðun og mat á flugvélinni, bæði út á við sem inn á við. „Við eigum í samskiptum daglega við FAA … og embættismenn loft- ferðaeftirlits umhverfis jörðina“ varðandi endurkomu 737 MAX, sagði Stan Dealforstjóri Boeing á blaðamannafundi í Dubai, daginn fyrir opnun alþjóðlegrar flugsýn- ingar sem þar var opnuð sl. sunnu- dag. „Áfram vinnum við af kost- gæfni að nauðsynlegum breytingum á flugvélinni. Okkur miðar fram,“ bætti Deal við. FAA hefur sætt afar harðri gagn- rýni fyrir að hafa á sínum tíma fram- selt öryggiseftirlit með flugvéla- smíðinni og vottun mikilvægra hluta og kerfa þotunnar til Boeing, sem unarflug; áður þyrfti að ljúka nauð- synlegri endurþjálfun flugmanna á þotuna. Deal sagði að heimild frá FAA og öðrum loftferðayfirvöldum víða um heim myndi móta hvenær flugvélin kæmist aftur í gagnið. Hann sagði verksmiðjurnar eiga í viðræðum við flugfélög um bætur vegna kyrrsetn- ingarinnar. Hún hefur reynst miklu umfangsmeiri og tímafrekari þar sem Boeing þurfti að breyta stjórn- kerfum flugvélarinnar auk þess sem fyrirtækið hefur þurft að liggja und- ir þungum ámælum vegna þotunnar frá embættismönnum og stjórn- málamönnum. Kreppa Boeing vegna 737 MAX er ein sú alvarlegasta sem fyrirtækið hefur þurft að kljást við í 103 ára sögu sinni. Hefur hún þegar kostað fyrirtækið tugi milljarða dollara og sér ekki fyrir endann á þeirri hlið málsins. Morgunblaðið/Hari Styttist í endurkomu 737 MAX Maxinn á brott Einni fjögurra MAX-véla Icelandair flogið á brott til vetrargeymslu. Frá Boeing 737-100 til Boeing 737 MAX 1967 Fyrsta flug 737 þotu Boeing. Bar hún módeltáknið 737-100 en aðeins lengri útgáfa nefnd 737-200. Voru þær fulltrúar fyrstu kynslóðar flugvélar- innar. 2011 Forstjóri Boeing, W. James McNerney, fær upphringingu frá Gerard Arpey forstjóra American Airlines sem tjáði honum að félagið væri við það að panta hundruð Airbus-þotna. 2011 Það tók einungis fáa mánuði að ljúka hönnun- inni en ekki nógu fljótt til að koma í veg fyrir að American stryki af bóli. Í júlí kynnti félagið um kaup á 130 Airbusceo þotur og 130 eintök af A320neo, með kauprétti á 365 þotum til viðbótar við þær. Örvænting greip um sig og Boeing freistaði alls til að ná pöntun American til sín. Hugmyndinni um smíði nýrr- ar þotu var kastað fyrir björg enda gæti liðið áratugur þar til hún kæmist í notkun. Í staðinn var ákveðið að setja nýja hreyfla á 737-þotuna og skapa þar með nýja kynslóð vinnuhestsins. Aðeins mánuði seinna tilkynnti Boeing um smíði 737 MAX-fjöl- skyldunnar með þremur þotustærðum, 737 Max 7, Max 8 og Max 9. Hönnun 737 MAX höfðaði til flugfélaga vegna samnýtingar flugmanna og annars starfsliðs milli mód- ela. Hún átti meira sameigin- legt með 737NG heldur en sú gagnvart 737-forverum sínum. Lítilsháttar skólun í fistölvu dugði og flugmenn þurftu ekki sérþjálfun í flughermi til að öðlast réttindi á tegundina. Væru þeir með 737NG réttindi giltu þau einnig um 737 MAX. Þar sem bolur og vængir MAX voru og í raun vottaðir vegna svipleikans við 737NG þurfti Boeing ekki að ganga í gegnum langt vottunarferli eins og alveg ný flugvél. Hreyflar MAX-þotunnar voru fyrirferðameiri og framar og ofar á vængnum en á 737NG þotunni. Það hafði áhrif á hegðan MAX í flugi og gat t.d. leitt til þess að hún reisti trjónuna við vissar kringumstæður. Ráða átti bót á þessu með sjálfvirknibúnaði í sjálfstýringu er nefndist MCAS og grípa myndi inn í flugið og beina trjónunni niður á við. Með það á sínum stað myndi MAX-þotan fá sömu áritun og 737NG og félög hefðu þar með einn hóp flugmanna er gætu stjórnað báðum þotunum. 1979 Boeing leggur í verulega endur- nýjun 737. Komu þrjár útgáfur á níunda áratugn- um og byrjun þess tíunda; eftir stærð 737-300, -400 og -500. 1998 Snemma á tíunda áratugn- um hóf Boeing þróun enn einnar útgáfu 737 er birtist á rampinum undir aldamótin. Þarna var á ferðinni 737NG, en „NG“ stóð fyrir „next gener- ation“ eða næsta kynslóð. Nýja þotan var með breyttan skrokk, endurhannaða vængi og farþegarými. 2004 737-þotur eru einna söluhæstu farþegaflugvélar frá upphafi en rúmlega 10.000 eintök hafa verið afhent félögum um heim allan. 2010 Í des-ember tilkynnti keppinautur- inn Airbus um nýja útgáfu A320-þotunnar, svonefnda A320neo sem var endurhönnuð A320 og mun spar- neytnari en forverinn sem var helsti keppi- nautur 737-vélanna. Í ljós hefur komið að Boeing kvað aldrei á um þjálfun í notkun MCAS í handbókum flugmanna, enda myndi búnaðurinn malla í bakgrunni. 2016 Fyrsta reynslu- flug 737 MAX fer fram 29. janúar og rösku ári seinna, í mars 2017, er skrá- setningarskír- teini gefið út. 2015 Í ágúst 2015 rann fyrsta eintak 737 MAX 8 af færiböndunum í smiðju Boeing og í desember var hún fullsmíðuð. Var henni gefið nafnið „Spirit of Renton“. 2017 Fyrsta 737- MAX þotan var afhent 16. maí 2017. Kaupandi var Malindo Air. 2018 Í maí, ári eft- ir fyrstu afhendingu eru rúmlega 130 MAX-þotur í þjón- ustu 28 mismunandi flugfélaga. Á þeim tíma fór þotan 42.000 ferðir með 6,5 milljónir farþega. Hinn 29. október hóf þota Lion Air, flug 610, sig til lofts í Jakarta í Indónesíu. Hún hafði ekki starfað eðlilega í næstu ferð á undan en var engu að síður send í loftið. Vart hafði hún lyft sér af brautinni er viðvaranir komu um yfirvofandi ofris og vélin stakkst í hafið tólf mín- útum eftir flugtak. Með henni fórust allir um borð, 189 manns. 2019 Hinn 10. mars hóf flug Ethiopi- an Airlines númer 302 sig á loft frá Addis Ababa í Eþíópíu. Innan mínútu tilkynntu flugmennirnir um erfiðleika við stjórnun þot- unnar sem MCAS beindi niður á við. Sex mínútum eftir flugtak stakkst þotan á rúmlega 1.200 km/klst hraða í jörðina og með henni biðu 157 manns bana. Nokkrum dögum seinna beindi rannsókn Indónesíumanna athyglinni að MCAS-búnaðinum og viðbrögðum flugmanna vð honum. Hélt Boeing því fram að starfsemi MCAS væri útskýrð í handbók flugmanna og hvernig ætti að koma böndum á hann. Áfram héldu flugfélög notkun MAX-flugvélarinnar og Boeing hægði ekki á framleislu hennar. Samdægurs stöðvaði Ethiopian allt flug annarra 737 MAX véla sinna. Daginn eftir, 11. mars, lagði kínverska flugmálastjórnin bann við notkun þotunnar. Flugmálayfirvöld annars staðar í veröldinni brugðust eins við og var því öllum 737 MAX vélum lagt 11. og 12. mars. Hinir einu sem biðu með bann var bandaríska flugmálastjórnin (FAA). Staðhæfði hún að þotan væri lofthæf en skipti um skoðun daginn eftir, 13. mars, með kyrrsetningu 737 MAX-þotunnar. Airbus A320neo McNerney Boeing 737 MAX 8 Jómfrúarflug Boeing 737-100 Kyrrsettar 737 MAX-þotur í Seattle í Bandaríkjunum  MAX-þotur Boeing í flugbanni síðan í mars  Alvarlegasta kreppa í 103 ára sögu Boeing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.