Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.11.2019, Qupperneq 37
BAKSVIÐ Sólveig Kr. Einarsdóttir Á bænum Sólheimum í Narrabri í Nýju Suður-Wales Sex manns hafa látist og meira en fimm hundruð íbúðarhús og enn fleiri skemmur og tæki hafa eyði- lagst í eldunum sem nú loga í Nýju Suður-Wales og Drottningarlandi í Ástralíu. Í gær loguðu rúmlega sjö- tíu eldar víðs vegar í Nýju Suður- Wales. Þá voru í gær gefnar út við- varanir um að mikil hætta væri á skæðum eldum í fylkinu Suður-Ástr- alíu og einnig er óttast að eldar kvikni í fylkjunum Viktoríu og Tas- maníu. Allur gróður í Nýju Suður-Wales og Drottningarlandi getur orðið eldi að bráð enda enn einn þurr vetur á enda. Áður hafa sumrin endað með skógareldum eða eldhættu en nú er þessu öfugt farið og sumarið hefst með þurrum gróðri og meiri eld- hættu en nokkru sinni fyrr. Í strandhéruðunum fuðrar kjarr- lendið upp og mörg heimili hafa eyði- lagst vegna nálægðar við það. Í skógi vöxnum héruðum þar sem fullvaxin tré geta orðið 20 til 30 metra há hafa skíðlogað eldar því gróðurinn og grasið sem vex undir trjánum hefur drepist í þurrkinum sem geisar og myndað eldsneyti. Jafnvel regnskógar með alls kyns gróður undir trjánum hafa logað, sem er afar óvenjulegt, en einnig vegna langvarandi þurrka. Þurrt þrumuveður Greinarhöfundur hefur búið í sveit í norðvesturhluta Nýju Suður-Wales í þrjátíu ár. Nálægasta þorp er Narrabri, gegnum það rennur áin Namoi. Fjallasýn er fögur þar sem þjóðgarðurinn Mt. Kaputar blasir við en þangað er u.þ.b. klukkustundarakstur. Aðallega er ræktað hveiti, baðmull og fleira. Þetta er eitt af búsældarlegustu landsvæðum NSW. Hitinn er rúm 30 stig á Celsius þessa dagana en aðalsumarhitarnir eru fram undan. Heitustu mánuðirn- ir eru desember, janúar og febrúar. Þá fer hitinn í um og yfir 40 stig. Þetta eru venjulega þeir mánuðir þegar flestir skógareldar herja en nú hefur sá eldatími hafist miklu fyrr en venjulega. Skógareldar hafa þekkst hér um aldur og ævi en aldrei verið svo ham- faramiklir sem nú. Innfæddir voru vanir að brenna gróður á vissum árs- tímum og með vissu millibili, en slíkt hefur að mestu lagst af með tilkomu hvíta mannsins. Flestir eldanna hafa kviknað vegna heimsku og kæruleysis manna, eins og t.d. vegna sígarettu sem fleygt hefur verið út um bíl- glugga. Flesta daga ríkir algjört bann við því að kveikja eld utan dyra, ekki má glóðarsteikja eða log- sjóða, ekki einu sinni kveikja á kerti. Því miður hafa unglingar verið staðnir að því að kveikja í og einnig hafa bændur kveikt elda í þeim til- gangi að vernda sína eigin landar- eign án nokkurs tillits til annarra en misst stjórn á öllu saman og valdið miklu tjóni. Í þjóðgörðum og lítt byggðum svæðum hafa eldar kvikn- að vegna eldinga frá þurrum þrumu- veðrum. Fordæmalaus þurrkur Enginn hér hefur séð fylkið þessu líkt áður. Svo fordæmalaus er þurrk- urinn að nú er meira en 98% af NSW þurrkasvæði og 2/3 Drottningar- lands. Sumarið er handan við hornið en hvergi er beit fyrir skepnur, ekk- ert korn á ökrunum, ekkert nema tré sem mæna til himins í von um regn. Þessi skelfilegi þurrkur hefur herjað á þennan landshluta og víðar sl. þrjú ár. Minna en helmingur ár- legrar úrkomu hefur fallið öll þessi ár. Veldur þetta gífurlegu tjóni á ýmsa vegu. Bændur eru farnir að flosna upp, fyrirtæki loka og flytja burt. Viðskipti liggja mikið til niðri því fáir eiga peninga og atvinnuleysi blasir við. Miklir stormar hafa geng- ið yfir héraðið og þá hefur ekki séð út úr augum fyrir moldroki. Enginn gróður heldur moldinni fastri og hún, sandi líkust, berst með vindin- um og smýgur um allt. Einir fimm slíkir sandstormar hafa geisað að undanförnu. Vatn af skornum skammti Í Narrabri er dauft yfir fólki eins og gefur að skilja. Namoi-áin er upp- þornuð að mestu, einstaka pollar hér og þar, stöðuvatnið sem bæjarbúar voru svo stoltir af er horfið. Hey- birgðir eru á þrotum hjá flestum og hey hækkar í verði í sífellu. Víða eru vatnsból bænda uppþornuð eða við það að þorna upp og þá blasir við að kaupa þurfi vatn. Vatnsskortur ríkir víða og mörg bæjarfélög hafa sett strangar reglur um vatnsnotkun. Leiðbeiningar um hvernig spara megi vatnið birtast m.a. á skjánum í auglýsingum frá bæjarfélögum. Sem dæmi mætti nefna að bannað er að vökva garða nema einu sinni í viku og alls ekki með garðslöngu, bannað að þvo bíla með vatnsslöngu, mælt er með tveggja mínútna löngu sturtu- baði, þvotti þrisvar í viku en aðeins ef vélin er full o.s.frv. Barátta og angist Gífurlegt átak hefur verið að fást við þessa elda. Á annað þúsund manns hafa barist á jörðu niðri sólar- hringum saman, þyrlur og flugvélar hafa dreift vatni og efni sem hægir á útbreiðslu eldsins. Slökkviliðsmenn hafa komið frá öðrum fylkjum og frá Nýja-Sjálandi til að létta undir með slökkviliði og hvíla það. Sveitarfélögin hafa veitt slökkvi- liðsmönnum aðstoð og stuðning þeim til handa sem hafa orðið að flýja frá húsum sínum vegna eldanna. Félagsmiðstöðvar og skólar eru oft notuð til þess að hýsa þá sem hafa orðið að yfirgefa heimili sín. Margir er fullir af angist og kvíða, sumir skelfingu lostnir, enn aðrir í áfalli: Mun húsið þeirra standa þegar þeir mega fara heim aftur? Fyrir meira en 500 fjölskyldur er svarið nei. Enn er ekki öruggt að kanna þau svæði sem brunnin eru eða loga enn, svo allir tölur um tjón geta hækkað. Stjórn NSW lýsti yfir neyðarástandi í heila viku, skólum var lokað og yf- irstjórn slökkvistarfanna falin slökkviþjónustunni. Útvarpið á allan daginn Hér á bæ var skyggnið á mánudag 3-4 km vegna reyks sem lagði frá eldum í u.þ.b. 20 km fjarlægð. Á bænum eru tveir vatnstankar til hús- halds, þeir taka 20.000 lítra af regn- vatni hvor (þeir eru 50% fullir eins og er); kýrnar fá borvatn þannig að við erum sæmilega sett meðan grunnvatn endist. Heybirgðir okkar munu duga handa tveimur tugum nautgripa fram að jólum en þeir hafa verið á gjöf síðan í apríl 2018. Ekki er regn í spánni fyrr en í jan- úar og jafnvel ekki fyrr en í febrúar. Í gær var spáð roki og hitabylgju ásamt meiri eldhættu. Útvarpið, ABC, er á mestallan daginn enda flytur það nákvæmar fréttir af þeim eldum sem geisa, viðvaranir og leið- beiningar. Allir eru hvattir til að hafa eldhættuáætlun A og B tilbúna. Ætl- arðu að fara eða reyna að verja húsið þitt? Hvað skal gera ef hætta nálg- ast? Vera tilbúin með tösku með nauðsynjum, meðölum, vegabréfi og slíku, klæðast baðmullar- eða ullar- fötum (alls ekki gerviefnum því þau bráðna), ekki vera í sandölum eða strigaskóm heldur gönguskóm með þykkum sólum eins og allir bændur eru í alla daga úti við. Réttir skór geta bjargað lífi þínu. Markviss forysta? Viðbrögð alríkisstjórnarinnar í Canberra við hættuástandi og við- sjárverðum erfiðleikatímum eru fálmkennd. Í stjórn sitja Frjálslynd- ir og Þjóðernissinnar en Verkamenn og Græningjar eru í stjórnarand- stöðu. Þjóðernissinnar og Græningj- ar skammast og kalla hver annan öll- um illum nöfnum en Frjálslyndir og Verkamenn fara sér rólegar og vilja bara gera eitt í einu. Það er að styðja við bændur og þá sem hafa misst allt sitt, sem auðvitað er sjálfgefið. Hins vegar má ekki ræða hamfarahlýnun eða aðra þá þætti sem valda krís- unni, bara seinna. Næsta vetur? En forsætisráðherra býður upp á hugs- anir og bænir á meðan hann þóknast jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fyrr á árinu tóku sig saman 23 þaulreyndir slökkviliðsmenn og gerðu tillögur og áætlanir því fyr- irsjáanlegt var hvert stefndi. Þeir fóru fram á fund með forsætisráð- herra fyrst í apríl 2019 en hafa ekki fengið – ef til vill fá þeir áheyrn í des- ember. Sumir kenna Græningjum um allt saman en þeir hafa aldrei setið í stjórn hér í landi eða í NSW og því ekki ljóst hvernig þeim er allt að kenna. Nú, og svo kom einn kristinn vitringur í útvarpið og kvað skógar- eldana vera refsingu guðs því að lög- leitt hefði verið að gefa samkyn- hneigða saman í hjónaband. Ekkert lát á eldununum í Ástralíu  Mikil eyðilegging í Nýju Suður-Wales og Drottningarlandi  Óttast að eldar kvikni í þremur fylkjum til viðbótar vegna mikilla hita  Óvenjumiklir þurrkar, víða vatnsskortur og strangar reglur um notkun AFP Eldurinn breiðist út Bóndi á akri sínum fylgist með eldunum skammt undan. AFP Slökkvistarf Þyrla varpar vatni til að ráða niðurlögum eldanna í Ástralíu. FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Hin fullkomnaþrennaVel samsett boost, einusinni á dag, eykur orkuna,kemur meira jafnvægi áblóðsykurinn. Candéa Byggir upp og kemur jafnvægi á þarma- flóruna. Öflugt fyrir ónæmiskerfði og vinnur á candéa sveppnum. Betri melting Aukin orka Öflugra ónæmiskerfi Meltingin og þarmaflóran er grunnur að góðri heilsu Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Digest Gold –tvær vörur í einni • Gegn fjölþættum meltingarvandamálum. • Inniheldur ATPro sem styður meltingu og eykur orku. • Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum • Tekið rétt fyrir máltíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.