Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 40

Morgunblaðið - 21.11.2019, Side 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019 Í október fór und- irrituð í Þjóðleikhúsið að sjá brúðkaup Fíg- arós. Er skemmst frá því að segja að þetta var dásamleg sýning, litrík og fjörug, söng- urinn íðilfagur, búning- arnir skrautlegir og tónlistin guðdómleg. Einn skugga bar þó á og var það meðferðin á leikhúsgestum fyrir sýningu. Mörgum þykir gott að koma með fyrra fallinu á leiksýningar, eink- anlega í Þjóðleikhúsinu, til þess að njóta andrúmslofts, sem húsið býður upp á. Ásamt allstórum hópi leikhús- gesta var ég komin rúmlega hálfsjö, en húsið er opnað fyrir sýningargesti klukkan sjö. Í óvistlegu og hrollköldu anddyrinu máttum við hírast þarna í hnapp eins og kindur í rétt og bíða þess að dyrnar lykjust upp. Þetta er tæplega boðleg framkoma við leik- húsgesti, sem einnig eru skattgreið- endur og leggja fram sinn skerf til reksturs hússins – auk þess að kaupa aðgöngu- miða. Þessi reglufesta eða sparsemi kemur sér enn verr á barnasýning- um, þar sem litlir krakk- ar hafa engar selskaps- blöðrur og húsameistari ríkisins var afar sínkur á rými fyrir salerni. Marg- ir foreldrar, afar og ömmur hafa lent í mein- legri klípu í þessum efn- um. Mörgum þykir vænt um Þjóðleikhúsið og eiga minningar tengdar því frá bernsku- dögum. Þetta er eitt flottasta hús sem almenningur á kost á að koma í. Menningarandi svífur þarna yfir vötn- unum og í kristallssalnum er gaman að setjast í sófa eða hægindastóla í út- skotum hans og fá sér kaffibolla eða jafnvel vínglas – ef tími vinnst til – virða fyrir sér myndirnar og mann- fólkið og skreppa á salerni án þess að óttast að missa af fyrsta þætti. Nú er því miður búið að fjarlægja sófana og hægindastólana og umrædd útskot eru þar með töluvert óvistlegri. Leikhúsferð er meira en leiksýn- ingin sjálf. Fólk er að gera sér daga- mun, fer í sparifötin og hlakkar til að sýna sig og sjá aðra. Það á að taka vel á móti því og gefa því tíma til að njóta þess sem húsið hefur upp á að bjóða. Fyrir börn og unglinga hefur þetta uppeldisgildi. Það eru tilmæli mín til þar til bærra yfirvalda að breyta þessu og opna húsið klukkan hálfsjö. Ef menn eru að horfa í laun starfsmanna, þá má benda á að á rýmri tíma myndi seljast meira af þeim veitingum sem þarna eru á boðstólum og mætti segja mér að tekjurnar stæðu undir þeim aukakostnaði sem af þessum breyt- ingum hlýst. Þetta væri allra hagur. Þjóðleikhúsið, hús allra landsmanna Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur Vilborg Auður Ísleifsdóttir » Í óvistlegu og hroll- köldu anddyrinu máttum við hírast þarna í hnapp eins og kindur í rétt og bíða þess að dyrnar lykjust upp. Höfundur er sagnfræðingur. Það liggur fyrir okkur í borgarstjórn þessa dagana að af- greiða fjárhagsáætlun fyrir rekstur borg- arinnar árið 2020. Rút- ínuverk fyrir marga en nýstárlegt og fram- andlegt verkefni fyrir aðra. Vinnulag er nokkuð flókið og sker sig frá öðru sem af- greitt er í borgarstjórn. Fjármál borgarinnar á næsta ári þarf að ræða tvisvar í borgarstjórn. Það þarf að vanda mjög til verka og fara nákvæmlega eftir lögum sem um þau mál gilda. Þegar búið er að sam- þykkja fjárhagsáætlunina er hún síðan bindandi fyrir starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnina sjálfa, eins og segir í lögum. Það má ekki færa bókhaldið jafnóðum eða gera stöðugar breytingar á áætlun- inni. Ábyrgð í næstu kosningum En af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Fjárhagsáætlun á að gefa glögga mynd af rekstri, tekju- öflum og ráðstöfun fjármuna á kom- andi ári. Áætluninni er þannig ætlað að vera eitt mikilvægasta stjórntæki borgarstjórnar og upplýsingaskjal um stefnu og forgangsröðun á verk- efnum hennar. Þá þarf að hafa festu og reglu. Ef frjálslega er farið með áætlunina og stöðugt verið að gera uppfærslur og breytingar gerir það okkur borgarfulltrúum erfitt fyrir með að fylgjast með og veita aðhald. En mikilvægari ástæða er að með þessu agaða vinnulagi er betur tryggt að almenningur eða borgar- búar geti fylgst með í hvaða tilvikum borgarstjórn er að bregðast og get- ur þá látið hana sæta ábyrgð. Í næstu kosningum. Mikilvægt fyrir kjósendur að geta fylgst með Þessari grein er ekki ætlað að fjalla um lausatök í rekstri og fjármála- stjórn í Reykjavíkur- borg, það hefur áður verið gert, oft og af mörgum. Enda tilefnin ærin og mörg síðustu árin. Hún á að benda á mikilvægi þess að sýna aga og festu í stjórnun borgarinnar. Mikilvægi þess að veita skýrar og glöggar fjármálalegar upplýsingar um rekstur og stöðu borgarinnar og að sýna hvort stjórnendur hafi haldið sig innan síns eigin fjárhagsramma og hvort stjórnsýslan eða meðferð pen- inga hafi verið ásættanleg. Það er áríðandi viðfangsefni fyrir kjörna fulltrúa, starfsfólk borgarinnar og þá sem sinna opinberu eftirliti með stjórnsýslu og fjármálum sveitarfé- laga. Á þessu hafa verið mikil van- höld síðustu ár. Mikilvægast er þó hlutverk kjós- enda að fylgjast með hvernig okkur takist til og veita þannig borgastjórn nauðsynlegt aðhald. Öll viljum við gera vel þegar við förum með al- mannafé. Vonandi. Í fjárhagsáætlun borgarinnar sem nú liggur fyrir er allt of mikið horft til lántöku og aukinnar skuldsetn- ingar. Og allt of lítið til hagræðingar, lækkunar rekstrarkostnaðar, lækk- ana á gjaldskrám og sköttum. Það er allavega okkar skoðun borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Það hefði mátt gera svo miklu betur. Aðhald og eftirlit borgarbúa Eftir Örn Þórðarson Örn Þórðarson »Með þessu agaða vinnulagi er betur tryggt að borgarbúar geti veitt aðhald og látið borgarstjórn sæta ábyrgð á eigin lausatökum. Höfundur er borgarfulltrúi og fyrrverandi sveitarstjóri. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Jólaleyndarmál Matarkjallarans Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is Aðalstræti 2 | s. 558 0000 VEITINGASTAÐUR Á BESTA STAÐ Í SMÁRALIND NÝR OG GLÆSILEGUR ALLIR LEIKIR · ALLAR DEILDIR · ALLT SPORT Á EINUM STAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.