Morgunblaðið - 21.11.2019, Page 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
Fagleg þjónusta fyrir fólk í
framkvæmdum
www.flugger.is
60 ára Stefán ólst upp
á Mælivöllum á Jökul-
dal en flutti yfir á
næsta bæ, Hnefilsdal,
1983 og hóf þar sauð-
fjárbúskap. Hann er
með 400 gripi og vinn-
ur líka töluvert við
smíðar utan bús.
Maki: Halldóra Hildur Eyþórsdóttir, f.
1963, frá Mælivöllum, stuðningsfulltrúi
og ræstitæknir við Brúarásskóla.
Börn: Eyþór Stefánsson, f. 1986, og
Bergvin Stefánsson, f. 1988. Barna-
börnin eru orðin tvö.
Foreldrar: Jón Hallgrímsson, f. 1930, d.
2017, bóndi á Mælivöllum, og Rannveig
Sigurðardóttir, f. 1939, fv. húsfreyja á
Mælivöllum, nú búsett á Egilsstöðum.
Stefán Hrafn
Jónsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þess að leyndarmál þín
liggi ekki á glámbekk. Smávegis tiltekt
núna sparar þér ærna fyrirhöfn síðar. Þú
treystir vissum aðila ekki fyrir horn.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft sennilega að breyta ferða-
áætlunum þínum. Örvæntu samt ekki, það
verður þér til góðs. Hikaðu ekki við að
segja skoðun þína.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vilji er allt sem þarf og í raun er
fátt sem þú getur ekki því takmörk þín eru
bundin hugmyndafluginu einu. Bakslag í
vissu máli er aðeins tímabundið og staðan
verður önnur eftir einn til tvo daga.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það stefnir í átök með þér og sam-
starfsmanni þínum. Tjáðu þig og þér mun
líða betur. Gefðu þér tíma til að hvílast.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Því meira sem þú leggur þig fram í
lífinu, þeim mun meira færðu út úr því.
Hafðu augun opin fyrir fólkinu í kringum
þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu ekki heimilisverkin sitja á
hakanum. Sýndu sjálfsöryggi og þá munu
aðrir sjá þig í jákvæðu ljósi. Það kemur
dagur eftir þennan dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú munt hugsanlega rekast á stór-
skrýtinn einstakling í dag. Skrifaðu niður
hugmyndirnar sem þú færð, þú gætir nýtt
þér þær síðar á ævinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Endurskoðaðu afstöðu þína
til þess hvers þú þarfnast og þess sem þú
getur verið án. Brenndu allar brýr að baki
þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú skalt sýna öðrum þolin-
mæði í dag. Dagurinn í dag er tilvalinn til
þess að horfast í augu við staðreyndir
varðandi ástarsamband.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert orðinn leiður á verkefni
er hófst fyrir löngu. Þig langar til að sjá
fyrir endann á því.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Oft virðumst við þurfa áföll til
að gera okkur grein fyrir því hversu mikil
væntumþykja er nauðsynleg í okkar dag-
lega lífi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Farðu varlega í samskiptum við
ókunnuga sérstaklega ef þau snúast um
fjármál að einhverju leyti.
barnabörn komið til Íslands í heim-
sókn og kemur m.a. elsti sonurinn nú
árlega og dvelur hér í mánuð á sumr-
in.
Helsta áhugamál Arndísar er lest-
ur bóka (Kindle) og þá helst spennu-
sögur. Hún les oft 1-2 bækur á viku.
Einnig hefur hún áhuga á mat, þ.e. að
elda og baka, enda eldar hún daglega
og bakar a.m.k. einu sinni í viku.
Mæðgurnar Arndís og Lára fara
reglulega á tónleika Stórsveitarinnar
hér en einnig eru þær með fasta miða
í Sinfóníunni. Arndís er mest fyrir
tónlist áranna um 1940-50 og þá bæði
djass og dægurtónlist, Frank Si-
natra, Bing Crosby o.fl. Svo er pólitík
ofarlega á blaði og fylgist hún vel með
bæði hér og erlendis. Hún fylgist með
erlendum fréttum á Sky News og
CNN og les tímaritið Time. Hann-
yrðir voru líka ofarlega á blaði en hún
stundar þær ekki lengur, þar sem
gigtin leyfir það ekki.
„Lífið hefur ef til vill ekki alltaf
verið „dans á rósum“, en hver vill
dansa á þyrnum sem því myndu
fylgja? Að vera í nýju landi án fjöl-
skyldu minnar á Íslandi, með fimm
börn á heimili, of dýrt að hringja, en
bréfum fagnað og einnig íslenskum
og dönskum blöðum sendum að heim-
an ásamt bréfum. Beðið var eftir
skammt frá, sem öslaði í snjó upp í
mitti til að komast í hús mér til hjálp-
ar.“
Arndís flutti alkomin heim 2003 og
hafði þá selt húsið sitt í Somers. Eftir
það hefur hún ferðast til Bandaríkj-
anna á hverju ári og heimsækir börn-
in sín sex og fjölskyldur þeirra sem
búa þar. Einnig hafa börn hennar og
A
rndís Sigurðardóttir
Genualdo er fædd 21.
nóvember 1924 á Ísa-
firði og bjó þar til ársins
1930 þegar fjölskyldan
flutti til Reykjavíkur, fyrst á Öldu-
götu 59 en síðar í Vonarstræti 2.
Heimilið í Vonarstræti 2 var stórt,
þar bjuggu 14 manns og var mjög oft
gestkvæmt, ættingjar utan af landi
sem gistu næturlangt og oft margar
nætur. Þar sem heimilið var í miðbæ
Reykjavíkur kom oft fólk í kaffi á
kvöldin eftir bíóferð í bænum. Alltaf
var hellt upp á kl. 10 á kvöldin. Einnig
var mjög gestkvæmt um helgar og
því var bakað mjög mikið til að eiga
nóg með kaffinu. Arndís aðstoðaði
móður sína, sem var ekki heilsugóð
og dvaldi oft á sjúkrastofnunum, með
því að stjórna heimilinu, sauma föt á
yngri börnin, strauja, elda og baka.
Seinna þegar hún giftist aftur tók
yngri systir hennar Sigríður við og sá
um og stjórnaði þessu stóra heimili
en þá voru eldri systkinin farin að
heiman en samt töluvert eftir og allt-
af sami gestagangurinn. Arndís var í
sveit mörg sumur í Æðey í Ísafjarð-
ardjúpi og einnig í Hafnardal hjá afa
sínum Pétri Pálssyni. „Að vera í sveit
öll sumur gefur lærdóm sem endist
allt lífið,“ segir Arndís.
Arndís gekk í Landakotsskóla og
síðar í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur
og var eitt ár í Menntaskólanum í
Reykjavík. Hún var lengst af heima-
vinnandi húsmóðir en starfaði á yngri
árum við skrifstofu- og versl-
unarstörf. Í Bandaríkjunum starfaði
hún sem aðstoðarmatreiðslumaður í
sérskóla sem rekinn var af kaþólsku
kirkjunni þar fyrir unga drengi sem
höfðu komist í kast við lögin.
Arndís bjó í Somers í New York-
ríki með seinni eiginmanni sínum og
börnum, en hún flutti þangað út 1961
og það var í fyrsta sinn sem hún fór til
útlanda. Fyrstu árin fór eiginmaður-
inn tímabundið erlendis til vinnu og
Arndís var ekki með bílpróf. „En ég
kynntist indælu, hjálpsömu fólki, sem
alltaf var tilbúið til aðstoðar. Ein-
mana móðir með fullt hús af börnum í
nýju landi, enginn strætó eða bíll en
góðir nágrannar tilbúnir til aðstoðar.
Ef barn t.d. veiktist bjó læknir
póstinum á hverjum degi með von um
póst frá Íslandi.
Maður verður að meta það já-
kvæða á móti hinu neikvæða og í
mínu lífi er það jákvæða langt yfir
hinu neikvæða. Sem sagt mitt líf
kemur út með stóran plús. Fyrst er
það góð heilsa, svo barnalán, frábær
æska með bestu foreldrum sem gef-
ast. Að alast upp á menningarheimili,
fullt af bókum, umræður við matar-
borðið um allt sem skiptir máli,
heimsmál, viðburði, pólitík, vandamál
útgerða, innlend sem erlend stjórn-
mál. Þetta hefur verið mér sem lífs-
föruneyti alla ævi.“
Fjölskylda
Fyrri eiginmaður Arndísar var
Guðmundur Kjartan Runólfsson, f.
20.6. 1920, d. 27.10. 2002, hljóðfæra-
leikari og vélstjóri, síðast búsettur í
Bandaríkjunum. Þau skildu. Seinni
eiginmaður Arndísar var Lawrence
A. Genualdo, f. 22.7. 1920, d. 3.7. 2000,
vann í rafstöð í herskólanum West
Point í New York-ríki. Þau skildu
einnig.
Börn Arndísar eru 1) Lára Kjart-
ansdóttir, f. 20.7. 1946, fv. deildar-
stjóri hjá Icelandair Cargo, bús. í
Garðabæ. Hún á tvö börn; 2) Sig-
urður Ragnar Kjartansson, f. 7.12.
1949, fv. flutningabílstjóri, bús. í
Newburgh, New York, hann á þrjú
börn; 3) Ciretta Genualdo Green, f.
19.10. 1957, vinnur á ferðaskrifstofu,
bús í Bozeman, Montana, hún á eitt
barn; 4) Lawrence C. Genualdo, f.
25.12. 1958, vann fyrir Cadillac, vinn-
ur nú sjálfstætt við húsasmíðar, bús. í
Winnetka, Kaliforníu, hann á tvö
börn; 5) Anthony E. Genualdo, f. 2.8.
1960, húsamálari, bús. í Lake Lin-
colndale, New York, hann á tvö börn;
6) Michael Genualdo, f. 20.6. 1962,
vinnur fyrir Fedex, bús. í Wapp-
ingers Falls, New York, hann á fjög-
ur börn; 7) Henry Genualdo, f. 14.10.
1965, pípulagningameistari, bús. í Mt.
Kisco, New York, hann á tvö börn.
Barnabörnin eru 16 og lang-
ömmubörnin eru 9 talsins.
Systkini Arndísar: Páll Sigurðsson,
f. 1927, d. 2018, fyrrv. forstjóri; Krist-
ján Sigurðsson, f. 1930, d. 1931; Krist-
ján Sigurðsson, f. 1933, vélstjóri,
Arndís Sigurðardóttir Genualdo, húsmóðir í Garðabæ – 95 ára
Ásamt börnunum Frá vinstri: Lawrence, Henry, Lára, Michael, Arndís,
Anthony, Ciretta og Sigurður Ragnar stödd í Hunter Mountain í Catskills,
New York, í brúðkaupi sonurdóttur Arndísar haustið 2014.
Lífið kemur út með stóran plús
Afmælisbarnið Arndís um jólin 2018.
40 ára Eyrún ólst upp
í Breiðholti en býr í
Grundunum í Kópa-
vogi. Hún er félags-
ráðgjafi að mennt frá
HÍ og er starfsendur-
hæfingarráðgjafi hjá
stéttarfélaginu Hlíf
fyrir VIRK.
Maki: Jón Kristján Rögnvaldsson, f.
1981, félagsráðgjafi og deildarstjóri á
félagsráðgjafasviði HÍ.
Börn: Þórdís Júlía Jónsdóttir, f. 2005,
Kári Steinn Jónsson, f. 2008, og Freydís
Una Jónsdóttir, f. 2014.
Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson, f.
1952, vélfræðingur, og Sigríður Una
Eiríksdóttir, f. 1957, bókari. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Eyrún Unnur
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is