Morgunblaðið - 21.11.2019, Blaðsíða 56
56 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2019
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
DHL-höllin: KR – Njarðvík ................ 19.15
Dalhús: Fjölnir – Tindastóll ................ 19.15
Mustad-höllin: Grindavík – Valur ....... 19.15
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – Sindri ...... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Coca Cola-bikar karla, 16-liða úrslit:
Austurberg: ÍR – Mílan ............................ 19
TM-höllin: Stjarnan – HK ................... 19.30
Hertz-höllin: Grótta – FH ................... 19.30
Ásvellir: Haukar – Valur...................... 19.30
Í KVÖLD!
Dominos-deild karla
Þór Ak. – Stjarnan............................ 101:104
Staðan:
Keflavík 7 6 1 627:570 12
Stjarnan 8 6 2 727:689 12
Tindastóll 7 5 2 615:576 10
KR 7 5 2 597:552 10
Haukar 7 4 3 643:614 8
Þór Þ. 7 4 3 576:580 8
ÍR 7 4 3 582:611 8
Njarðvík 7 3 4 576:504 6
Valur 7 3 4 580:603 6
Grindavik 7 2 5 591:618 4
Fjölnir 7 1 6 590:636 2
Þór Ak. 8 0 8 619:770 0
Dominos-deild kvenna
Keflavík – Snæfell ................................ 89:66
Staðan:
Valur 7 7 0 622:428 14
KR 7 6 1 547:475 12
Keflavík 7 4 3 523:489 8
Skallagrímur 7 4 3 471:468 8
Haukar 7 4 3 468:449 8
Snæfell 7 2 5 450:520 4
Breiðablik 7 1 6 415:533 2
Grindavík 7 0 7 433:567 0
Evrópubikarinn
C-RIÐILL:
UNICS Kazan – Nanterre .................. 72:79
Haukur Helgi Pálsson lék ekki með UN-
ICS Kazan vegna meiðsla.
UNICS Kazan 5/3, Darussafaka 5/3, Jo-
ventut Badalona 4/4, Brescia 4/4, Nanterre
3/5, Cedevita Olimpija 3/5.
Meistaradeild Evrópu
D-RIÐILL:
PAOK Saloniki – Zaragoza................ 93:78
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig og
tók 3 fráköst fyrir Zaragoza sem hefur unn-
ið 3 leiki af 6.
NBA-deildin
Memphis – Golden State.................... 95:114
New Orleans – Portland .................. 115:104
Sacramento – Phoenix ..................... 120:116
LA Lakers – Oklahoma City ........... 112:107
KÖRFUBOLTI
UPPRIFJUN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þegar Þórsarar frá Akureyri skor-
uðu aðeins tvö stig í síðasta leik-
hlutanum gegn Njarðvík í úrvals-
deild karla í körfubolta á dögunum
töldu að vonum margir að um met
væri að ræða í deildinni.
Njarðvík gerði 22 stig gegn
tveimur stigum Akureyringa á
þessum síðustu tíu mínútum og
vann leikinn með miklum yfirburð-
um, 113:52.
En metið í deildinni stendur
óhaggað og ljóst er að það verður
aldrei slegið. Enda ekki hægt og
aðeins mögulegt að jafna það.
KR-ingum mistókst nefnilega að
skora eitt einasta stig í öðrum leik-
hluta 28. febrúar árið 2002 þegar
þeir fengu Keflvíkinga í heimsókn í
Vesturbæinn.
Þeir höfðu farið á kostum í fyrsta
leikhluta, skorað 34 stig gegn 16,
og hægðu greinilega allverulega á
sér í kjölfarið. Annan leikhlutann
vann Keflavík nefnilega 13:0 og
KR-ingar gengu því til hálfleiks
með fimm stiga forystu, 34:29.
Það merkilega er að núllið í öðr-
um leikhluta kom ekki að sök fyrir
KR-inga sem unnu leikinn að lok-
um allsannfærandi, 76:64.
Sigurður Elvar Þórólfsson skrif-
aði um leikinn fyrir Morgunblaðið
og fram kom að KR hefði átt tutt-
ugu skot að körfu í leikhlutanum án
þess að boltinn hefði ratað ofan í.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari
Keflavíkur, hefði gripið til svæð-
isvarnar í öðrum leikhluta:
„… minnugur þess að KR hafði tap-
að fyrir Breiðabliki á dögunum þar
sem Kópavogsliðið beitti sama her-
bragði,“ eins og Sigurður Elvar
segir í greininni. Hann vitnar enn-
fremur til fróðra manna: „Jafnvel
spekingar á við hinn talnaglögga
Sigurð Valgeirsson frá Keflavík
mundu ekki eftir öðru eins.“
Tveir enn í liði KR-inga
Þó að tæp átján ár séu liðin frá
þessari viðureign tóku tveir núver-
andi leikmenn KR þátt í þessum
sögulega leik, þeir Jón Arnór Stef-
ánsson og Helgi Már Magnússon,
sem þá voru um tvítugt. Þeir voru
stigahæstir KR-inga í leiknum, Jón
Arnór með 23 stig og Helgi með 17,
og þess var sérstaklega getið að
Jón Arnór hefði hvorki skorað í
öðrum né þriðja leikhluta. Arnar
Kárason lék einnig með KR þetta
kvöld en hann er enn leikmaður
Tindastóls. Þá voru í liði KR kapp-
ar á borð við Herbert Arnarson,
núverandi formann landsliðsnefnd-
ar, Keith Vassell og Ólaf J. Orms-
son.
Keflvíkingar voru með leikmenn
á borð við Fal Harðarson, Sverri
Þór Sverrisson, Magnús Gunn-
arsson, Guðjón Skúlason og Damon
Johnson í sínu liði. Damon skoraði
23 stig fyrir Keflvíkinga og Guðjón
19.
Skoruðu ekki í
heilum leikhluta
Metið aldrei slegið en unnu leikinn
Morgunblaðið/Ásdís
2002 Keflvíkingurinn Sverrir Þór Sverrisson og KR-ingarnir Keith Vassell
og Jón Arnór Stefánsson í umræddum leik fyrir tæplega átján árum.
Janus Daði Smárason átti afar góð-
an leik fyrir Aalborg er liðið vann
32:26-sigur á Bjerringbro-
Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í
handbolta í gær. Janus Daði skor-
aði tíu mörk úr tólf skotum og gaf
þrjár stoðsendingar en Selfyssing-
urinn hefur átt afar góðu gengi að
fagna með meistara- og toppliðinu
á leiktíðinni. Ómar Ingi Magnússon
lék ekki með Aalborg vegna höf-
uðmeiðsla og Þráinn Orri Jónsson
komst ekki á blað hjá Bjerringbro-
Silkeborg. Aalborg er með fjögurra
stiga forskot á toppi deildarinnar.
Janus í banastuði
í Danmörku
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflugur Janus Daði Smárason
Kristján Andrésson og lærisveinar
hans í þýska liðinu Rhein-Neckar
Löwen urðu í gær fyrstir til að
tryggja sér sæti í riðlakeppni EHF-
bikars karla í handbolta.
Löwen vann þá sannfærandi
28:17-sigur á SKA Minks frá Hvíta-
Rússlandi í 32-liða úrslitum. Fyrri
leiknum lauk með 32:28-sigri Lö-
wen og fer þýska liðið því áfram
með samanlögðum 61:45-sigri.
Alexander Petersson var í leik-
mannahópi Löwen í gær, en hann
kom ekkert við sögu. Löwen er í
þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar.
Kristján stýrði
ljónunum áfram
AFP
Kátur Kristján Andrésson fagnar.
Þýska knattspyrnufélagið Augsburg hefur staðfest að
landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason muni ekkert
spila meira með liðinu á þessu ári. Alfreð varð fyrir því
óláni að fara úr axlarlið snemma leiks í viðureign Íslend-
inga og Tyrkja í undankeppni EM í Istanbúl í síðustu
viku og hefur verið í meðferð hjá sjúkrateymi þýska liðs-
ins eftir að hann sneri aftur til Þýskalands.
„Meiðsli koma aldrei á réttum tíma. Því miður hef ég
verið óheppinn undanfarin ár en síðustu vikur hefur mér
liðið mjög vel. Ég mun gera mitt besta til að búa mig
undir seinni hluta tímabilsins eftir vetrarfríið,“ segir Al-
freð á heimasíðu Augsburg.
Alfreð hefur skorað tvö í níu leikjum með Augsburg í þýsku Bundeslig-
unni á tímabilinu. Hann mun missa af næstu sex leikjum liðsins en síðasti
leikur þess fyrir vetrarhlé verður 21. desember. Fyrsti leikurinn eftir
vetrarhléið er heimaleikur á móti Dortmund 18. janúar og ef allt gengur að
óskum í bataferlinu verður Alfreð klár í þann slag. gummih@mbl.is
Alfreð stefnir á 18. janúar
Alfreð
Finnbogason
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðs-
maður í körfubolta, var í fyrsta
skipti í byrjunarliði spænska liðsins
Zaragoza er liðið mátti þola 78:93-
tap fyrir PAOK frá Grikklandi á
útivelli í Meistaradeildinni í gær-
kvöldi. Tryggvi lék í tæpar sextán
mínútur og skoraði átta stig og tók
þrjú fráköst. Zaragoza leikur í D-
riðlinum og er í fjórða sætinu með
níu stig en PAOK er í botnsætinu
með sex stig. Zaragoza hefur komið
á óvart í spænsku deildinni og er í
þriðja sæti eftir níu umferðir.
Í fyrsta skipti
í byrjunarliði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sterkur Tryggvi Snær Hlinason
Krókháls 1 • 110 RVK • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
BRÉFPOKAR
Í ALLSKONAR STÆRÐUM
OG GERÐUM
LÍMMIÐAR
Fáðu tilboð í límmiða eða umbúðir
Jóla
Einnig mikið úrval
af jólalímmiðum