Fréttablaðið - 05.02.2020, Side 2
Veður
Vaxandi sunnanátt, 8-15 m/s með
slyddu eða snjókomu upp úr
hádegi, en síðar rigningu. Heldur
hægari og þurrt NA-lands, en dálítil
slydda þar í kvöld. Hlýnandi veður,
hiti 1 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 18
Heim á hádegi
K VIK MYNDAG E R Ð „Við biðjum
ykkur góðfúslega um að sýna okkur
tillit,“ segir í ákalli frá RVK studios
sem hyggur á gerð sjónvarpsþátta
seríu og ætlar að vera við tökur í Vík
í Mýrdal um miðjan mars.
„Þetta er fyrir sjónvarpsþátta
seríuna „Kötlu“ sem er skálduð
þáttaröð sem gerist í Kötlugosi.
Bærinn á að líta út fyrir að vera yfir
gefinn að mestu og því þurfum við
að breyta ásýnd gatna og nokkurra
húsa í bænum. Þetta gerum við ekki
án ykkar hjálpar,“ segir í tilkynn
ingu sem birt er á veg Mýrdals
hrepps. „Við reynum að hafa við
dvöl okkar í bænum sem stysta og
lofum því að taka vel til eftir okkur.“
Katla er framleidd fyrir alþjóð
legu streymisveituna Netflix. Þátt
unum hefur meðal annars verið lýst
sem yfirnáttúrulegum eldfjalla
trylli þar sem atburðarásin hefst
þegar alþjóðlegur hópur vísinda
manna sendir neyðarkall ofan af
jökli. Í ljós kemur að undir ísnum
reynist geymd hætta sem mikil ógn
stafar af sé hún leyst úr læðingi. – gar
Vík í Mýrdal
yfirgefin í
vísindatrylli
Sigurjón Kjartansson og framleið-
andinn Baltasar Kormákur við tökur
á Ófærð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
Öskudagsbúningar!
Tvær rafskútuleigur eru starfræktar í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SAMGÖNGUR Innflutningur og sala
á rafhlaupahjólum, eða rafskútum,
hefur aukist mikið á síðustu árum.
Hægt er að kaupa slík tæki á fjöl
mörgum sölustöðum. Eru nú starf
ræktar tvær leigur í Reykjavík, þar
af ein sem býður upp á hlaupahjól
allt árið um kring með negld dekk.
Stefnir allt í mikla aukningu á notk
un í sumar. Lögreglan hefur áhyggj
ur af þróuninni í ljósi reynslu ann
arra þjóða.
„Við höfum áhyggjur af þessu.
Við höfum komið þeim á fram
færi við Samgöngustofu,“ segir
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri
í umferðardeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. „Við urðum
nokkuð vör við þessi hlaupahjól
síðasta sumar. Það eru skráð sex
slys á hlaupahjólum í fyrra hjá lög
reglunni á höfuðborgarsvæðinu“
Jökull Sólberg Auðunsson ráð
gjafi hefur fylgst vel með rafhlaupa
hjólamarkaðnum, bæði hér á landi
og erlendis, hann segir raf hjólin
komin til að vera. „Það er mögulegt
að svona rafknúinn ferðamáti fari
að saxa á bíla, við erum að sjá Póst
inn vera að nota rafmagnshjól og
svo veit ég að það hefur verið skoð
að að senda mat á rafhjólum,“ segir
Jökull. Verð á raf hlaupahjólum
hefur farið lækkandi, er hægt að fá
þau á allt niður í 50 þúsund krónur.
Varðandi slys segir Jökull Sólberg
að hjól séu öruggari en hlaupahjól
in. „Þyngdarpunkturinn er hærri
til dæmis. En það er eitthvað sem
heillar á móti, þetta er skemmti
legt og fólk virðist vera opið fyrir
að prófa þetta.“
Samk væmt u mferðarlög u m
mega rafmagnshjól eingöngu vera á
gangstéttum og göngustígum, ekki
á götum. Gangandi vegfarendur
eiga alltaf réttinn á gangstéttum
eða göngustígum. Hjólreiðamaður
eða sá sem er á rafmagnshlaupa
hjóli á að víkja fyrir gangandi
vegfarenda. Þá er hjálmaskylda
fyrir alla undir 16 ára aldri. Einn
ig er bannað að keyra á þeim undir
áhrifum áfengis.
„Við höfum verið í sambandi við
kollega okkar á hinum Norður
löndunum. Þar eru vandamál í
kringum rafhlaupahjólaleigur þar
sem ölvaðir einstaklingar leigja hjól
og valda slysum á sér og öðrum.
Við sáum eitt slíkt slys í fyrra hér
á landi,“ segir Árni. „Við höfum
áhyggjur en á móti kemur að þetta
er sniðugur ferðamáti og umhverf
isvænn ef þetta er notað rétt. Nú
verður að koma í ljós hvernig
Íslendingar geta unnið á gang
stéttum ýmist gangandi, hjólandi,
skokkandi eða á rafhlaupahjólum.“
arib@frettabladid.is
Áhyggjur lögreglu af
rafhlaupahjólaslysum
Sala á rafhlaupahjólum hefur aukist umtalsvert. Aðalvarðstjóri umferðar-
deildar lögreglu hefur áhyggjur en sex slys voru skráð í fyrra. Horft til reynslu
Norðurlanda af rafskútuleigum þar sem ölvaðir leigutakar hafa valdið slysum.
Við höfum áhyggjur
en á móti kemur að
þetta er sniðugur ferðamáti
og umhverfisvænn ef þetta
er notað rétt.
Árni Friðleifsson,
aðalvarðstjóri
Aðgerðir verkalýðsfélagsins Ef lingar hafa raskað leikskólastarfi hjá Reykjavíkurborg. Á skóla- og frístundasviði borgarinnar starfa um eitt
þúsund félagsmenn Ef lingar. Senda þurfti 3.500 börn, eða helming allra leikskólabarna borgarinnar, heim á hádegi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VEÐUR Gular veðurviðvaranir eru í
gildi í dag um allt land og gilda til
hádegis á morgun. Hlýjum sunn
anáttum með mikilli rigningu er
spáð á sunnan og vestanverðu
landinu.
Leysingum er spáð um allt land
en reiknað er með vatnavöxtum í
ám og lækjum á sunnanverðu og
vestanverðu landinu, á Tröllaskaga
og sunnanverðum Vestfjörðum.
Einnig auknum líkum á krapa
f lóðum. Veðurstofan hvetur íbúa
til að hreinsa frá niðurföllum og
fráveituskurðum.
Þá eru í gildi gular viðvaranir
vegna sunnanstorms á Vestfjörð
um, Ströndum, Norðurlandi vestra
og Norðurlandi eystra. Búist er við
að vindstyrkur verði 1523 metrar á
sekúndu en 40 metrar í staðbundn
um vindstrengjum.
Vetrarfærð hefur verið í öllum
landshlutum. Vegagerðin varar við
aukinni hálku vegna hlýinda. – sar
Spá leysingum
um allt land
5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð