Fréttablaðið - 05.02.2020, Side 2

Fréttablaðið - 05.02.2020, Side 2
Veður Vaxandi sunnanátt, 8-15 m/s með slyddu eða snjókomu upp úr hádegi, en síðar rigningu. Heldur hægari og þurrt NA-lands, en dálítil slydda þar í kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 18 Heim á hádegi K VIK MYNDAG E R Ð „Við biðjum ykkur góðfúslega um að sýna okkur tillit,“ segir í ákalli frá RVK studios sem hyggur á gerð sjónvarpsþátta­ seríu og ætlar að vera við tökur í Vík í Mýrdal um miðjan mars. „Þetta er fyrir sjónvarpsþátta­ seríuna „Kötlu“ sem er skálduð þáttaröð sem gerist í Kötlugosi. Bærinn á að líta út fyrir að vera yfir­ gefinn að mestu og því þurfum við að breyta ásýnd gatna og nokkurra húsa í bænum. Þetta gerum við ekki án ykkar hjálpar,“ segir í tilkynn­ ingu sem birt er á veg Mýrdals­ hrepps. „Við reynum að hafa við­ dvöl okkar í bænum sem stysta og lofum því að taka vel til eftir okkur.“ Katla er framleidd fyrir alþjóð­ legu streymisveituna Netflix. Þátt­ unum hefur meðal annars verið lýst sem yfirnáttúrulegum eldfjalla­ trylli þar sem atburðarásin hefst þegar alþjóðlegur hópur vísinda­ manna sendir neyðarkall ofan af jökli. Í ljós kemur að undir ísnum reynist geymd hætta sem mikil ógn stafar af sé hún leyst úr læðingi. – gar Vík í Mýrdal yfirgefin í vísindatrylli Sigurjón Kjartansson og framleið- andinn Baltasar Kormákur við tökur á Ófærð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Öskudagsbúningar! Tvær rafskútuleigur eru starfræktar í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUR Innflutningur og sala á rafhlaupahjólum, eða rafskútum, hefur aukist mikið á síðustu árum. Hægt er að kaupa slík tæki á fjöl­ mörgum sölustöðum. Eru nú starf­ ræktar tvær leigur í Reykjavík, þar af ein sem býður upp á hlaupahjól allt árið um kring með negld dekk. Stefnir allt í mikla aukningu á notk­ un í sumar. Lögreglan hefur áhyggj­ ur af þróuninni í ljósi reynslu ann­ arra þjóða. „Við höfum áhyggjur af þessu. Við höfum komið þeim á fram­ færi við Samgöngustofu,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við urðum nokkuð vör við þessi hlaupahjól síðasta sumar. Það eru skráð sex slys á hlaupahjólum í fyrra hjá lög­ reglunni á höfuðborgarsvæðinu“ Jökull Sólberg Auðunsson ráð­ gjafi hefur fylgst vel með rafhlaupa­ hjólamarkaðnum, bæði hér á landi og erlendis, hann segir raf hjólin komin til að vera. „Það er mögulegt að svona rafknúinn ferðamáti fari að saxa á bíla, við erum að sjá Póst­ inn vera að nota rafmagnshjól og svo veit ég að það hefur verið skoð­ að að senda mat á rafhjólum,“ segir Jökull. Verð á raf hlaupahjólum hefur farið lækkandi, er hægt að fá þau á allt niður í 50 þúsund krónur. Varðandi slys segir Jökull Sólberg að hjól séu öruggari en hlaupahjól­ in. „Þyngdarpunkturinn er hærri til dæmis. En það er eitthvað sem heillar á móti, þetta er skemmti­ legt og fólk virðist vera opið fyrir að prófa þetta.“ Samk væmt u mferðarlög u m mega rafmagnshjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á götum. Gangandi vegfarendur eiga alltaf réttinn á gangstéttum eða göngustígum. Hjólreiðamaður eða sá sem er á rafmagnshlaupa­ hjóli á að víkja fyrir gangandi vegfarenda. Þá er hjálmaskylda fyrir alla undir 16 ára aldri. Einn­ ig er bannað að keyra á þeim undir áhrifum áfengis. „Við höfum verið í sambandi við kollega okkar á hinum Norður­ löndunum. Þar eru vandamál í kringum rafhlaupahjólaleigur þar sem ölvaðir einstaklingar leigja hjól og valda slysum á sér og öðrum. Við sáum eitt slíkt slys í fyrra hér á landi,“ segir Árni. „Við höfum áhyggjur en á móti kemur að þetta er sniðugur ferðamáti og umhverf­ isvænn ef þetta er notað rétt. Nú verður að koma í ljós hvernig Íslendingar geta unnið á gang­ stéttum ýmist gangandi, hjólandi, skokkandi eða á rafhlaupahjólum.“ arib@frettabladid.is Áhyggjur lögreglu af rafhlaupahjólaslysum Sala á rafhlaupahjólum hefur aukist umtalsvert. Aðalvarðstjóri umferðar- deildar lögreglu hefur áhyggjur en sex slys voru skráð í fyrra. Horft til reynslu Norðurlanda af rafskútuleigum þar sem ölvaðir leigutakar hafa valdið slysum. Við höfum áhyggjur en á móti kemur að þetta er sniðugur ferðamáti og umhverfisvænn ef þetta er notað rétt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri Aðgerðir verkalýðsfélagsins Ef lingar hafa raskað leikskólastarfi hjá Reykjavíkurborg. Á skóla- og frístundasviði borgarinnar starfa um eitt þúsund félagsmenn Ef lingar. Senda þurfti 3.500 börn, eða helming allra leikskólabarna borgarinnar, heim á hádegi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VEÐUR Gular veðurviðvaranir eru í gildi í dag um allt land og gilda til hádegis á morgun. Hlýjum sunn­ anáttum með mikilli rigningu er spáð á sunnan­ og vestanverðu landinu. Leysingum er spáð um allt land en reiknað er með vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnanverðu og vestanverðu landinu, á Tröllaskaga og sunnanverðum Vestfjörðum. Einnig auknum líkum á krapa­ f lóðum. Veðurstofan hvetur íbúa til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum. Þá eru í gildi gular viðvaranir vegna sunnanstorms á Vestfjörð­ um, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Búist er við að vindstyrkur verði 15­23 metrar á sekúndu en 40 metrar í staðbundn­ um vindstrengjum. Vetrarfærð hefur verið í öllum landshlutum. Vegagerðin varar við aukinni hálku vegna hlýinda. – sar Spá leysingum um allt land 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.