Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 31
Ef eigendur skráðra
hlutabréfa telja
þetta fyrirkomulag tryggja
bestu samsetningu stjórnar
og stjórnarhætti félaganna,
þá má spyrja sig af hverju
opinber fyrirtæki hafi ekki
stigið sambærilegt skref við
val á sínum stjórnarmönn-
um.
Ef eitthvað er of
flókið eða óskýrt þá
er salan einfaldlega töpuð.Hugmyndin er að ver a me ð net-v e r s l u n m e ð nokkrum völdum vörumerkjum sem þjónar þeim til-
gangi að kúnninn geti fundið allt
á einum stað. Við erum að byrja
með Ginu Tricot og það mun verða
okkar stærsta vörumerki en ef
allt gengur að óskum munum við
bæta við f leiri vörumerkjum, sem
endurspeglar eftirspurn kúnnans,
segir Matthildur Ívarsdóttir, annar
af stofnendum netverslunarinnar
Noomi sem hefur umboð fyrir
sænska tískuvörumerkið Gina Tri-
cot á Íslandi og hóf starfsemi sína í
lok síðasta árs.
Matthildur er nýflutt til Íslands
eftir um átta ára dvöl í Svíþjóð.
Þangað flutti hún með eiginmanni
sínum og tveimur börnum árið
2012. Hún hóf framhaldsnám í
textílstjórnun við háskólann í Borås
en þar er þungamiðja sænskrar net-
verslunar.
„Í náminu lærði ég heilmikið
um netverslun og vörustjórnun á
því sviði. Á sama tíma var ég sjálf
að versla mikið á netinu og ég sá
fljótlega að það vantaði netverslun
með tískufatnað á Íslandi,“ segir
Matthildur. Eftir útskrift fékk
Matthildur tímabundna lærlings-
stöðu hjá Ginu Tricot og hún starf-
aði síðan hjá sænska hlífðarfatn-
aðarfyrirtækinu Didrikson, sem
er með höfuðstöðvar sínar í Borås,
og skandinavíska netverslunarris-
anum Nelly.
Matthildur kynntist Finni Guð-
jónssyni sem vinnur hjá Nelly og
saman ákváðu þau að leita við-
skiptatækifæra í netverslun. Niður-
staðan varð að lokum sú að reyna að
fá umboð fyrir Ginu Tricot á Íslandi.
Þau höfðu samband við sænska fyr-
irtækið sem hefur ekki verið með
nein umsvif á Íslandi hingað til.
„Þau tóku vel í tillöguna en fram
að því hafði Ísland ekki verið á
kortinu hjá Ginu Tricot. Þau höfðu
ekki talið að það væri eftir neinu
að slægjast á íslenska markaðinum.
En það má segja að opnanir H&M
og Lindex hafi rutt brautina að því
leyti að opnanir þessara verslana
á Íslandi sköpuðu fordæmi fyrir
því að þetta væri raunhæft og gæti
gengið. Auk þess hafði nýr forstjóri
tekið við stjórnartaumunum og
breytt um stefnu með því að opna
fyrir veitingu á söluumboðum eins
og því sem við höfum núna fengið
fyrir Ísland,“ segir Matthildur.
Sérðu mikil tækifæri í netverslun
með fatnað á Íslandi?
„Já, sérstaklega í ljósi þess að
Ísland er á eftir mörgum nágranna-
ríkjum á þessu sviði. Ég tel að fata-
verslun á Íslandi muni færast í
auknum mæli á netið og ein ástæða
fyrir því er sú að það er svo mikil
keyrsla í samfélaginu. Það eru allir
í fullri vinnu með börn og enginn
hefur tíma fyrir neitt. Þegar keyrsl-
an er svona mikil er gott að geta
pantað föt í rólegheitunum á netinu
og sleppt því að fara í verslanir og
máta föt í stressi. Að geta mátað
föt heima, þegar manni hentar er
breyta sem hefur heilmikil áhrif svo
ekki sé minnst á yngstu kynslóðina
sem hefur oftar en ekki takmarkaða
þolinmæði fyrir mátunarklefum
verslunarmiðstöðva,“ segir Matt-
hildur.
Eru áskoranir sem fylgja því að
netverslun er skammt á veg komin
hér á landi?
„Við finnum fyrir því að það er
meira hik hjá Íslendingum heldur
en til dæmis hjá Svíum. Það tekur
alltaf sinn tíma fyrir samfélag að
venjast nýjungum. Fólk er dálítið
hikandi við að panta á netinu, sér-
staklega í fyrsta skiptið, og það
veltir fyrir sér hvort það geti komið
og mátað fötin og hvort það sé ekki
vesen að skila vörunum,“ segir
Matthildur.
„Eins áætla margir að með því
að nýta sér netverslun af þessu tagi
sé það ávísun á að þurfa að bíða
lengi eftir vörunni. Eitt af því sem
við stærum okkur af er einmitt
þessi stutti biðtími samanborið
við erlendar netverslanir. Með því
að nýta sér innlenda netverslun
umfram erlendar er hægt að nýta
kraft smæðarinnar þannig að við
getum afgreitt pantanir tiltölulega
hratt og það eru jafnvel ekki nema
einn eða tveir dagar sem líða frá
fyrstu snertingu á vefnum og þar
til viðskiptavinurinn getur náð í
f líkina á pósthúsið eða í boxin,“
segir Matthildur.
Netverslun með fatnað er þannig
auðvelt og aðgengilegt fyrirkomulag
sem flestir geta tileinkað sér að sögn
Matthildar.
„Það er til dæmis vel hægt panta
tvær stærðir og máta þær báðar
heima. Við höfum lagt mikla
áherslu á að allt umstang í kringum
skil sé eins lítið og hægt er og það
endurspeglast vel í pakkningunum
okkar sem eru hannaðar þannig
að það sé einfalt að senda til baka.
Varan er bara sett aftur í pakkn-
ingarnar og endursendingarmið-
inn sem kemur með, er límdur á
og pakkinn afhentur á næsta póst-
húsi.“
Þá segir hún að upplýsingagjöf
um stærðir fatnaðar í netversl-
unum sé lykilatriði. Þannig sé hægt
að minnka óvissu um val og stærðir.
„Við reynum að minnka líkur á
að viðskiptavinir þurfi að vera að
skila og við gerum það með því að
vera með eins góða upplýsingagjöf
og mögulegt er þannig að fólk geti
séð stærðarkúrfuna og hvar eigi að
taka mál í takt við hana. Það þarf að
huga að mörgu til að viðskiptavinir
hætti ekki við kaupin. Ef eitthvað er
of f lókið eða óskýrt þá er salan ein-
faldlega töpuð.“
thorsteinn@frettabladid.is
Tískufatnaður Ginu Tricot til Íslands
Íslensk netverslun með tískuvörur Ginu Tricot hóf nýlega starfsemi. Íslendingar hika meira við netverslun en aðrar nágrannaþjóðir
að sögn stofnandans en það muni breytast. Segir mikilvægt að minnka allt umstang í kringum skil og óvissu um fatastærðir.
Matthildur er nýflutt til Íslands eftir um átta ár í Svíþjóð þar sem hún lærði textílstjórnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Mikill munur á póstþjónustunni
Matthildur segir að stór munur
á rekstrarumhverfinu á Íslandi
annars vegar og í Svíþjóð hins
vegar varði póstþjónustuna. Í Sví-
þjóð sé þjónustan mun þróaðri
og í talsverðan tíma hafi verið
reynt að koma til móts við þarfir
netverslana. Sú hafi ekki verið
raunin á Íslandi fyrr en nýlega.
„Við finnum að viðhorfið hefur
breyst. Nú spyr Íslandspóstur
hvað hægt sé að gera til að bæta
þjónustuna. Það skiptir miklu
máli vegna þess að við viljum að
kúnninn fái vöruna eins fljótt og
mögulegt er,“ segir Matthildur.
Birgir Jónsson, forstjóri Ís-
landspósts, sagði í viðtali við
Markaðinn í vetur að viðsnúningi
í rekstri fyrirtækisins hefði verið
náð á sama tíma og þjónusta
við viðskiptavini hefði verið
stóraukin. Íslandspóstur hefði til
að mynda þróað ýmsar nýjungar
í þjónustu við netverslanir og
bjóði nú upp á heimsendingar
samdægurs. Þá hefði verið þróuð
lausn til að dreifa matvörum
úr verslunum innan nokkurra
klukkustunda.
Á Íslandi er fjöldi fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Þau eru oftast stofnuð utan
um rekstur á vegum hins opinbera
sem þjóna viðskiptalegum tilgangi
og eru fjárhagslega sjálfstæðar
einingar. Á Íslandi er jafnframt
fjöldi ríkisstofnana fjármagnaður
af skatttekjum ríkissjóðs og/eða
með eigin rekstrartekjum eða lög-
bundnum þjónustutekjum.
Hjá stórum hluta ofangreindra
fyrirtækja er skipuð stjórn, en
önnur heyra beint undir ráðherra,
borgarstjóra eða bæjarstjóra hvers
sveitarfélags. Í f lestum tilvikum
skipar ráðherra eða meirihluti
sveitarstjórnar stjórnarmennina.
Áætla má að stjórnarmenn á vegum
hins opinbera séu nokkur hundruð
talsins hverju sinni. En hvar finnur
og hvernig velur ráðherrann eða
sveitarstjórnin þá einstaklinga sem
þeir skipa sem stjórnarmenn?
Á síðustu vikum hafa birst aug-
lýsingar í fjölmiðlum frá tilnefning-
arnefndum skráðra fyrirtækja þar
sem óskað er eftir framboðum og
tilnefningum til stjórnar viðkom-
andi félags. Tilnefningarnefndir
starfa í umboði hluthafa og er hlut-
verk þeirra að vera ráðgefandi við
val á stjórnarmönnum, meta hæfni
hvers og eins og huga að bestri sam-
setningu stjórnar til að takast á við
þær áskoranir sem fyrirtækið stend-
ur frammi fyrir við að fylgja eftir
stefnu þess. Hér mun ég ekki taka
afstöðu með eða á móti þessu fyrir-
komulagi. Hins vegar ef eigendur
skráðra hlutabréfa telja þetta fyrir-
komulag tryggja bestu samsetningu
stjórnar og stjórnarhætti félaganna,
þá má spyrja sig afhverju opinber
fyrirtæki hafi ekki stigið sambæri-
legt skref við val á sínum stjórnar-
mönnum. Hér skiptir ekki máli að
hluthafinn er einn, því fyrirtæki og
stofnanir í eigu hins opinbera hafa
í raun 360.000 eigendur á bak við
sig. Hér er lykilatriði hvernig við,
endanlegir eigendur þessara fyrir-
tækja, getum verið viss um að stjórn
sé samsett á sem bestan máta til að
hámarka þann árangur sem stefnu
fyrirtækisins er ætlað að ná, með
hámarksnýtingu skatttekna ríkis-
sjóðs og sveitarfélaga og ekki síður
án pólitískra sérhagsmuna eða
skammtímahugsunar.
Leiðbeiningum um stjórnarhætti
fyrirtækja er sérstaklega beint að
fyrirtækjum tengdum almanna-
hagsmunum og því er spurning
hvort æskilegt væri að opinber
fyrirtæki tækju mið af sömu leið-
beiningunum í starfsemi sinni. Því
má spyrja, samhliða fyrrgreindri
umfjöllun, hvort ráðherrann þurfi
ekki sína eigin tilnefningarnefnd
sem hefur þá ráðgefandi hlut-
verk (eða ef til vill vald) til að velja
stjórnarmennina. Þarf ráðherrann
eða sveitarstjórnin ekki að setja
niður opinberar verklagsreglur og
jafnframt þá grunn-, lykil- og per-
sónulega hæfni sem stjórnarmaður
þarf yfir að búa hverju sinni? Og
ekki síður, þarf viðkomandi stjórn-
vald ekki að tryggja að hæfir ein-
staklingar hafi tækifæri til að sækja
um stjórnarsetu? Hvar og hvenær
getur til dæmis Jón Jónsson skilað í
dag inn framboði í stjórn opinbers
fyrirtækis eða stofnunar? Hvar er
auglýst eftir þessum hæfu einstakl-
ingum? Hvar finnur ríkið þig?
Í mörgum tilvikum hefur ráð-
herra sett niður (mjög) grunn
hæfisskilyrði, samanber haldgóða
menntun. Í fáum tilvikum hefur
stjórn opinbers fyrirtækis skipað
sérstaka valnefnd. En er ferlið
almennt hjá hinu opinbera skýrt
og gagnstætt? Hvernig getum við
eigendur (þjóðin) verið viss um að
eini hluthafinn tryggi sterka liðs-
heild við stýringu stofnunarinnar
án pólitískra sérhagsmuna. Við eig-
endur opinberra fyrirtækja viljum
vera viss um að stjórnarmenn
myndi heildstæðan og fjölhæfan
hóp til ákvarðanatöku og eftirlits.
Í raun viljum við vera viss um að
allir þeir sem hafa bestu færnina
og getuna hafi tækifæri til að sækja
um og taka þátt í gagnsæju og fag-
legu vali. Stjórnarmenn opinberra
fyrirtækja eiga allir að geta svarað
óhikað spurningunni: „Hvers vegna
valdi ríkið þig í stjórn?“
Ég tel að við getum verið sam-
mála um að nokkur stór dæmi á
liðnum misserum, meðal annars
Sorpumálið í síðasta mánuði, sýna
mikilvægi þess að stjórnir opin-
berra fyrirtækja hafi á að skipa
sterkri liðsheild til að koma í veg
fyrir að stjórnin verði lítt starfhæf
vegna til dæmis óeiningar, póli-
tískra hagsmuna eða skorts á lykil-
færni til að sinna eftirlitshlutverki
sínu eða taka ákvarðanir um stefnu
fyrirtækisins?
Hvers vegna valdi ríkið þig?
Guðrún Tinna
Ólafsdóttir
stjórnarmaður í
skráðu fyrirtæki
og rekstrarstjóri
5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN