Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 9
+PLÚS
Christina Koch, geimfari hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, um borð í alþjóðlegu
geimstöðinni í gær. Hún mun snúa aftur til jarðar 6. febrúar, eftir 328 daga búsetu og störf um
borð í geimstöðinni. Engin kona hefur dvalið lengur í geimnum. Hlutverk hennar hefur verið að
hjálpa vísindamönnum við öflun gagna fyrir framtíðarverkefni á tunglinu og á Mars. MYND/NASA
Það þarf ekki bara að verja mannfólkið fyrir kórónavírus með andlits-
grímum. Það var að minnsta kosti skoðun eiganda þessa hunds sem hefur
fengið pappírsbikar fyrir vitin á göngu sinni í Peking í gær. NORDICPHOTOS/AFP Par með andlitsgrímur tekur sjálfu eða selfí á útsýnisstað í Hong Kong, Kína. NORDICPHOTOS/AFP
Elísabet 2.
Bretadrottning,
sem er 94 ára,
slær ekki slöku
við í embættis-
skyldum sínum.
Hér gengur hún
með James
Beck, foringja
í Konung-
lega breska
flughernum
(RAF), fram hjá
heiðursverði
RAF, í heimsókn
á nýrri þjálf-
unarmiðstöð
flughersins
fyrir flugmenn
nýrra herþota
sem bera heitið
F-35B Lightning
II. NORDIC
PHOTOS/GETTY
Það var mikið um dýrðir í gær á þjóðhátíðardegi Alþýðulýðveldisins Srí Lanka. Þetta eyríki út af
suðausturströnd Indlandsskaga fékk sjálfstæði frá Bretlandi 4. febrúar 1948. Hér eru dansarar
í skrúðgöngu á þjóðhátíðinni í Kólombó, höfuðborg og stærstu borg landsins. NORDICPHOTOS/AFP