Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 40
Sýningarsalur Draghálsi 4 - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is
TA
K
T
IK
5
5
6
3
#
Húsgögn fyrir hótel
og veitingastaði
135 ára hefð
Við státum af yr aldarlangri hefð. Við höfum búið til stóla síðan 1881, byggð á
Thonet stíl húsgagnagerðarhefðarinnar. Við erum erngjar í hæsta stigi
handverks sem er vel þegið af samfelldum kynslóðum viðskiptavina, undan-
tekningarlaust öruggir í vörumerkinu okkar.
Fameg - Um fyrirtæki
Hin einstaka viðar beygja tækni var upprunnin á 19. öld af Michael Thonet. Í
meira en heila öld höfum við haldið áfram með þetta magnaða iðn, búið til
tímalaus húsgögn fyrir komandi kynslóðir. Við hegðum okkur með tilliti til
fólks og náttúru í kringum okkur.
Verðlaunastóllinn
armchair
V e r ð l a u n a s t ó l l i n n
á r i ð 2 0 2 0 - A r c h
Handverksstólar í meira en 100 ár.
Thonet húsgagnahefðin kallar aðeins á
gegnheilan efnivið í hæsta gæðaflokki
TÓNLIST
Sinfóníutónleikar
Verk eftir Atla Heimi Sveinsson,
Snorra Sigfús Birgisson, Missy
Mazzoli, Báru Gísladóttur og
Huga Guðmundsson
Eldborg í Hörpu
Fimmtudaginn 30. janúar
Einleikari: Andreas Borregaard
Lírukassar eru sjaldséð sjón á
Íslandi og víðar sjálfsagt líka.
Maður rak því upp stór augu þegar
lírukassa var rúllað inn á svið í Eld-
borg á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands á Myrkum músík-
dögum á fimmtudagskvöldið. Þetta
var á undan frumf lutningnum á
harmóníkukonsert eftir Huga Guð-
mundsson sem bar heitið Box og var
einleikari Andreas Borregaard.
Verkið byrjaði bara eins og hver
annar einleikskonsert, með hljóm-
sveitarleik, harmóníkuleik og ein-
hverri blöndu þar á milli. En svo allt
í einu var eins og einleikarinn missti
áhugann á hljóðfærinu sínu og fór
að fikta við lírukassann. Hann opn-
aði hann varlega og fór svo að snúa
hjólinu sem lætur hann spila, en það
var brotakenndur vals. Á meðan lék
hljómsveitin undir og það skapaði
furðulega sterka heildarmynd. Við
tók nú óvanalega frumleg samsuða
lírukassaleiks og harmóníkuspils
með dyggri þátttöku hljómsveitar-
innar. Var hún í senn draumkennd
og nostalgísk, en einnig áleitin og
þrungin merkjanlegum sársauka
sem snart mann.
Guð bjargaði málunum
Konsertinn var í þremur hlutum.
Annar hlutinn bar yfirskriftina
Deus ex machina, það er, Guð í vél-
inni. Það er nafnið á ódýru bragði
í leikhúsi, kvikmyndum eða skáld-
sögu, þegar eitthvað óvænt gerist
sem reddar annars óleysanlegu
vandamáli eða aðstæðum. Hug-
takið átti við konsertinn í heild
sinni, lírukassinn var svo sannar-
lega Guð í vélinni, utanaðkomandi
afl sem breytti atburðarásinni svo
Lírukassinn rokkaði á Sinfóníutónleikum
Þetta er án efa einn merkasti einleikskonsert íslenskra tónbókmennta, segir í dómnum um Box, verk Huga Guð-
mundssonar tónskálds, þar sem harmóníka og lírukassi komu meðal annars við sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
5. FEBRÚAR 2020
Orðsins list
Hvað? Menntadagur atvinnulífsins
Hvenær? 08.30-11.30.
Hvar? Norðurljós, Hörpu
Fjallað um sköpun í íslensku
atvinnulífi og menntakerfi út frá
fjölmörgum sjónarhornum.
Hvað? Breytingar í lífríki hafsins
Hvenær? 12.15
Hvar? Náttúrufræðistofa Kópavogs
Hrönn Egilsdóttir sjávarvistfræð-
ingur fjallar um lífríki hafsins.
Aðgangur ókeypis.
Hvað? Jafnréttisdagar í HÍ
Hvenær? 14.00-16.00
Hvar? Setberg – Hús kennslunnar
HÍ, Suðurgötu
Vinnustofa um innflytjendur og
háskólanám.
Hvað? Höfundakvöld
Hvenær? 19.30
Hvar? Norræna húsið
Gestur er sænski rithöfundurinn
og þýðandinn Gunnar D. Hansson,
dósent í bókmenntafræði og fyrr-
verandi prófessor við Háskólann
í Gautaborg. Umræðan fer fram á
sænsku og dönsku. Streymt er frá
viðburðinum.
Hvað? Lífsstílskaffi – Áskoranir
Hvenær? 20.00-22.00
Hvar? Borgarbókasafnið Gerðu-
bergi
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, leið-
sögumaður og eigandi ferðaskrif-
stofunnar Mundo, segir frá Jakobs-
veginum sem er krefjandi og segir
frá mismunandi leiðum sem hæfa
fólki með ólíka getu.
Hvað? Landhelgi og efnahagur
Hvenær? 20.00
Hvar? Sjóstangaveiðifélagið,
Grandagarði 18
Jóhann Sigurjónsson, fyrrverandi
forstjóri Hafró, fjallar um fiski-
stofnana og útfærslu landhelg-
innar á 8. áratugnum og Ragnar
Árnason, prófessor í fiskihagfræði,
um efnahagslega þýðingu þeirra
gjörða. Aðgangur er ókeypis.
Hvað? Hvar er draumurinn?
Hvenær? 20.30.
Hvar? Háaleitisbraut 13, IV. hæð
ADHD samtökin bjóða upp á
opinn spjallfund, um svefn barna
með ADHD.
Tónlist
Hvað? Útgáfutónleikar á Múlanum
Hvenær? 20.00
Hvar? Kaldalón, Hörpu
Kvartett Einars Scheving fagnar
útkomu nýs disks.
Landsdómnefndir Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Vestnorræna ráðsins tilnefna
eftirfarandi þrjú verk til Barna- og
unglingabók mennt averðlauna
Vestnorræna ráðsins 2020:
Grænland: Orpilissat nunarsu-
armi kusanarnersaat (Det smuk-
keste juletræ i verden) eftir Juaaka
Lyberth, Milik, 2019, skáldsaga með
myndum.
Ísland: Langelstur að eilífu (For-
evigt den allerældste) eftir Berg-
rúnu Írisi Sævarsdóttur, Bókabeit-
an, 2019, skáldsaga með myndum.
Færeyjar: Loftar tú mær? (Griber
du mig?) eftir Rakel Helmsdal,
Bókadeild Føroya Lærarafelags,
2019, skáldsaga með myndum.
Tilkynnt verður um sigurverkið
2020 á bókmenntahátíðinni Bóka-
dagar í Norræna húsinu í Þórshöfn,
Færeyjum, í nóvember.
Verðlaunin eru veitt annað hvert
ár vestnorrænu bókmenntaverki
ætluðu börnum og ungu fólki. Fær-
eyska barnabókin Træið (Tréð)
hlaut verðlaunin 2018. Bók Bergr-
únar Írisar, Langelstur að eilífu,
hreppti á dögunum Íslensku bók-
menntaverðlaunin í f lokki barna-
og unglingabóka.
Bergrún Íris tilnefnd
Bergrún Íris sankar að sér viður-
kenningum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
hún hlaut farsælan endi. Borregaard
spilaði frábærlega vel og hljómsveit-
in sömuleiðis undir öruggri stjó n
Daníels Bjarnasonar, útkoman
var einkar ánægjuleg. Þetta er án
efa einn merkasti einleikskonsert
íslenskra tónbókmennta.
Gaman var líka að verkinu Hjakk,
sem var eftir Atla Heimi Sveinsson.
Það er upphaflega frá sjöunda áratug
síðustu aldar, en Atli endurskoðaði
það rúmum tíu árum síðar. Eins og
nafnið ber með sér var tónmálið
kraftmikið og endurtekningasamt,
en um leið var uppbygging þess
markviss og glæsileg, með áhrifa-
miklum hápunkti og flottu niðurlagi.
Hefði mátt ver le gra
Hin efnilega Bára Gísladóttir átti
tónsmíð á tónleikunum, Ós að
nafni. Hún var örstutt og hefði vel
mátt vera helmingi lengri, því hún
var nánast búin áður en hún byrj-
aði.
Maður bjóst jafnframt við meiru
frá Missy Mazzoli, en samkvæmt
tónleikaskránni átti verkið, Sin-
fonia (for Orbiting Spheres), að
vera eins konar tónræn eftirlíking
af sólkerfinu. Það sem heyrðist var
meira eins og rómantískt næturljóð,
áferðarfallegt vissulega, en ekki sér-
lega tilkomumikið.
Loks ber að nefna konsert fyrir
hljómsveit eftir Snorra Sigfús
Birgisson, sem hér var frumfluttur.
Tónlistin var mestan partinn tví-
þætt, annars vegar voru hrjúfar
laglínur þar sem blásturshljóð-
færi voru áberandi, h ns vegar
liggjandi strengjahljómar sem
hefðu þess vegna getað sómt sér
í einhverri „noir“ bíómynd. Þetta
skilaði sér í dramatískri togstreitu
sem var ávallt áhugaverð en kom
þó aldrei beinlínis á óvart. Tónlist-
in var kannski dálítið gamaldags
og í ætt við margt sem var gert á
síðustu áratugum aldarinnar sem
leið.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Skemmtilegir tón-
leikar með magnaðri tónlist og góðum
flutningi.
LÍRUKASSINN VAR
SVO SANNARLEGA GUÐ
Í VÉLINNI, UTANAÐKOMANDI
AFL SEM BREYTTI ATBURÐA-
RÁSINNI.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19M I Ð V I K U D A G U R 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0