Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 49
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Jónu Hrannar Bolladóttur BAKÞANKAR buzzador® Fjórum sinnum um ævina hef ég verið þar stödd að ég hef þurft nauðsynlega að komast í skjól frá álagi, streitu, hugarþvætti og aukakílóum. Ég hef notið þeirrar blessunar að geta í þessum tilfellum dvalið á Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. Okkur hættir oft til þess að leita langt yfir skammt, en það að geta ekið bara yfir Hellisheiðina og átt slíkan vin sem Heilsustofnunin reynist, er mikið lán í íslensku samfélagi. Enda kemur í ljós að meðalaldur þeirra sem þangað sækja hefur lækkað verulega á síðustu árum og hópurinn orðið fjölbreyttari. Einu gildir hvert litið er á þessum heilunarstað, hvort sem það er fólkið í móttökunni, sundlauginni, ræstingunni eða hjúkrunar- fræðingar, læknar, sjúkranuddarar eða -þjálfarar, eldhúsfólkið sem ber fram þennan næringar- og litríka mat; alls staðar er valinn maður í hverju rúmi. Hvers kyns asi og ónot eru fjarri heldur ríkir andrúmsloft virðingar, vináttu og hvatningar sem verður til þess að gestir hússins tileinka sér falleg samskipti. Enda sér maður vináttu skapast milli fólks þar sem gott samtal fær að þróast, lífssögur eru sagðar og sorgum og gleði deilt. Augljós metnaður sem um leið virkar svo áreynslulaus birtist í öllum aðbúnaði. Eins eru fyrirlestrar um gildi húmors og núvitundar, aðferðir við slökun og minnisþjálfun eða hvernig vinna má með verki og bæta mataræði hver öðrum betri. Landsmenn eru lánsamir að eiga svona heilagan stað sem fengið hefur að þróast og blómstra í áranna rás. Ég get alltaf af heilu hjarta hvatt fólk sem mætt hefur áföllum, álagi, sorgum og veikindum að fara og dvelja á Heilsustofnun NLFÍ, því ég hef reynt gildi starfseminnar á eigin skinni. Heilsustofnun NLFÍ Út fyrir þægindarammann og umhverfis hnöttinn Öll þekkjum við Sveppa, en færri vita að hann er Sverrisson og þeim Sverri kynnumst við betur í Pabbi skoðar heiminn, skemmtilegri og einlægri þáttaröð þar sem Sveppi dregur pabba sinn út fyrir þæginda- rammann og dröslar honum með sér í heimsreisu. Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium. siminn.is VÁ VERÐ SAMBÓ ÞRISTUR 28 G 69 KR/STK 2464 KR/KG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.