Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 8
Vandinn sem við erum að glíma við núna er aðeins tímabund- inn. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi ✿ Fjöldi skráðra smita og dauðsfalla af kórónaveirunni Staðfest tilfelli 4.2.2020 kl. 16.00 BANDARÍKIN Niðurstöður forvals Demókrata í Iowa fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær, tæpum sólar- hring eftir að meðlimir f lokksins í fylkinu hópuðust hver um sinn f rambjóðanda íþrótt ahúsum, kirkjum og skólum í fyrsta forvali f lokksins fyrr forsetakosningarnar. Framkvæmdastjóri kjörstjórnar einnar sýslunnar sagði fjölmiðlum vestanhafs að nýtt app sem nota átti til að senda tölur hefði aldrei virkað og að enginn svaraði í hjálparlínuna sem kjörstjórnum var uppálagt að hringja í ef vandræði yrðu með smá- forritið. Í yfirlýsingu flokksstjórnarinnar í fylkinu var fullyrt að engin hætta væri á því að öryggi kosninganna væri ógnað og enginn grunur léki á að brögð væru í tafli. Þá hafi smáfor- ritið ekki klikkað heldur stemmdu ekki þrjár talningar og mikilvægt væri að skila réttum niðurstöðum. Frambjóðendurnir taka klúðrinu misjafnlega. Sumir tala um stórkost- legt klúður en aðrir reyna að varð- veita heiður flokksins og trúverðug- leika forvalsins, meðal annars með því að útvega kosningastjórninni myndir af talningum og önnur gögn. Repúblikanar hafa dregið Demó- krata sundur og saman í háði á sam- félagsmiðlum og minnt á ásakanir um kosningasvindl í þágu Donalds Trump í kosningunum 2016. Repúblikanar eiga þó sjálfir erf- iðar minningar af talningu í Iowa. Árið 2012 var Mitt Romney sviptur sigri í forkosningum í fylkinu eftir endurtalningu. Eftir nýja talningu kom í ljós að helsti keppinautur Romneys hafði betur þótt ekki munaði nema 34 atkvæðum. Kjör- stjórn Repúblikana þurfti hins vegar að játa sig sigraða þar sem niðurstöður nokkurra kjördeilda vantaði og lýsti því yfir að úrslitin væru óráðin. Forvalið í Iowa markar upphaf forkosninganna og sigurvegari þess hefur nær undantekningarlaust fengið mikinn byr í seglin að því loknu. Hagsmunir sigurvegarans af því að niðurstöður séu kynntar á til- settum tíma eru því miklir. Stjórn- málaskýrendur vestanhafs velta því nú fyrir sér hver raunveruleg ástæða þessa klúðurs sé og ekki síður hver áhrif þeirra kunni að verða bæði fyrir frambjóðendurna og trú- verðugleika flokksins. – aá Martraðarkennt upphaf forvals Demókrata í Iowa Í DAG, MIÐVIKUDAGINN 5. FEBRÚAR KL. 8.30-11.30 Í HÖRPU – NORÐURLJÓSUM MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 2020 Dagskrá og skráning á vef SA: www.sa.is SKÖPUN UTANRÍKISMÁL Kínversk yfirvöld eiga von á því að smit og dauðsföll vegna kórónaveirunnar, sem oft er kennd við borgina Wuhan, eigi eftir að ná hámarki eftir rúmar tvær vikur. 427 eru látnir af völdum veir- unnar og meira en 20 þúsund hafa smitast. Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segir að vonir séu bundnar við að aðgerðir kínverskra stjórn- valda verði til þess að veiran verði í rénun jafnvel í lok mánaðarins. Zhijian er mjög ánægður með viðbrögð Íslendinga við veirunni. Nokkuð hefur borið á fordómum í garð Kínverja í tengslum við kóróna veiruna, eru dæmi um að veitingahús í Suður-Kóreu og Taí- landi hafi neitað Kínverjum um borð. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt slíkt hér á landi, þvert á móti. „Það hafa engar kvartanir í þá veru ratað til okkar,“ segir Zhijian. Nefnir hann svo sérstaklega sam- úðarkveðjur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kína sem hafi verið tekið fagnandi. Í samfélagi Kínverja á Íslandi eru um 500 manns, sá fjöldi breytist þó oft og mikið. Sendiráðinu er ekki kunnugt um að fjölskyldumeðlimur nokkurs sem býr hér á landi hafi smitast. Hins vegar er mikill fjöldi kínverskra ferðamanna staddur hér á landi á hverjum tíma. Zhijian segir að þó nokkrir hafi leitað til sendi- ráðsins þar sem erfitt sé að ferðast heim. „Það er talsverður fjöldi, nokkrir tugir, sem hefur leitað til okkar síðustu daga þar sem búið er að fella niður f lugið heim, áhrifin eru auðvitað minni hér þar sem það er ekki beint f lug milli landanna. Það er enginn kínverskur ríkis- borgari fastur hér á Íslandi á þess- ari stundu,“ segir Zhijian. „Vandinn er öllu stærri annars staðar og það eru dæmi um að kínversk stjórnvöld hafi leigt f lugvélar til að koma fólki heim.“ Aðilar í ferðaþjónustu hér á landi hafa orðið varir við af bókanir frá Kína, Zhijian segir það vera hluta af aðgerðum yfirvalda þar í landi. „Engar hópferðir, þetta er ein besta leiðin til að koma í veg fyrir að smit geti borist til annarra landa. Þetta var mjög erfið ákvörðun, en þegar okkur mun takast að ráða niðurlög- um veirunnar í náinni framtíð þá verður þessu breytt og það f ljótt,“ segir Zhijian. „Vandinn sem við erum að glíma við núna er aðeins tímabundinn.“ Bretar hafa beðið ríkisborgara sína í Kína að koma heim og Banda- ríkjamenn hafa sett strangar höml- ur á ferðir fólks þangað frá Kína. Zhijian segir þetta of harkaleg við- brögð. „Þetta eru meiri hömlur en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, mælir með. Leið Íslendinga er mun skynsamari en þeirra. Dánar- hlutfallið er 2,1 prósent. Minna en með HABL, sem tók okkur hálft ár að ráða bug á árið 2003. Við erum líka loksins að sjá tölu þeirra sem hefur batnað orðna hærri en þeirra Segir vandann aðeins tímabundinn Meira en 20 þúsund manns hafa nú smitast af kórónaveirunni sem kennd er við borgina Wuhan. Sendiherra Kína á Íslandi segir viðbrögð Íslendinga hafa verið til fyrirmyndar. Stjórnvöld í Kína binda vonir við að veiran nái hámarki eftir rúmar tvær vikur. sem hafa dáið. Við það má bæta að aðeins eitt prósent af smitum er utan Kína. Það er engin ástæða til að stressa sig. Við sjáum ljós við enda ganganna.“ Zhijian segir að viðbrögð Kín- verja hafi svo verið talsvert meiri en WHO hafi mælt með. „Við byggðum sjúkrahús á níu dögum, það er ekk- ert nema kraftaverk. Við erum búin að einangra borgir, það er ekki auð- velt að koma í veg fyrir að fólk ferð- ist til og frá 11 milljón manna borg. Við getum rétt svo ímyndað okkur stöðuna ef við hefðum ekki ein- angrað Wuhan og svæðið í kring.“ Varðandi f lugfélagið Juneyao sem hyggst hefja f lug til Íslands í lok mars segir Zhijian að það sé enn á áætlun. „Við krossleggjum fingur, að þetta verði allt gengið yfir þegar að því kemur.“ arib@frettabladid.is Land Tilvik Dauði Kína 20.492 425 Ástralía 12 Bandaríkin 11 Belgia 1 Bretland 2 Filippseyjar 2 1 Finnland 1 Frakkland 6 Hong Kong 17 1 Indland 3 Ítalía 2 Japan 20 Kambódía 1 Kanada 4 Malasía 10 Land Tilvik Dauði Makaó 10 Nepal 1 Rússland 2 SAF 5 Singapore 24 Spánn 1 Srí Lanka 1 Suður-Kórea 16 Svíþjóð 1 Taíland 25 Taívan 11 Víetnam 8 Þýskaland 12 Samtals 20.701 427 Heimild: The Center for Systems Science and Engineering at Johns Hopkins og kínversk heilbrigðisyfirvöld. 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.