Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 32

Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 32
Við búum ekki lengur í heimi „ímyndarauglýsinga“ heldur í heimi samskipta á jafningjagrundvelli. Alvarlegur skulda- vandi fyrirtækja sem þeim hefur ekki tekist að ráða bót á af sjálfsdáðum, leiðir í 99,9% tilvika til þess að beiðni er sett fram um gjaldþrotaskipti. Í XI. kaf la laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti er að f inna hvoru tveggja ák væði sem heimilar lánardrottnum að krefjast gjaldþrotaskipta á búi skuldara og ákvæði er skyldar stjórnendur til að gefa bú félags upp til gjaldþrota- skipta að viðlagðri bótaábyrgð. Gjaldþrotaskipti eru sameiginleg fullnustugerð allra kröfuhafa sem hefst við uppkvaðningu úrskurðar um að bú sé tekið til gjaldþrota- skipta. Markmið gjaldþrotaskipta er að slíta tilvist búsins með því að greiða allar eignir búsins til kröfu- hafa eftir fyrirframgefnum reglum. Í lögum um gjaldþrotaskipti er jafnframt fyrir að fara öðru minna þekktu úrræði til úrlausnar á skuldavanda fyrirtækja, nánar tiltek ið nauðasamning i sam- kvæmt VI.-X. kafla laganna. Öfugt við gjaldþrotaskipti felur nauða- samningur ekki í sér slit skuldara heldur áframhaldandi tilveru hans á grundvelli samnings um greiðslu skulda eða eftirgjöf af skuldum, sem kemst á milli skuldarans og áskilins meirihluta kröfuhafa hans og staðfestur er fyrir dómi. Nauða- samningur bindur einnig aðra kröfuhafa en þá sem að honum standa og hefur það markmið að ráða bót á neikvæðri eiginfjárstöðu eða ógreiðslufærni skuldara. Beiðni um heimild til að leita nauðasamn- ings er oftar en ekki sett fram í kjöl- far þess að skuldara hefur verið veitt heimild til greiðslustöðvunar samkvæmt III.-V. kafla laganna, en greiðslustöðvun er þó ekki nauð- synlegur undanfari nauðsamn- ingsumleitana. Með nauðasamningi falla til- teknar kröfur niður svo sem kröfur um vexti, verðbætur eftir úrskurð- ardag, gjafakröfur og víkjandi lán. Jafnframt standa tilteknar kröfur utan nauðasamnings svo ekki verð- ur um þær samið, til dæmis kröfur um annað en peningagreiðslur sem verður fullnægt eftir efni sínu og kröfur í skuldaröð samkvæmt 109., 110. og 112. gr. laga um gjaldþrota- skipti, það er eignaréttarkröfur, búskröfur og forgangskröfur. Jafn- framt standa veðkröfur samkvæmt 111. gr. laga um gjaldþrotaskipti óhaggaðar að því marki sem trygg- ing er fyrir þeim í eign skuldarans. Um afdrif annarra krafna en að framan greinir getur skuldari samið í nauðasamningi við kröfuhafa sína. Algengustu áhrif nauðasamnings á slíkar kröfur eru eftirgjöf þeirra í heild eða að hluta, gjaldfrestur eða breytt form greiðslu, til dæmis að kröfur séu greiddar með útgáfu nýs hlutafjár í skuldaranum. Úrræði gjaldþrotaskiptalaga um nauðasamninga hafa í gegnum tíðina gefið góða raun séu skilyrði til beitingar þeirra fyrir hendi. Það hefur jafnframt sýnt sig að hafi verið staðið af heilindum að rekstri fyrirtækja og vandað til verka við gerð nauðasamnings, fái slíkir samningar almennt jákvæð viðbrögð frá kröfuhöfum. Með beitingu þeirra er þannig oftar en ekki hægt að afstýra gjaldþroti félags, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir samfélagið. Í kjölfar efnahagshrunsins horfði löggjafinn með góðum árangri til nauðasamningsúrræðisins til úrlausnar á fordæmalausri skulda- stöðu einstaklinga sem þá var uppi. Það gerði löggjafinn með setningu laga nr. 24/2009 og síðar 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Með því fengu margir einstakling- ar raunhæfa úrlausn skuldamála sinna sem án úrræðisins hefði leitt til gjaldþrotaskipta á búum þeirra. Þá lauk slitum á búum föllnu við- skiptabankanna þriggja öllum með nauðasamningi árið 2015. Ef frá eru talin þessi tilvik hefur úrræðinu um nauðasamninga sjaldan verið beitt hér á landi á liðnum árum. Í ársskýrslum dómstólaráðs og héraðsdómstólanna kemur fram að á árinu 2009 voru beiðnir um gjaldþrotaskipti 2.511 og beiðnir um nauðasamningsumleitanir 688. Á árinu 2010 voru beiðnir um gjaldþrotaskipti 2.790 og beiðnir um nauðasamningsumleitanir 774. Á árinu 2011 fjölgar beiðnum um gjaldþrotaskipti í 3.011 en beiðn- um um nauðasamningsumleit- anir fækkaði í 33. Skýrist fækkun nauðasamningsumleitana á árinu 2011 af því að úrlausn skuldamála einstaklinga hefur frá þeim tíma lokið fyrir milligöngu embættis umboðsmanns skuldara en ekki héraðsdóms. Frá árinu 2012 hafa gjaldþrota- beiðnir alla jafna verið í kringum 2.300 á ári hverju en beiðnir um nauðasamningsumleitanir einungis um 20. Ljóst er þannig að alvarlegur skuldavandi fyrirtækja sem þeim hefur ekki tekist að ráða bót á af sjálfsdáðum, leiðir í 99,9% tilvika til þess að beiðni er sett fram um gjaldþrotaskipti. Er þannig ekki látið reyna á heimild til að leita nauðasamninga nema í 0,1% tilvika. Þessi tölfræði er töluvert langt frá því sem gætir í nágrannalöndum okkar og ekki eitthvað sem íslenskt viðskiptalíf á að vera stolt af. Til- efni er til þess að bæði skuldarar og kröfuhafar gefi úrræðinu um nauðasamninga frekari gaum í tengslum við fjárhagserfiðleikara fyrirtækja og leiti sér aðstoðar við framkvæmd þeirra. Slík aukin beit- ing heimilda til nauðasamningsum- leitana er jafnframt í samræmi við þá almennu grunnreglu skipta- réttar að gjaldþrotaskipti skuli vera þrautaúrræði. Þá verður að ætla að það horfi til almannahags að gæta þessa úrræðis oftar en raunin hefur verið. Nauðasamningur – vannýtt úrræði Birgir Már Björnsson hæstaréttarlög- maður á LEX og kennari í skulda- skilarétti við HR Svipmynd Sigurjón Andrésson Sigurjón Andrésson hefur starfað hjá tryggingafélag-inu Sjóvá í 22 ár og þar af 12 ár sem markaðsstjóri. Hann segir að Sjóvá hafi unnið markaðsefni sitt þannig að fjallað sé um tryggingar og forvarnir á mannamáli. Þessu hafi fylgt gagnger endurhugsun og árangurinn hafi ekki látið á sér standa. Hver eru þín helstu áhugamál? Fyrir utan samveru með fjöl- skyldunni er ég forfallinn áhuga- maður um mótorhjól og mótor- sport. Í mótorsportinu tekst mér að fá útrás og hreyfingu en ekki síður að tengja saman áhuga minn á ferðalögum um landið. Ég er virkur í starfi ferða- og útivistarfélagsins Slóðavina, og er reyndar nýhættur sem formaður samtakanna. Með Slóðavinum hef ég ferðast um landið þvert og endilangt og kynnst enn þá betur byggða- og jarðsögu landsins. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna snemma og les blöðin áður en ég baða mig. Ég er einn af þeim sem lesa Moggann á hverjum degi yfir góðum kaffibolla. Fær útrásina gegnum mótorsportið Nám: Mannauðsstjórnun, diploma, Háskóli Íslands 2005. Verkefnastjórnun, Six Sigma (Black belt) Juran Institute, USA 2006. MBA – Háskólinn í Reykjavík 2010. Störf: Ég hef starfað hjá Sjóvá í tæp 22 ár. Ég hóf störf í tjónaskoðunarstöð félagsins 1998, en varð síðan for- varnafulltrúi árið 2000 þar sem ég rannsakaði meðal annars trygg- ingasvik. Þá var ég verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra 2004-5 og við- skiptastjóri á fyrirtækjasviði 2006. Árið 2007 varð ég kynningarstjóri og svo markaðsstjóri 2008. Nú er titillinn forstöðumaður markaðs- mála og forvarna. Fjölskylduhagir: Ég er kvæntur Margréti Söru Guð- jónsdóttur, enskukennara við Menntaskólann í Reykjavík. Saman eigum við tvær dætur, Hrafnhildi Svölu 22 ára og Heklu Sif 19. Sigurjón segist lesa mikið, einkum bækur sem tengjast sögu eða jarðfræði. LJÓSMYND/HARALDUR GUÐJÓNSSON Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Ég les mikið, en þó mest bækur sem tengjast sögu okkar ásamt hvers kyns jarðfræði- og eldgosa- sögu. Mín uppáhaldsbók heitir Örnefni í Vestmannaeyjum en hún kom út árið 1938 og er mikill fjársjóður fyrir okkur Eyjamenn. En ætli bókin Býr Íslendingur hér? sé ekki sú bók sem hefur haft mest áhrif á mig, en í bókinni segir Íslendingurinn Leifur Müller ótrú- lega hörmungasögu sína úr fanga- búðum nasista í síðari heimsstyrj- öldinni. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum misserum og hvað er fram undan? Við hjá Sjóvá höfum breytt fyrir- tækjamenningunni hjá okkur á síðustu árum og það hefur verið krefjandi og skemmtilegt verk- efni. Árangurinn hefur verið mikill, starfsánægja er orðin með því mesta sem mælist á Íslandi og ánægja viðskiptavina hefur stór- aukist en síðustu þrjú ár höfum við verið með ánægðustu viðskiptavin- ina á tryggingamarkaði. Lykilatriði í þessari vinnu var að við settum aukna áherslu á verkefni sem bæta upplifun viðskiptavina og setjum þarfir þeirra í forgrunn. Hvað varðar markaðsmálin höfum við unnið markaðsefni okkar þannig að þar sé fjallað um tryggingar og forvarnir á manna- máli og að það komist til skila á öllum snertif lötum. Þessu fylgdi gagnger endurhugsun á því hvernig við tölum um tryggingar og árang- urinn hefur ekki látið á sér standa, hvort sem um er að ræða tryggð við- skiptavina okkar eða rekstrarlega mælikvarða. Sérðu fyrir þér að rekstrarum- hverfið taki breytingum? Ef svo er, hvaða tækifæri felast í þeim? Samskipti hafa breyst. Við búum ekki lengur í heimi „ímyndaraug- lýsinga“ heldur í heimi samskipta á jafningjagrundvelli, sem gefur okkur tækifæri til að miðla upplýs- ingum á allt annan og persónulegri hátt en áður. Þetta breytir hvernig við nálgumst samskipti þar sem vinnubrögðin, tæki og aðferðir eru allt aðrar. Gott dæmi er það samtal sem við getum átt við fólk í gegnum aug- lýsingar okkar á samfélagsmiðlum. En þó að samskipti séu í auknum mæli rafræn þá þýðir það ekki að þau séu orðin ópersónulegri. Tæki- færin fyrir okkur liggja í því að geta mætt þörfum viðskiptavinarins með breiðari hætti en áður, þegar fólk vill afgreiða málin á netinu þá getur það gert það hratt og örugg- lega og þegar það vill ræða hlutina við einhvern sem það treystir þá erum við til staðar í útibúum okkar um allt land. Hvers konar stjórnunarstíl hef- urðu tileinkað þér og hvers vegna? Ef þú vilt fá hóp fólks til liðs við þig er skýrt markmið og tilgangur með vegferðinni nauðsynlegt vega- nesti. Ég reyni að nýta styrkleika hvers og eins og hef unun af því að sjá fólk í kringum mig blómstra. Ég nota aldrei orðin yfirmaður eða undirmaður og kýs að taka þetta á breiddinni með áherslu á jafnrétti milli kynja og að raddir allra fái að heyrast. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég vona að mér gefist tækifæri til að vinna áfram með skemmti- legu fólki að krefjandi verkefnum sem skipta máli. Eftir 10 ár verð ég vonandi umkringdur fjölskyldu og vinum með fallega fjallasýn í grenndinni. 9M I Ð V I K U D A G U R 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.