Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 6
Þessi gjaldskrá stenst ekki lög og skekkir mjög samkeppni í pakkaflutningum. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda KJARAMÁL Mikil samstaða ríkti á baráttufundi í Iðnó í gær þar sem félagsmenn Ef lingar söfnuðust saman og kröfðust bættra kjara. Félagsmenn Ef lingar lögðu niður störf klukkan 12.30 í gær og stóð verkfallið til miðnættis. Kjarasamningur Reykjavíkur- borgar og Ef lingar rann út þann 31. mars í fyrra og tóku þær vinnu- stöðvanir sem fram fóru í gær, ásamt þeim vinnustöðvunum sem fyrirhugaðar eru, til allra þeirra sem vinna undir þeim samningi. Náist ekki nýr samningur munu félagsmenn Ef lingar leggja niður vinnu í 24 klukkustundir á fimmtu- daginn. Í kjölfarið eru boðaðar fjór- ar vinnustöðvanir á tímabilinu 11. til 17. febrúar. Fari svo að samningar náist ekki fyrir 17. febrúar stefnir í ótímabundna vinnustöðvun félags- manna. Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, segir magnað and- rúmsloft hafa ríkt á fundinum og að þar hafi verið fullt út úr dyrum. „Það ríkti hér mjög mikil samstaða og stemning,“ segir Sólveig. Þá segir hún einlæga baráttugleði hafa ríkt meðal félagsmanna Eflingar. „Bar- áttugleðin er bara mjög raunveruleg þegar láglaunafólk ákveður að setja hendurnar í vasann og sýna öllum mikilvægi sitt,“ segir hún. BSRB hefur lýst yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir Eflingar og í tilkynningu frá félaginu eru félags- menn í aðildarfélögum BSRB hvattir til að virða verkfallsrétt Eflingar og ganga ekki í störf þeirra sem séu í verkfalli. Sólveig segist hafa upp- lifað mikinn stuðning úr hinum ýmsu áttum og fyrir það séu félags- menn þakklátir. „Við vorum ekki í verkfallsvörslu í dag en við munum sinna markvissri verkfallsvörslu á fimmtudaginn en auðvitað ætlumst við til þess að borgin og sviðin sem um ræðir sendi skýr skilaboð um það hvað má og hvað ekki og að verkfallsbrot verði ekki liðin,“ segir Sólveig. Spurð hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist fyrir næstu vinnu- stöðvun, á fimmtudag, svarar Sól- veig því neitandi. „Ég held að það sé útilokað nema einhver stórkost- legur viðsnúningur eigi sér stað hjá viðsemjendum okkar,“ segir hún. birnadrofn@frettabladid.is Samstaða á baráttufundi Félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í gær og fjölmenntu í Iðnó þar sem fram fór baráttufundur. For- maður Eflingar segist ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir næstu vinnustöðvun á fimmtudaginn. Ásta Kristín Guðbjörnsdóttir | Leiðbeinandi á leikskóla „Ég er hér til að styðja við okkar rétt og þau réttindi sem við eigum skilið frá borginni. Ég skynja mikla samstöðu hér í dag og ég skynja líka mikla samstöðu frá leikskólanum sem ég starfa á. Leikskólakennararnir styðja þétt við bakið á okkur.“ Evelin Peralda | Starfsmaður á leikskóla „Ég er mætt hingað til þess að krefjast þess að fá betri laun til þess að lifa betra lífi. Það er mjög jákvæð orka hérna og mikil samstaða.“ Magnús Freyr Magnússon | Starfsmaður á leikskóla „Ég er kominn hingað því að ég vil að það heyrist í okkur. Við erum undir- staða þessarar borgar, borgin er í okkar höndum og mig bara virkilega langar að koma fólki áfram, að við eigum fyrir því sem við þurfum að borga um mánaðamót en að það sé ekki alltaf sama stressið.“ Kolfinna Elíasdóttir | Starfsmaður í heimaþjónustu „Ég er hér því að við viljum fá réttlát laun fyrir mikilvæga vinnu. Það er mikil samstaða og baráttuhugur í okkur. Þetta snýst bara um réttlæti, að fá leiðréttingu launa okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfa okkar.“ SAMKEPPNI Póst- og fjarskiptastofn- un (PFS) hefur lagt fyrir Íslandspóst að endurskoða gjaldskrá sína, sem tók gildi um áramót, fyrir 5. maí næstkomandi. Á meðal ástæðna sem PFS nefnir fyrir þörf á endur- skoðun er að fyrirtækið þurfi að sýna fram á að verðlagning þess taki mið af raunkostnaði að viðbættum hæfilegum hagnaði, í samræmi við ákvæði póstlaga. „Á þetta sérstaklega við um kröf- una um sömu gjaldskrá um allt land þar sem ÍSP kýs að miða verðlagn- ingu á landinu öllu við gildandi verð á svæði 1, þ.e. vegna svæða 2 3 og 4 sem orsakar samsvarandi tekjutap á pökkum innanlands að óbreyttu,“ segir í bréfi PFS. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, hefur sakað Póstinn um undirverðlagn- ingu í pakkaflutningum. „Við fögn- um því að Póst- og fjarskiptastofnun taki þetta upp að eigin frumkvæði. Þessi gjaldskrá stenst ekki lög og skekkir mjög samkeppni í pakka- flutningum,“ segir Ólafur. – ds Póstinum gert að endurskoða gjaldskrána Það ríkti hér mjög mikil samstaða og stemning. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Landeyjahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SAMGÖNGUR Danska dýpkunar- fyrirtækið Rhode Nielsen A/S mun vinna að dýpkun Landeyjahafnar frá 15. febrúar næstkomandi og út marsmánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem greint er frá samningum við danska fyrirtækið. Áður umsamin vordýpkun hafn- arinnar hefst svo í apríl en það er Björgun sem vinnur það verk. Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að dýpkunin nú sé tilrauna- verkefni þar sem notast verði við aðrar aðferðir en hingað til. Þá sé staða dýpis í höfninni óvenju góð miðað við árstíma og reynslu síð- ustu ára. Notast verður við dýpkunar- skipið Trud R við verkið. Á heima- síðu Rhode Nielsen segir að það henti vel við aðstæður þar sem grunnt er en það ristir 3,8 metra fullhlaðið. – sar Dýpkun hefst í mánuðinum STJÓRNMÁL Bergþór Ólason, þing- maður Miðf lokksins, lagði fram fyrirspurn til menntamálaráðherra um hvað Ríkisútvarpið hefði greitt mikið í sektir eða bótagreiðslur árin 2007 til 2019. Annaðhvort til einstaklinga eða lögaðila og annað- hvort eftir úrskurð dómstóla eða samninga á milli deiluaðila. „Ég tel að það sé áhugavert að þessar upplýsingar liggi fyrir, sér- staklega með það í huga hvort samið sé innanhúss um deilumál. Hversu algengt þetta er og hversu hátt hlut- fall komi fram í fjölmiðlum,“ segir Bergþór og á þá fyrst og fremst við mál sem eru tilkomin vegna frétta- flutnings. Þegar er vitað að RÚV hefur greitt bætur í einstaka málum á umræddu tímabili. Síðastliðið haust var sjónvarpsmanninum Jóni Ársæli Þórðarsyni og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn Grétarsdóttur eina milljón króna vegna viðtals í Para- dísarheimt. Árið 2017 greiddi RÚV Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir gegn því að hann drægi meiðyrðamál til baka. Í fyrirspurn Bergþórs er einnig spurt um kostnað við lögfræðiráð- gjöf og hvað vinna starfsmanna við málin hafi kostað. En RÚV hefur á undanförnum árum verið fundið brotlegt af úrskurðarnefndum, til dæmis Persónuvernd og Fjölmiðla- nefnd. – khg Vill fá að vita hvað Ríkisútvarpið hafi greitt í sektir og bætur Fyrirspurn Bergþórs nær til áranna 2007 til 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Árið 2017 greiddi RÚV 2,5 milljónir til þess að meiðyrðamál yrði dregið til baka. 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.