Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 21

Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 21
Ný sköpu na r f y r i r-tækið Controlant, sem þróað hefur tækni til að fylgjast með hitastigi lyfja og matvæla, stefnir á fjármögnun upp á rúmlega einn milljarð króna. Sú vinna mun hefj- ast á næstunni í samstarfi við Arion banka, að sögn Guðmundar Árna- sonar, fjármálastjóra fyrirtækisins. „Síðastliðið sumar var hlutafé aukið um 960 milljónir króna. Þá var umframeftirspurn og ákveðið var að sækja hærri fjárhæð en upp- haflega stóð til. Það gátu ekki allir tekið þátt sem vildu. Frá stofnun Controlant árið 2007 hafa hluthafar lagt félaginu til um þrjá milljarða króna, þar af um tvo milljarða á síðastliðnum tveimur árum. Ég á von á að núverandi hlut- hafar og nýir muni taka þátt í fjár- mögnuninni. Við munum kynna þessa fjármögnun hérlendis og einnig fyrir einhverjum erlendum fjárfestum. Hluthafar félagsins hafa tengingar víða,“ segir hann. Guðmundur segir að nýverið hafi þrjú af stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi ákveðið að taka upp lausnir félagsins. Unnið sé að innleiðingu á lausninni hjá viðskiptavinum og fjármagnið sem sótt verði til fjár- festa eigi að tryggja að það gangi snurðulaust fyrir sig og styðja við öran vöxt félagsins. Mikill vöxtur fram undan „Við erum með rúmlega 60 starfs- menn og veltum um 3,5 milljónum dollara í fyrra en væntum þess að á næstu tveimur til þremur árum verði starfsmenn yfir 100 talsins og að félagið muni velta um 30-40 milljónum dollara. Sá vöxtur byggir einkum á því að tekjur fyrirtækisins muni aukast samfara innleiðingum hjá núverandi viðskiptavinum. Þessi spá um tekjur og fjölda starfs- manna varpar ljósi á hve skalan- legur reksturinn er. Starfsmönnum mun ekki fjölga hlutfallslega í takt við vaxandi umsvif,“ segir hann. Aðspurður segir Guðmundur að á þeim tíma verði Controlant farið að skila hagnaði. Gísli Herjólfsson, framkvæmda- stjóri og einn af fimm stofnendum f yrirtækisins, segir að innan skamms verði vonandi búið að semja við tvö önnur af stærstu lyfja- fyrirtækjum í heimi og að fyrir lok árs verði sennilega búið að semja við sex til átta af tíu stærstu lyfja- fyrirtækjum í heimi. „Það er gaman að þetta sé loksins að gerast eftir allan þennan tíma.“ Eins og áður segir var fyrirtækið stofnað árið 2007. Snjóboltaáhrif Guðmundur skýtur því að að árið 2018 hafi Controlant verið með eitt stórt lyfjafyrirtæki í viðskiptum og árið 2020 sé vonast til að þau verði orðin tíu. „Það myndast snjóbolta- áhrif við það að hafa náð nokkrum af 20 stærstu í bransanum.“ Hann segir að það sé stundum haft á orði í frumkvöðlaheiminum að ein versta stefnan sé að herja á stærstu fyrirtækin strax í upphafi. „En við töldum að til lengri tíma myndi það skili betri árangri að fá þau stærstu til að innleiða lausnina því það myndi sanna virði hennar.“ Hvað er Controlant? Gísli: „Controlant er tæknifyrir- tæki sem þjónustar fyrst og fremst lyf ja- og matvælageirann. Við tryggjum gæði varanna í gegnum alla virðiskeðjuna með því að vakta Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, og Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri og einn af fimm stofnendum fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Controlant sækir milljarð til fjárfesta Hluthafar hafa lagt Controlant til um þrjá milljarða. Fyrirtækið hefur samið við þrjú af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Vonast er til að tíu af 20 stærstu verði viðskiptavinir árið 2020. Fjármagnið sem sækja á verður nýtt til að inn- leiða lausnina hjá viðskiptavinum. Eru tveimur árum á undan keppinautum. Björguðu lyfjum að verðmæti 50 milljónir dollara Tækni Controlant bjargaði lyfjum að verðmæti 50 milljónir dollara, jafnvirði um sex milljarða króna, á fyrstu þremur mánuðunum eftir að lyfjaframleiðandi hóf að prófa þjónustuna í notkun. „Allergan var fyrsta stóra lyfja- fyrirtækið sem kom í viðskipti til okkar. Þá voru þeir að prófa þjónustuna í tilraunaskyni en eftir að við hjálpuðum þeim við að bjarga svona miklum verð- mætum var ákvörðun þeirra um að innleiða lausnina okkar auð- veld,“ segir Guðmundur. Fyrir tæpu ári fór verkefna- stjóri Allergan á ráðstefnu um flutning lyfja og sagði frá því hve vel þjónusta Controlant hefði reynst fyrirtækinu. „Þá opnuðust í raun flóðgáttir og það hraðaði verulega hve hratt okkur tókst að selja öðrum fyrirtækjum þjónustuna,“ segir Guðmundur. Gísli segir að Controlant stefni á að minnka sóun lyfja vegna lélegra geymsluskilyrða um 70 prósent. „Við höfum varið miklum tíma í að reyna að selja lyfjafyrirtækjum þjónustuna en nú virðist dæmið hafa snúist við og mörg þeirra eru að knýja dyra hjá okkur. Þau átta sig á að þau verða mögulega skilin eftir í samkeppninni ef þau nýta ekki þjónustu okkar.“ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.