Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 17
Stoðir högnuðust um 4.020 millj-ónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársreikningi
fjárfestingafélagsins sem sendur var
hluthöfum félagsins í síðustu viku.
Ávöxtun félagsins á árinu, að teknu
tilliti til 3,6 milljarða króna hluta-
fjárhækkunar í maímánuði, var 20,5
prósent.
Samkvæmt ársreikningi Stoða,
sem Markaðurinn hefur undir
höndum, námu tekjur félagsins af
fjárfestingarverðbréfum liðlega 3,8
milljörðum króna í fyrra en níutíu
prósent teknanna komu til vegna
skráðra eigna félagsins. Vaxtatekjur
voru um 65 milljónir króna á árinu
og þá var gengishagnaður félagsins
um 344 milljónir króna.
Rekstrarkostnaður Stoða nam
tæplega 203 milljónum króna í
fyrra, borið saman við 131 milljón
króna árið 2018, en þrír starfsmenn
störfuðu að meðaltali hjá fjárfest-
ingafélaginu á árinu samanborið
við tvo starfsmenn árið áður.
Fjárfestingareignir Stoða voru
metnar á samanlagt 22 milljarða
króna í bókum félagsins í lok síðasta
árs en þær ríf lega fjórfölduðust á
árinu. Þar af nema skráðar eignir
félagsins 17,7 milljörðum króna,
eftir því sem fram kemur í stuttri
samantekt félagsins um af komu
síðasta árs, og er þar um að ræða
fimm prósenta hlut í Arion banka,
fjórtán prósenta hlut í Símanum og
tíu prósenta hlut í TM. Umræddir
eignarhlutir hækkuðu allir í verði
á árinu en til marks um það nam
ársávöxtun skráðra eigna Stoða 23
prósentum.
Stoðir áttu í lok síðasta árs auk
þess óskráðar eignir upp á 1,7
milljarða króna, lán og skuldabréf
að virði samanlagt 2,6 milljarðar
króna og reiðufé fyrir tæplega 3,2
milljarða króna. Til samanburðar
átti félagið reiðufé upp á 12,2 millj-
arða króna í lok árs 2018.
Heildareignir fjárfestingafélags-
ins voru 25,2 milljarðar króna í lok
síðasta árs borið saman við 17,5
milljarða króna í árslok 2018.
Stjórn Stoða leggur til að ekki
verði greiddur arður til hluthafa í
ár. Hluthafar fjárfestingafélagsins
voru 54 í lok síðasta árs samanbor-
ið við 42 í byrjun ársins en stærsti
hluthafinn er sem fyrr félagið S121
með tæplega 65 prósenta hlut.
Það er meðal annars í eigu félaga á
vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnar-
formanns Stoða, Einars Arnar
Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra
Skeljungs, og Örvars Kjærnested,
fjárfestis og stjórnarformanns TM.
Landsbankinn er næststærsti
hluthafi Stoða með rúmlega tólf
prósenta hlut og þá fara tveir sjóðir
í stýringu Stefnis, dótturfélags
Arion banka, með um tíu prósent í
félaginu. Stoðir eiga jafnframt um
9,9 prósent af útistandandi hlutafé
félagsins. – kij
25,2
milljarðar króna var eigið
fé Stoða í lok síðasta árs.
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Stoðir hagnast um fjóra milljarða
Sænska verslanakeðjan H&M seldi varning fyrir alls 251 milljón sænskra króna, jafn-
virði 3,2 milljarða íslenskra króna,
hér á landi á síðasta rekstrarári frá
desember árið 2018 til nóvember
árið 2019. Til samanburðar nam
sala keðjunnar um 192 milljónum
sænskra króna, sem jafngildir tæp-
lega 2,5 milljörðum íslenskra króna,
á rekstrarárinu 2017 til 2018.
Upplýsingar um sölu H&M á
síðasta rekstrarári birtust í ársupp-
gjöri H&M í síðustu viku.
Sænska verslanakeðjan rekur
sem kunnugt er sex verslanir hér
á landi, þrjár H&M-verslanir sem
höfðu allar verið opnaðar fyrir síð-
asta rekstrarár og COS, Monki og
Weekday en þær verslanir opnuðu
dyr sínar hér á landi á rekstrarárinu,
nánar tiltekið í maí í fyrra.
Sala H&M-samstæðunnar hér á
landi jókst um 31 prósent í sænsk-
um krónum á síðasta rekstrarári,
miðað við rekstrarárið 2017 til 2018,
en í íslenskum krónum nam sölu-
aukningin 37 prósentum.
H&M opnaði fyrstu verslun sína
hér á landi í Smáralind í ágúst 2017
en önnur verslunin var opnuð í
Kringlunni um mánuði síðar. Sú
þriðja var opnuð á Hafnartorgi í
október 2018 og loks verslanir COS
á Hafnartorgi og Monki og Weekday
í Smáralind í maí í fyrra. – kij
Seldi fyrir 3,2 milljarða á Íslandi
H&M opnaði verslun á Hafnartorgi haustið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Við hjálpum þér að leita réttar þíns
TORT
INNHEIMTA SLYSABÓTA
HAFÐU SAMBAND 511 5008UMFERÐARSLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS
Átt þú rétt á slysabótum?
Viðræður um kaup á öllu hlutafé Borg-u n a r e r u l a n g t komnar en Íslands-banki, sem á 63,5 prósenta eignarhlut
í greiðslukortafyrirtækinu, hefur
verið með hlut sinn í söluferli frá
því í ársbyrjun 2019. Samkvæmt
heimildum Markaðarins standa nú
yfir viðræður við tvö erlend félög
og í þeim er gert ráð fyrir að kaup-
verðið fyrir Borgun verði í kringum
sjö milljarðar króna, eða sem nemur
liðlega bókfærðu eigin fé félagsins.
Væntingar eru um að mögulega
verði hægt að ganga frá sölunni á
næstu vikum en Corestar Partners
hefur verið bankanum til ráðgjafar
í söluferlinu. Íslandsbanki, sem er
að fullu í eigu íslenska ríkisins, vildi
ekki tjá sig um málið að öðru leyti
en að þreifingar hefðu verið við
áhugasama fjárfesta.
Minnihlutaeigendur Borgunar
munu jafnframt selja hlut sinn í fyr-
irtækinu nái kaupin fram að ganga.
Þar munar mestu um eignarhalds-
félagið Borgun, sem er samlags-
félag í eigu meðal annars Stálskipa
og Einars Sveinssonar fjárfestis, en
það fer í dag með 32,4 prósenta hlut
í greiðslukortafyrirtækinu. Félagið
kom fyrst inn í hluthafahóp Borg-
unar þegar það keypti sem þekkt
er rúmlega 31 prósents hlut í fyrir-
tækinu af Landsbankanum í árslok
2014 fyrir um 2,2 milljarða króna.
Samkvæmt heimildum leitaðist
íslenskt félag eftir því í byrjun árs-
ins að komast inn í söluferlið á Borg-
un en því var hins vegar hafnað af
Íslandsbanka með þeim rökum að
ferlið væri komið of langt. Aðkoma
nýs fjárfestis að söluferlinu væri því
til þess að fallið, að mati bankans,
að valda frekari töfum á að niður-
staða fengist í söluferlið í bráð.
Heimildir Markaðarins herma að
þeir tveir fjárfestar sem nú séu í við-
ræðum við Íslandsbanka um kaup á
Borgun, erlend fyrirtæki sem starfa
á sviði greiðsluþjónustu, hafi farið
fram á það við bankann, sem hann
hafi orðið við, að ekki yrði rætt við
aðra mögulega fjárfesta að félaginu
á meðan á þeim stæði.
Talsvert tap hefur verið af starf-
semi Borgunar undanfarin misseri
en á árinu 2018 nam það um 1.080
milljónum króna. Á fyrstu níu
mánuðum síðasta árs var afkoma
af reglulegri starfsemi félagsins
neikvæð um tæplega 760 milljónir.
Eignir Borgunar námu þá um 29
milljörðum króna og var eigið fé
félagsins nærri 6,5 milljarðar. Auk
þess að standa að útgáfu greiðslu-
korta og í færsluhirðingu á Íslandi
er félagið með starfsemi í Bretlandi,
Króatíu, Ungverjalandi, Tékklandi
og Slóvakíu.
Á meðal eigna félagsins eru for-
gangshlutabréf í Visa Inc. sem Borg-
un eignaðist þegar það seldi hlut
sinn í Visa Europe á árinu 2016 með
um 6,2 milljarða hagnaði. Í árslok
2018 voru þau bréf bókfærð á rúm-
lega 1.840 milljónir króna. Í þeim
viðræðum sem nú standa yfir, sam-
kvæmt heimildum Markaðarins,
ríkir óvissa um verðmat á bréfunum
í Visa Inc. og ekki liggur fyrir hvort
þau muni fylgja með í kaupunum á
Borgun.
Þær verðhugmyndir sem nú
eru uppi í viðræðunum um kaup
á Borgun eru nokkuð undir þeim
væntingum sem eigendur félagsins
höfðu fyrir um tveimur árum. Sölu-
ferli á félaginu hófst haustið 2016
þegar bankinn fékk Corestar Partn-
ers til ráðgjafar við að móta fram-
tíðarstefnu um hlut sinn í Borgun.
Því ferli var hins vegar í reynd
sjálf hætt eftir að Fjármálaeftir-
litið gerði í febrúar 2017 alvarlegar
athugasemdir við eftirlit kortafyrir-
tækisins með peningaþvætti og fjár-
mögnun hryðjuverka.
Í árslok 2015 fékk Borgun ráðgjaf-
arfyrirtækið KPMG, eins og fram
kom í fjölmiðlum á sínum tíma,
til að verðmeta félagið í tengslum
við yfirtökutilboð breska greiðslu-
kortafyrirtækisins UPG en tilboði
þess var ekki tekið. Niðurstaða
verðmatsins var að heildarvirði
fyrirtækisins næmi 19 til 26 millj-
örðum.
Auk Borgunar hefur greiðslu-
kortafyrirtækið Valitor verið í
formlegu söluferli í meira en eitt ár
en í árslok 2018 fékk Arion banki,
eigandi Valitor, bandaríska fjárfest-
ingabankann Citi sem ráðgjafa við
sölu á félaginu, að hluta eða í heild, í
opnu ferli. Ekkert hefur orðið af sölu
á hlut í Valitor en ferlið var í reynd
sett á ís síðastliðið haust en þá var
meirihluta stjórnarmanna fyrir-
tækisins skipt út. Mikið tap hefur
verið af starfsemi Valitor erlendis
og undir lok síðasta árs ákvað
stjórn félagsins að ráðast í endur-
skipulagningu á rekstrinum, meðal
annars með því að fækka starfs-
mönnum um sextíu, í því skyni að
snúa taprekstrinum við.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins hafa að stórum hluta sömu
fjárfestarnir verið að skoða bæði
Borgun og Valitor á undanförnum
mánuðum og misserum auk þess
að sýna færsluhirðingarfyrirtækinu
Korta, sem er í eigu Kviku banka
og hóps einkafjárfesta, sömuleiðis
áhuga. hordur@frettabladid.is
Í viðræðum um sölu á
Borgun fyrir 7 milljarða
Viðræður við tvö erlend félög um kaup á öllu hlutafé Borgunar langt komnar.
Áætlað kaupverð um 7 milljarðar. Íslandsbanki vildi ekki hleypa íslenskum
fjárfesti inn í söluferlið í ársbyrjun. Óvíst hvort bréf í Visa Inc. fylgi með.
Núverandi verðhugmyndir eru undir þeim væntingum sem eigendur höfðu á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
759
milljónum króna nam tap af
reglulegri starfsemi Borg-
unar á fyrstu níu mánuðum
síðasta árs.
5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN