Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 33
Verðbréfafjárfest- ing hefur leitað frá landinu síðustu ár. Að hluta til vegna erlendra fjárfest- inga lífeyrissjóða eftir afnám hafta en einnig vegna útreymis erlendra fjárfesta. Skotsilfur Versti dagur á kínverskum hlutabréfamarkaði í fimm ár Kínverskar hlutabréfavísitölur hríðféllu á mánudag, fyrsta viðskiptadag eftir meira en vikulangt frí, vegna vaxandi áhyggna þarlendra fjárfesta af áhrifum kórónaveirunnar á hagkerfi landsins. CSI 300 vísitalan í Sjanghæ lækkaði sem dæmi um 7,9 prósent en hún hefur ekki lækkað eins mikið á einum degi frá því í ágúst 2015. Kínversk stjórnvöld dældu lausafé inn í fjármálakerfið en aðgerðirnar höfðu ekki tilskilin áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Oft hefur verið rætt um lækkun fyrir­tækjaskulda hér á landi síðastliðin ár. Sá skuldatoppur sem lækkunin er miðuð við skilaði okkur reyndar efst á heimslista yfir skuldir fyrir­ tækja sem hlutfall af landsfram­ leiðslu. Þó að skuldir hafi lækkað þýðir það ekki að þær séu lágar. Skuldir íslenskra fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu eru til dæmis rúmlega 10% hærri en í Bandaríkjunum, þar sem aukin skuldsetning á tímum lágra vaxta hefur mikið verið til umræðu. Þá var umrætt skuldahlutfall jafnt hlutfalli þróaðra landa fyrir ári, eða 89%. Umræðu um skuldaaukn­ ingu þessara þjóða þarf vart að nefna. Við stöndum nú í 85% ekki vegna minnkandi framlags íslensks fjármagnsmarkaðar heldur vegna þess að hlutfall erlendra skulda Skuldsettur viðsnúningur Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðing- ur Kviku banka 500 milljarðar króna 400 300 200 100 -100 -200 -300 -400 ✿ Hreint fjármagnsflæði* 0 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 G ja ld ey ris in nf læ ði að ö ðr u ób re yt tu G ja ld ey ris út fl æ ði að ö ðr u ób re yt tu *Í gögnum Seðlabankans eru formerki öfug. Uppgjör þrotabúa bankanna 2015 og uppgjör aflandskróna 2016 skekkja tölurnar. n Verðbréfafjárfesting n Bein fjárfesting Heimild: Seðlabanki Íslands -81 -57 -11 406 -422 -276 -146 -177-197 Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs RÁÐDEILDIN Sem opið örhagkerfi er Ísland afar háð viðskiptum og sam­skiptum við önnur ríki, ekki hvað síst í fjárfestingum. Þrátt fyrir það, og afnám hafta, hefur lítið gerst síðustu ár, sem er áhyggjuefni. Eins og myndin hér sýnir hefur verðbréfafjárfesting leitað frá land­ inu síðustu ár. Að hluta til vegna Hvar er erlenda fjárfestingin? erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða eftir afnám hafta en einnig vegna útstreymis erlendra fjárfesta, sem til dæmis seldu meiri íslensk verð­ bréf en þeir keyptu að fjárhæð 54 milljarðar króna árið 2019. Ekki hafa birst tölur um beina erlenda fjárfestingu fyrir árið 2019 en myndin sýnir að þar er sagan svipuð og til dæmis drógu erlendir aðilar úr beinni fjárfestingu hér á landi um 34 milljarða króna árið 2018. Það er enn meira áhyggjuefni því slíkri fjárfestingu fylgir oftar en ekki bein atvinnusköpun, þekking og ný tækni. Það er til mikils að vinna að snúa þróuninni við. Til þess þarf að kortleggja og draga úr beinum og óbeinum hindrunum eftir fremsta megni, en einnig tryggja fyrirsjáan­ legt og gott rekstrarumhverfi. Frá Marel til KS Stella Björg Kristinsdóttir lét í síðasta mánuði af störfum sem markaðsstjóri fiskiðnaðar Mar- els og tók til starfa sem forstöðumaður hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga. Stella Björg starfaði um fimmtán ára skeið hjá Marel en hún stýrði markaðsmálum fiskiðn- aðarsviðs félagsins á árunum 2009 til 2020. Áður hafði hún meðal annars gegnt starfi sýningarstjóra og almannatengils Marels. Stella Björg er með MS-gráðu í alþjóða- markaðssetningu og stjórnun frá Copenhagen Business School. Aftur til WOW air Kristján Þorvalds- son hefur verið ráðinn yfir- maður tækni- mála hjá WOW air sem USAero- space Associates, félag Michele Roose- velt Edwards, hyggst endurreisa á grunni hins gjaldþrota flugfélags. Kristján starfaði hjá WOW air um fimm ára skeið, eða frá árinu 2013 til sumarsins 2018, en þar var hann yfirmaður upplýsingatækni- deildar. Kristján réð sig til Marels þar sem hann var deildarstjóri inn- viða áður en hann tók við starfinu hjá WOW air um síðustu áramót. Kristján er fyrsti íslenski stjórn- andinn sem vitað er um hjá WOW air en mikil leynd hefur hvílt yfir endurreisn flugfélagsins. Erfið sala Það er ekki hlaupið að því að selja um 700 milljóna króna fasteign á Seltjarnarnesi. Skúli Mogensen hefur reynt að selja heimilið sitt frá því í sumar við dræmar undirtektir. Það er enda ekki á færi margra hérlendis að festa kaup á húsinu. Skúli, sem hefur mætt nokkrum mótvindi upp á síðkastið, reynir að há- marka hvað hann fær við söluna með því að selja eignina sjálfur og horfir út fyrir landsteinana að kaupanda. Frumkvöðullinn lék þennan sama leik þegar OZ varð gjaldþrota og seldi Fjölnisveg 11 fyrir hæsta mögulega verð til Boga Pálssonar. fyrirtækja hefur lækkað. Frést hefur að hrein ný útlán til atvinnufyrirtækja hafi dregist saman um tæp 60% á milli ára í fyrra. Ný útlán voru þó veitt, við­ bót var við útlánastofninn, rétt eins og hagvöxtur mælist þegar viðbót er við landsframleiðsluna. Viðbótin var bara minni í fyrra en árið þar áður. Raunin er sú að útlánastofn innlendra lánastofn­ ana óx um 8% í fyrra miðað við 14% árið áður, líkt og hagvöxtur var 0% í fyrra borið saman við tæplega 5% árið áður. Útlán til fyrirtækja jukust um 6% umfram landsfram­ leiðslu frá miðju ári 2016 fram á mitt síðasta ár, á tímum mikils hagvaxtar. Það er ekki sjálf bært til lengri tíma að útlán vaxi umfram landsframleiðslu. Af leiðingin er sú að skuldir fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu hækka, eða í tilviki íslenskra fyrirtækja um 6% frá miðju ári 2016 til loka ársins 2018. Áhugaverð spurning á tímum lækkandi vaxta og hárra skulda á heimsvísu er að hve miklu leyti eigi að ýta undir hagvöxt með aukningu skulda. Örvun getur falist í lækkun vaxta þó það hæg­ ist á útlánavexti, enda ekki sjálf­ gefið að lægri vextir skili sér til allra fyrirtækja. Hagvöxturinn er þannig drifinn áfram af best stöddu félögunum með hagstæð­ ari fjármögnun, á meðan búast má við hagræðingu hjá þeim félögum þar sem svigrúm til aukinnar fjármögnunar er ekki til staðar. Hagvöxtur til skamms tíma er þá minni en ef allir fengju fjármagn. Þessari stöðu fylgir óhjákvæmi­ lega aukið atvinnuleysi í einhvern tíma. En spurningin er hvort rétt sé að fresta slíkri aukningu í atvinnu­ leysi tímabundið með ósjálf bærri sk u ld set ning u . Sk u ldast aða n skiptir máli. Annar mikilvægur mælikvarði á sjálf bærni f yrirtækjaskulda er nettó skuldir sem hlutfall af EBITDA­framlegð, sem gefur til kynna hve auðvelt er að standa straum af vaxta­ og af borgunar­ greiðslum. Því lægra sem hlut­ fallið er, því auðveldara. Nýjustu tölur Hagstofunnar sem ley fa slíkan útreikning fyrir viðskipta­ hagkerfið sýna að hlutfallið var um 4 í lok árs 2018. [1] Hlutfallið náði lágmarki árið 2016, um 3. Sambærilegt hlutfall í Bandaríkj­ unum er um 2,5 sem er yfir sögu­ legu meðaltali þarlendis. Er ástæða til að ætla að íslensk fyrirtæki beri hærri skuldsetningu en banda­ rísk? EBITDA­framlegð íslenskra fyrirtækja var 9% árið 2018 en 19% í Bandaríkjunum. Framlegðin hefur farið minnkandi hér á landi á síðustu árum meðal annars vegna launahækkana. Ef eitthvað er ættu skuldahlutföll að vera lægri hér en í Bandaríkjunum vegna þess að ekki er eins mikið borð fyrir báru í rekstri og almennt meiri sveif lur í efnahagslífinu. Því er ekki að furða að innlendar bankastofnanir haldi nú að sér höndum. Fyrrgreind hlutföll hafa að öllum líkindum versnað miðað við í lok árs 2018 vegna slakari rekstraraf komu í fyrra. Hærra áhættuálag á vexti til íslenskra fyrirtækja endurspeglar líka þessa stöðu. Hitt er annað mál að við upphaf niðursveif lu kann aukin áhættufælni meðal lánveitenda einnig að hafa áhrif á fjármagnsað­ gengi fyrirtækja sem standa vel, enda óvissan mikil. Fyrr en síðar hljóta þessi fyrirtæki þó að geta nýtt sterka stöðu sína til að sækja sér fjármagn á lægri vöxtum. Hinir ættu líklega að bíða. [1] Fasteignafélögin sem hafa hátt skuldahlutfall en sterk veð hafa verið tekin út fyrir sviga sökum umfangs, auk veitustarfsemi sem er í f lestum tilvikum opinber og álfyrirtæki sem eru útibú erlendra fyrirtækja og fjármögnuð sem slík. 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.