Fréttablaðið - 05.02.2020, Side 27
4 KYNNINGARBLAÐ 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RUT MESSAN
Þór Haraldsson,
framkvæmda-
stjóri Spektra,
segir að nýlega
hafi komið
uppfærsla á
Work Point hug-
búnaðinn sem
auðveldar mjög
utanumhald og
skipulagningu á
Microsoft Teams
lausninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Spektra er Microsoft ráðgjafarfyrirtæki með 12 starfsmenn sem hefur verið
starfrækt frá árinu 2013.
„Við bjóðum upp á tilbúnar
lausnir, sérlausnir og ráðgjöf í
Microsoft lausnum,“ segir Þór
Haraldsson, framkvæmdastjóri
Spektra. „Meðal tilbúinna lausna
er WorkPoint, sem er danskur
hugbúnaður sem byggir á Share
Point og Office 365. WorkPoint
býður upp á alls kyns möguleika
sem geta auðveldað yfirlit og
skipulag á ýmsan hátt, svo sem
fullbúna skjalavistun, verkefna
lausn, málaskrá, samningaumsjón
og funda og stjórnargátt.
Í dag nota um 40 fyrirtæki og
stofnanir á Íslandi WorkPoint.
Meðal þeirra eru fyrirtækin
Arion banki, CRI, Domino’s,
Ef la verkfræðistofa, Fiskistofa,
Landsvirkjun, LS Retail, Norðurál,
Norðurorka, Veðurstofan og VSÓ
Ráðgjöf,“ segir Þór. „Það eru því
ýmis stór, reynd og umsvifamikil
fyrirtæki sem nýta sér þessa gagn
legu lausn.“
WorkPoint og Teams
„Nýlega kom uppfærsla á
WorkPoint hugbúnaðinn sem
auðveldar utanumhald og skipu
lagningu á hinni vinsælu Micro
soft Teams lausn,“ segir Þór. „Þar
er meðal annars hægt að stjórna
miðlægt hvaða lýsigögn séu á
skjölum og gögnum. Þá er einnig
hægt að stýra því hvaða f lipar
stofnast og hvaða gögn birtast þar
undir hverju Teams svæði.
Í WorkPoint er sett upp eining
sem getur falið í sér bæði sam
þykktarferli og boðið upp á
öll lýsigögn á Teams svæðum.
Einingin gefur manni því yfirsýn
yfir öll Teams svæði, hverjum
þau tilheyra og hvernig þau
f lokkast,“ segir Þór. „Það er svo
hægt að uppfæra uppbyggingu
lýsigagna skjalasafns miðlægt
í Teams, þannig að það er til
dæmis hægt að bæta við nýrri
tegund lýsigagna einu sinni
og þá skilar breytingin sér í öll
núverandi skjalasöfn og þau sem
verða stofnuð í framtíðinni. Þessi
miðlæga stjórn auðveldar mjög
skipulag og utanumhald skjala
safna.
Með því að nota WorkPoint
Express viðbótina í Outlook er
svo leikur einn að vista tölvu
pósta inn á Teams og láta þá
birtast þar í f lipa,“ útskýrir Þór.
Tengingar við bókhaldskerfi
og tímaskráningu
„Við gerum líka mikið af því að
tengja WorkPoint við bókhalds
kerfi,“ segir Þór. „Þegar kerfin hafa
verið tengd saman f læða upplýs
ingar um viðskiptavini, birgja og
samstarfsaðila frá bókhaldskerfi
yfir í WorkPoint. Þá er hægt að sjá
á einum stað allar upplýsingar um
fyrirtækin, öll verkefni, samninga
og skjöl.
Með því að tengja WorkPoint
svo við tímaskráningu fáum við
stöðu verkefna miðað við áætlun,“
segir Þór. „Þannig geta verkefna
stjórar meðal annars séð viðvör
unarmerki ef verkefni eru í hættu
á að fara yfir á tíma.
Við bjóðum líka upp á f leiri
tilbúnar lausnir, meðal annars
gæðahandbækur fyrir fyrirtæki
sem leggja þeim línurnar til að
setja upp verklagsreglur, gátlista,
eyðublöð og ferla, ásamt því að
gera þeim kleift að setja upp sam
þykktar og rýniferli,“ segir Þór.
„Við bjóðum líka upp á innri vefi
og innri og ytri úttektir. Svo erum
við með kennslustofu þar sem við
bjóðum upp á námskeið í öllum
helstu lausnum í Office 365.“
Komdu skipulagi á Teams
Spektra býður upp á WorkPoint, sem er vinsæll danskur hugbúnaður sem byggir á SharePoint
og Office 365. Workpoint hugbúnaðurinn getur komið skipulagi á Microsoft Teams lausnina.
WorkPoint býður upp á ýmsa notkunarmöguleika sem bæta yfirsýn og veitir miðlæga stjórn, sem auðveldar meðal
annars skipulag og utanumhald skjalasafna. Í dag nota um 40 fyrirtæki og stofnanir á Íslandi WorkPoint.
WorkPoint býður
upp á alls kyns
möguleika sem geta
auðveldað yfirlit og
skipulag á ýmsan hátt,
svo sem fullbúna skjala
vistun, verkefnalausn,
málaskrá, samninga
umsjón og funda og
stjórnargátt.