Fréttablaðið - 05.02.2020, Side 36
Þetta yrði mikill
stuðningur og nú er
ríkisstjórnin komin með
þessar tillögur.
Willum Þór Þórs-
son, þingmaður
Framsóknar-
flokksins
Tryggðu þér áskrift
FJÓRÐUNGSUPPGJÖR Í OLÍS DEILD KVENNA
Í KVÖLD 21:15
ÍÞRÓTTIR „Það sem við erum að
leggja til er ekki ósvipað því sem
þekkist í kvikmyndagerð, bókaút-
gáfu og fleiri geirum, að menn skili
reikningum og fái endurgreiddan
kostnað. Þetta er stórt mál og
jákvætt fyrir þennan þriðja geira,“
segir Willum Þór Þórsson, þing-
maður Framsóknarf lokksins og
formaður starfshóps um skattalegt
umhverfi þeirrar starfsemi sem
fellur undir þriðja geirann sem telur
íþróttafélög, björgunarsveitir, góð-
gerðarfélög og mannúðarsamtök.
Í yfirliti yfir framkomnar hug-
myndir að íþróttamannvirkjum
sem taldar eru upp í skýrslu sem
lögð var fram til umsagnar íþrótta-
og tómstundaráðs borgarinnar á
síðasta fundi er ljóst að ef af þessu
verður hleypur endurgreiðslan á
hundruðum milljóna. Jafnvel millj-
örðum.
Þróttarar og Ármenningar eru
komnir með tillögu að íþróttahúsi,
KR er að fara af stað í sína uppbygg-
ingu með knatthúsi, íþróttahúsi,
knattspyrnuvelli með aðstöðu fyrir
áhorfendur, húsnæði fyrir ýmsa
félagstengda þjónustu og verulegu
magni íbúðabygginga á svæðinu.
Knatthús er áætlað á Hlíðarenda,
tennishús við TBR, fimleikahús í
Breiðholti, knatthús við Leiknisvöll,
uppbygging er á teikniborðinu á
Fylkissvæðinu og í Úlfarsárdal. Þá á
eftir að telja upp framtíðarmúsíkina
í Laugardal en alls eru blaðsíðurnar
fjórar um framkomnar hugmyndir.
„Þetta yrði mikill stuðningur
og nú er ríkisstjórnin komin með
þessar tillögur. Vonandi grípur hún
þessar tillögur og formar í frum-
varp og fer með inn í þingið hratt og
örugglega,“ bætir Willum við. Hann
lagði í þrígang fram frumvarp um
endurgreiðslu á virðisaukaskatti
við mannvirkjagerð til íþróttafélaga
sem fór ekki í gegn.
„Auðvitað er þetta samt flókið og
það þarf að passa að það verði ekki
spilað með þetta. Það er þó virki-
legur vilji til að styðja þetta starf
og þetta er talað inn í hjarta allra.
Ef frumvörpin eru góð þá fer þetta
þvert á alla f lokka,“ segir Willum.
Hann segir að fyrir utan bygg-
ingarkostnaðinn séu aðrar tillögur
áhugaverðar. Eins og að einstakl-
ingur geti styrkt íþróttafélög, björg-
unarsveitir eða önnur almanna-
heillafélög, gegn skattaívilnun. „Ef
einstaklingur vill styrkja almanna-
heillafélag fær viðkomandi það
skráð í skattframtalið og getur
þannig fengið afslátt af tekjuskatt-
inum. Það er ekki heimilt í dag.
Stórtíðindi fyrir íþróttahreyfinguna
Endurgreiðsla á byggingarkostnaði íþróttamannvirkja og ýmislegt fleira má finna í skýrslu starfshóps sem kynnt var ríkisstjórninni
fyrir skömmu. Getur skipt íþróttafélög í landinu miklu en fjölmörg íþróttamannvirki eru í burðarliðnum á höfuðborgarsvæðinu.
Frostaskjól er eitt þeirra svæða þar sem mikil uppbygging er fyrirhuguð. Félagið getur þá fengið endurgreiðslu á byggingarkostnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Helstu tillögur starfshópsins
n Erfðafjárskattur. Að
kannað verði hvort
undanþága félaga-
samtaka og sjálfs-
eignarstofnana sem
starfa að almanna-
heillum frá greiðslu
erfðafjárskatts af
dánargjöfum geti
tekið til lögaðila
í öðrum félaga-
formum.
n Fasteignaskattur.
Að kannað verði að
veita undanþágu,
lækka eða fella
niður fasteignaskatt
hjá lögaðilum sem
verja hagnaði sínum
einungis til almanna-
heilla og hafa það
að einasta markmiði
sínu samkvæmt sam-
þykktum sínum.
n Fjármagnstekju-
skattur. Að lögaðilar
sem verja hagnaði
sínum einungis til al-
mannaheilla og hafa
það að einasta mark-
miði sínu samkvæmt
samþykktum sínum
verði undanþegnir
greiðslu tekjuskatts
af fjármagnstekjum.
n Stimpilgjald. Að lög-
aðilar sem verja hagn-
aði sínum einungis til
almannaheilla verði
undanþegnir, að öllu
leyti eða að hluta, frá
greiðslu stimpilgjalds
af kaupsamningum
sem þeir eru aðilar að.
n Stuðningur vegna
útlagðs byggingar-
kostnaðar. Að þeim
lögaðilum sem starfa
til almannaheilla og
hlotið hafa staðfest-
ingu frá Skattinum
í kjölfar skráningar
á almannaheilla-
félagaskrá verði veitt
heimild til að óska
eftir fjárstuðningi af
útlögðum kostnaði
upp að ákveðnu há-
marki vegna bygg-
ingar, viðhalds eða
endurbóta á mann-
virki undir starfsemi
til almannaheilla, að
uppfylltum ítarlegum
skilyrðum.
n Tekjuskattur. Að
ákvæði 2. tölul. 31.
gr. tekjuskattslaga
verði endurskoðað
með tilliti til hlut-
falls og gildissviðs
heimils frádráttar frá
tekjum af atvinnu-
rekstri. Jafnframt
verði einstaklingum
gert heimilt að draga
frá tekjum sínum
sambærilegar gjafir
og framlög upp að
ákveðnu hámarki.
Samhliða verði skoð-
að hvort ákjósanlegt
sé að miða frádráttar-
heimild ákvæðisins
við tiltekna fjárhæð
og/eða ákveðið hlut-
fall af tekjum.
n Virðisaukaskattur. Að
undanþáguákvæði 5.
mgr. 2. gr. virðisauka-
skattslaga er varðar
góðgerðarstarfsemi
verði endurskoðað
auk þess sem það
verði útvíkkað þannig
að undanþágan nái
jafnframt til ráð-
stöfunar hagnaðar til
almannaheilla en ekki
aðeins til líknarmála.
Þá er lagt til að þau
tímamörk sem sett
eru fyrir undanþágu
góðgerðarstarfsemi
samkvæmt ákvæðinu
verði endurskoðuð.
Í Noregi og Danmörku eru ein-
staklingar með þetta heimilt og við
viljum sjá það gerast hér líka hvort
sem aðilinn vill styrkja björgunar-
sveitina, Val eða KR.“
Skýrslan er um 70 síður og ljóst
að það hefur verið vandað til verka.
Skýrsluna má finna á vef Stjórnar-
ráðsins. „Við tókum fullt af fundum
og settum inn í samráðsgáttina þar
sem við fengum góð viðbrögð frá
íþróttafélögunum meðal annars.
Nú hefur þetta verið kynnt ríkis-
stjórninni og ég sagði að hún ætti að
taka þetta til sín og keyra á þetta.“
benediktboas@frettabladid.is
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0