Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 30
hitastig þeirra. Yfir 70 prósent tekna fyrirtækisins koma frá lyfjageiran- um. Í grunninn er verið að vakta lyf í f lutningi og geymslu. Viðskipta- vinir okkar eru framleiðendur, f lutningafyrirtæki, heildsalar og smásalar. Minnsti viðskiptavinur- inn rekur eitt apótek og við vöktum lyf í einum kæliskáp.“ Hvernig kom það til, Gísli, að þú stofnaðir Controlant? Gísli: „Ég geri stundum grín að því. Rétt upp úr aldamótum var ég að læra rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands með einum af fimm stofnendum fyrirtækisins. Talið barst stundum að því hvað vildum vinna við. Það heillaði meira að starfa hjá tæknifyrirtækjum á borð við Marel og Össur en að starfa á verkfræðistofu. Okkur langaði að taka þátt í að þróa tækni en fengum veður af því hvað það væri mikið skrifræði hjá þessum tæknifyrir- tækjum. Okkar var sagt að meiri- hlutinn af tímanum færi í skrif- finnsku í stað þess að vinna hörðum höndum að því að þróa tækni. Þá ákváðum við að þróa eigin vöru. Kennari, sem síðar tók þátt í stofnun Controlant, benti okkur á að þróa þráðlausa skynjara. Við unnum að þeirri lausn í þrjú ár samhliða námi og ákváðum svo að stofna fyrirtækið árið 2007. Rúsínan í pylsuendanum er að við fengum þessa fordóma fyrir skrifræði beint í bakið því nú erum við örugglega það tæknifyrirtæki sem er með hvað stífustu ferlana og mesta skrifræðið af öllum hér á landi. Í lyfjageiranum þarf allt að vera skjalfest. Stjórnendur í lyfja- geiranum, sem eru öllum hnútum kunnugir hvað varðar skrifræðið, hafa afar gaman af þessari sögu.“ Svínaflensan áhrifavaldur Hvernig sáuð þið fyrirtækið fyrir ykkur í upphafi? Gísli: „Við vorum ekki með skýra viðskiptaáætlun til að byrja með. Okkur langaði fyrst og fremst að þróa tækni. Fyrsta hugmyndin var að þróa þráðlausa þrýstiskynjara í dekk fyrir breytta jeppa en það var ekki hægt að byggja upp fyrir- tæki í kringum þann litla markað. Skömmu síðar áttuðum við okkur á því að matvælageirinn hafði þörf fyrir að hitastig matvæla væri vaktað. Við lögðum því allt kapp á þann markað. Það urðu hins vegar straumhvörf í því hvert fyrirtækið stefndi í kjöl- far svínaf lensufaraldursins árið 2009. Landlæknisembættið brá á það ráð að kaupa bóluefni fyrir alla landsmenn og auknu fé var varið í að vakta með hvaða hætti bóluefni voru geymd. Ef bóluefni eru ekki geymd við rétt hitastig missa þau virkni sína. Þá vorum við við það að ýta úr vör fyrstu útgáfunni af lausninni okkar sem vaktaði geymslur fyrir matvæli. Fyrsti fjárfestir Control- ant, Bessi Gíslason sem rak um ára- bil apótekið Lyfjaver, kom á fundi fyrir okkur við sóttvarnalækni. Hann ákvað að nýta okkar lausn til að fylgjast með bóluefninu í raun- tíma. Við urðum að hringja í hjúkr- unarfræðinga á öllum tímum sólar- hrings og biðja þá um að loka hurð að kæliskáp eða stilla hitann betur. Misbrest við geymslu á lyfjum má yfirleitt rekja til einfaldra mann- legra mistaka. Þetta verkefni opnaði augu okkar fyrir því hvað geymsla á lyfjum er viðkvæm. Flest bóluefni verða til dæmis að vera geymd við tvær til átta gráður. Annars skemmast flest bóluefni. Að hafa aðgengi að réttum gögnum á réttum tíma getur því skipt sköpum. Frá þeim tíma horfðum við til þess að víkka vöruframboðið og vakta líka lyf í f lutningi. Það bera ólíkir aðilar ábyrgð á lyfjum á hverjum tíma. Það getur verið framleiðandi, f lutningsaðili, heild- sali eða smásali. Með okkar lausn eru allir í keðjunni meðvitaðir um hvar eitthvað fór úrskeiðis og fara ekki að þrátta um hver beri ábyrgð- ina og í f lestum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir að tjón verði. Okkur tókst að minnka sóun á lyfjum um 70 prósent á Íslandi og hófum að spyrja okkur: Hvað ef við tökum þessa aðferðafræði og beit- um henni á stóran skala? Munum við ná sama árangri? Þetta er til mikilla bóta fyrir sjúklinga sem taka lyfin enda grundvallaratriði að þau virki eins og til er ætlast. Til að setja þetta í stærra samhengi þá nemur áætluð sóun vegna hitastigs- frávika á lyfjum um 35 milljörðum dollara á heimsvísu á ári. Áætlað er að allt að 35 prósent af bóluefnum skemmist í f lutningi eða geymslu. Þetta eru vandamál sem okkar lausn tæklar og hefur sýnt mikinn árangur, okkar stærsti viðskipta- vinur hefur ekki þurft að farga einni einustu sendingu sem við höfum vaktað. Fyrst hófum við að selja í Dan- mörku, því næst Bretlandi og loks til Bandaríkjanna. Nú erum við með um 200 viðskiptavini og lausnin er notuð í yfir 150 löndum.“ Nýjung í lyfjageiranum Gísli segir að um hafi verið að ræða nýjung fyrir lyfjageirann. Lyfjafyr- irtæki hafi ekki verið að vakta lyf í rauntíma heldur hafi þurft að stinga USB-minnislykli með hitamæli í samband eftir að lyf hafi verið vaktað í f lutningi í einhverja daga eða vikur til að sjá hvernig til tókst. „Það var verið að þróa ýmsar lausnir í líkingu við okkar á þeim tíma en þetta var alveg nýtt fyrir lyfjageir- ann. Lausn Controlant hefur alla tíð verið þráðlaus og mannshöndin þurfti hvergi að koma nærri við að safna gögnum. Allt sjálfkrafa. Það, að um var að ræða nýjung, hafði engu að síður í för með sér að lyfjageirinn var ekki tilbúinn til að taka lausnina upp á sína arma. Á þeim tíma var hann ekki að nýta skýjalausnir og því ekki reiðubúinn að nýta tækni í rauntíma. Það voru eingöngu allra framsæknustu fyrir- tækin sem treystu sér til að nýta nýjustu tækni. Þau sáu ekki eftir því. Við erum stolt af því að allir af okkar fyrstu viðskiptavinum eru enn hjá okkur. Fyrir um þremur árum tók lyfja- iðnaðurinn að vakna til vitundar um tæknina, fyrir tveimur árum hófu stjórnendur virkilega að kort- leggja stefnu um að færa sig í skýið og fyrir ári síðan sögðu allir helstu stjórnendur í lyfjageiranum að það væri kominn tími til að nýta nýja tækni til að vakta lyf. Það hefur haft í för með sér að við erum tæknilega fremst á markaðn- um, með lausnina tilbúna og með reynslu af lyfjageiranum. Við erum því augljós samstarfsaðili lyfjafyrir- tækja á þessu sviði.“ Tveimur árum á undan Eruð þið komnir lengra á leið en keppinautar ykkar? Gísli: „Langlengst. Við erum einum til tveimur árum á undan. Við erum eina fyrirtækið sem hefur selt allra stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi rauntímalausn fyrir þennan hluta virðiskeðjunnar.“ Guðmundur: „Til að setja stærð þeirra í samhengi eru þrír stærstu viðskiptavinir okkar að velta átta sinnum landsframleiðslu Íslands og eru með yfir 250 þúsund starfs- menn. Það eru 40 þúsund f leiri starfsmenn en á vinnumarkaði hér á landi.“ Gísli: „Við erum stolt af því að stærstu lyf jafyrirtæki í heimi treysti litlu fyrirtæki á Grensásvegi fyrir þessu verkefni. Lyfjafyrirtæki mega nefnilega ekki dreifa lyfjum nema geta sýnt fram á að hitastigið hafi verið í lagi. Það hefur í för með sér að ef þau hafa ekki gögnin okkar stöðvast dreifingin. Þetta er því lífs- nauðsynleg þjónusta fyrir þau auk þess sem hún dregur verulega úr sóun.“ Innleiðing tekur tíma Gísli segir að það taki þrjú til fimm ár að innleiða lausnina að fullu hjá stóru lyfjafyrirtæki sem starfi um allan heim og með tugi verksmiðja. „Það þarf að breyta öllum ferlum tengdum hitastigsvöktun hjá fyrir- tækinu. Þar fyrir utan erum við einungis búin að semja um vöktun á litlum hluta af virðiskeðju fyrir- tækjanna. Við vöktum það þegar vara er f lutt frá framleiðslustað til dreifingarmiðstöðva í öðrum lönd- um eða landsvæðum. Þess vegna eru mikil tækifæri fólgin í því að sinna enn fleiri þáttum fyrir okkar núverandi viðskiptavini. Umfang þjónustunnar fyrir hvern lyfjafram- leiðanda gæti margfaldast á næstu árum þegar við förum lengra inn í virðiskeðjuna.“ Lyfjasendingar muni þrefaldast Lyfjaiðnaðurinn er að breytast hratt, segir Gísli. „Eftir þrjú til fimm ár munu sendingar lyfjafyrirtækja væntanlega þrefaldast. Lyfin eru að verða æ betri og tæknilega flókin lyf eru viðkvæmari fyrir hitastigi. Það þarf að vakta slík lyf vel. Sum eru jafnvel sérhönnuð fyrir sjúklinginn. Sérhönnuð lyf verða ekki send með gámum til sjúklinga, eins og gefur að skilja, heldur í litlum pakka og hann þarf að vakta. Reglurnar eru sömuleiðis að verða stífari. Það er ekki nóg að vakta sendinguna til nýs lands heldur þarf að vakta alla virðiskeðjuna inni í landinu líka. Það gæti tuttugu- faldað umfang sendinga sem þarf að vakta,“ segir hann. Hvernig hefur gengið að koma fyrirtækinu á koppinn? Gísli: „Það hefur gengið á ýmsu. Við höfum alltaf vaxið en ekki jafn hratt og við gerðum okkur vonir um. Það er vegna þess að lyfjaiðnaður- inn tók tæknina hægar upp á sína arma en við reiknuðum með. En okkur hefur tekist að halda sjó og höfum þar af leiðandi skapað mikil verðmæti. Við erum að uppskera núna. Það hafa komið tímar þar sem við vorum á bjargbrúninni en okkur hefur tekist að komast í gegnum þetta án fjöldauppsagna eða að skera mikið niður. Fjárfestar hafa haft mikla trú á vegferðinni og verið þolinmóðir. Bæði þeir og við vissum að þetta myndi taka tíma.“ Fram kemur í ársreikningum að uppbygging Controlant hefur verið kostnaðarsöm. Félagið tapaði til dæmis 605 milljónum árið 2018 og 324 milljónum árið 2017. Guð- mundur segir að hluthafar hafi trú á vegferðinni og að um sé að ræða góða fjárfestingu til lengri tíma. „Á meðal fjárfesta eru hluthafar sem þekkja vel til lyfjaiðnaðar- ins og vita að þetta er langtíma- verkefni. Lyfjaiðnaðurinn er einn erfiðasti markaðurinn til að selja nýjar tæknilausnir vegna þess hve regluverkið er strangt. Hann er afar íhaldssamur, sem er aftur gott þegar við erum komin inn á annað borð.“ Breyttu viðskiptamódelinu Guðmundur segir að viðskipta- módeli Controlant hafi verið breytt fyrir þremur árum úr því að selja tækin í að bjóða heildarþjónustu. „Við erum ekki að selja tæki heldur upplýsingakerfi sem heldur utan um hversu skilvirk virðiskeðjan er í vörudreifingu. Ég líki starfseminni stundum við rekstur bílaleigu: Við eigum allan tækjaf lotann og hugbúnaðinn og nýtum hann til að selja þjónustu, erum þannig með stórfyrirtæki í áskrift. Fy r ir tæk i í ly f jaiðnaði er u almennt sein til að taka upp nýjar lausnir og að sama skapi eru þau treg til að skipta um kerfi þegar þau hafa innleitt þau.“ Sækja fé eftir þrjú ár Vonist þið til að Controlant verði yfirtekið eftir einhver ár eða er horft til þess að stækka enn frekar? Guðmundur: „Næstu þrjú ár verður ofuráhersla lögð á að reka félagið og vaxa, innleiða þær lausnir sem við höfum selt viðskiptavinum og sýna fram á þann tekjuvöxt sem er í kortunum. Á þeim tíma horfum við frekar til þess að fá inn nýja fjárfesta, mögulega alþjóðlega, og hyggjum á enn frekari vöxt byggðan á þeim árangri sem við erum að ná. Við teljum okkur vera með bestu lausnina og það þarf ekki að þjóna best hagsmunum hluthafa að renna inn í stórfyrirtæki sem selur gamal- dags tækni. En ef einhver býðst til að kaupa félagið gæti auðvitað farið svo að hluthafar vilji selja en mark- mið okkar stjórnenda er að byggja upp stórt og verðmætt félag til lengri tíma. Við höfum sagt frá því áður að Marel er okkar fyrirmynd að mörgu leyti. Það þróaðist frá því að fram- leiða tæki í að í veita þjónustu sem er svipuð vegferð og við erum á. Okkar framtíðarsýn er að skoða tækifæri í að kaupa eða sameinast félagi sem myndi bæta þjónustuframboð okkar til hagsbóta fyrir viðskipta- vini. Marel hefur gert það marg- sinnis með afar farsælum hætti.“ Við erum með rúmlega 60 starfs- menn og veltum um 3,5 milljónum dollara í fyrra en væntum þess að á næstu tveimur til þremur árum verði starfsmenn yfir 100 talsins og að félagið muni velta um 30-40 milljónum dollara. Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant Lyfjaiðnaðurinn er einn erfiðasti markaðurinn til að selja nýjar tæknilausnir vegna þess hve regluverkið er strangt. Hann er afar íhalds- samur, sem er aftur gott þegar við erum komin inn á annað borð. Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, og Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri og einn af fimm stofnendum fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þarf fjárfestingasjóði fyrir næstu skref nýsköpunarfyrirtækja Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref, að mati Guðmundar. „Fjárfestingasjóðurinn Frumtak fjárfesti fyrst í fyrirtækinu árið 2011 og hefur fylgt fjárfestingunni eftir með því að taka þátt í hlutafjáraukningum. Aðrir sam- bærilegir fjárfestar eru Brunnur, Crowberry og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Vandinn er hins vegar svolítið sá að þegar sprotafyrirtækin hafa stækkað – eins og raunin er með Controlant – er ekki til staðar fjárfestingasjóður sem getur lagt fyrirtækjum til einn til þrjá milljarða króna eins og mikið er um erlendis. Oft hafa nýsköpunarfyrirtækin sýnt fram á að það sé markaður fyrir hendi fyrir þjónustuna eða vöruna en þau vantar aukið fjármagn til að vaxa og selja til við- skiptavina á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrir- tækin eru því ekki enn farin að skila hagnaði og hefðbundnir fjárfestingasjóðir gefa þeim því ekki gaum. Það eru held ég mikil tækifæri fyrir rekstraraðila sjóða og lífeyrissjóði að koma á laggirnar stærri nýsköpunarsjóðum sem fjárfesta á þeim tíma í líftíma fyrirtækja. Það eru mörg spennandi fyrirtæki á Íslandi sem áhugavert væri að fjárfesta í og eiga möguleika á að ná langt. Stóru vaxtartæki- færin liggja oft í fyrirtækjum sem byggja á hugviti en ekki auðlindum. Í ljósi þess að við gátum ekki leitað til fjárfestingasjóða hérlendis leituðum við til fjársterkra einstaklinga og fjárfestingafélaga sem eru ótengd lífeyrissjóðum. Langmest af fjármagninu hefur verið sótt innanlands en við erum einnig með nokkra erlenda hlut- hafa. Það kemur til vegna þess að Íslendingur í hluthafahópnum kynnti félagið fyrir sínum tengiliðum. Það eru verðmæti fólgin í því að vera með erlenda hluthafa því eins og í okkar tilviki hafa þeir þekkingu á því að selja til stórra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Þeirri þekkingu er svo miðlað til okkar,“ segir Guðmundur. Á meðal hluthafa Controlant eru meðal annars sjóðir Frumtaks, sem og aðilar sem þekkja lyfjaiðnaðinn vel eins og Hreggviður Jónsson, eigandi Veritas, Bessi Gíslason lyfjafræðingur og Ingi Guðjónsson, stjórnar- formaður og einn eigenda Lyfju. Samkvæmt hluthafalista ársins 2018 er líka félag á vegum Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra, meðal hluthafa. MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.