Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 47
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/
SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@
frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar
Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
ÞAÐ ER EINHVERN
VEGINN BARA EITT-
HVAÐ VIÐ ÞETTA ÞANNIG AÐ
ÞETTA ER EINS OG AÐ FARA Í
GÓÐA MESSU.
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
afsláttur
60%
Allt að Ú
T
S
A
L
A
R
IS
A
www.husgagnahollin.is
V
E F
V E R S L U N
A
LLTAF OP
IN
LOKAVIKAN
DAG HVERN LESA
96.000
ÍSLENDINGAR
FRÉTTABLAÐIÐ
AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP APR-JÚN 2019, 12-80 ÁRA,
ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019
Ástríðutrekkarinn Haukur Guðmundsson ásamt áhöfninni á Deep Space Nine sem laðaði hann að Star Trek.
Aðdáendur Star Trek víða um lönd fagna nú mjög nýjum og að því er virðist, í það minnsta til að byrja með, vel heppnuðum
sjónvarpsþáttum um hinn dáða
Jean-Luc Picard sem er, þegar hér er
komið við sögu, sestur í helgan stein
en lifir vitaskuld enn á fornri frægð
sem farsæll kafteinn hins rómaða
geimskips Enterprise.
Trekkarar á Íslandi eru hér engin
undantekning og nokkur úr þeirra
harðasta og innsta kjarna hafa sam-
einast um að leigja sal í Bíó Paradís
til þess að njóta þess að upplifa
fyrstu þrjá þættina saman á föstu-
dagskvöld.
„Viðbrögðin eru ótrúlega jákvæð
en þetta byrjaði bara þannig að við
vorum, svolítið harður kunningja-
hópur í þessu, að ræða hvort það
væri ekki gaman ef við myndum
hittast og horfa á þetta,“ segir
Haukur Guðmundsson sem endaði
með að þurfa að finna þessum góðra
Trekkara-fundi pláss í bíósal.
Samþykki Stjörnuflotans
„Þetta vatt einhvern veginn bara
alltaf meira og meira upp á sig þang-
að til við ákváðum bara að heyra í
Bíó Paradís og athuga hvort það
væri hægt að leigja sal,“ segir Hauk-
ur og leggur áherslu á að með því að
ganga frá öllum formsatriðum og
tilskildum leyfum frá þeim sem um
höfundaréttarmál Star Trek sjá hafi
verið auðsótt mál að fá leigðan sal í
Paradísarbíóinu við Hverfisgötuna.
„Við höfðum samband út og þetta
er þannig að það má alveg halda
einkapartí, svokölluð „viewing
party“, svo lengi sem fólkið sem
heldur þau græðir ekki á þeim og
þetta er ekki í nafni einhvers fyrir-
tækis eða stofnunar og fólkið sem
horfir á sé með áskrift að viðeigandi
streymisveitu. Þannig að í þessu til-
felli eru bara allir velkomnir sem
vinir og kunningjar í „áhorfsveisl-
una“ og við deilum bara kostnað-
inum á salnum þannig að því f leiri
sem koma, þeim mun ódýrara
verður þetta fyrir hvern og einn.“
Eins og góð messa
Hópglápið á fyrstu þrjá Picard-
þættina hefst klukkan 22 á föstu-
dagskvöld í Bíó Paradís og Hauki
telst til að skömmu eftir að hann
stofnaði Facebook-viðburð um
uppákomuna hafi eitthvað í kring-
um 50 manns verið búnir að boða
komu sína.
„Við vorum komin með um 30
manns á lista af fólki í kringum
okkur, eftir að við vorum búin að
tala okkur saman og miðað við
viðbrögðin og hversu margir eru
að bregðast við er ljóst að Star Trek
er alveg góð hópupplifun. Það er
einhvern veginn bara eitthvað við
þetta þannig að þetta er eins og að
fara í góða messu.“
Frjálst klæðaval
Þótt áköfustu geimnördarnir skipi
sér oft í andstæðar fylkingar þeirra
sem hafa gert Star Wars að merk-
ingarmiðju tilveru sinnar og þeirra
sem lifa og hrærast í Star Trek-ver-
öldinni eiga báðir hópar þó sam-
eiginlega ríka tilhneigingu og þörf
fyrir að klæða sig upp sem persónur
þessara menningarfyrirbæra.
„Það hefur enginn talað um það
þannig séð en ég yrði mjög hissa ef
enginn myndi mæta í búningi,“ segir
Haukur aðspurður hvort reikna
megi með fullum sal af uppáklædd-
um trekkurum. „Ég hef ekkert pælt
í því sjálfur en það getur vel verið að
ég mæti í einhverju og maður á alveg
nóg að velja úr einhverjum búning-
um sem hanga uppi í fataskáp.“
Samfélagsrýnirinn Picard
Haukur dróst ungur inn í Star Trek
heiminn þegar hann byrjaði fyrir
tilviljun að fylgjast með Star Trek:
Deep Space Nine-þáttunum, sem
hófu göngu sína 1993, þegar þeir
voru sýndir í íslensku sjónvarpi.
„Mér finnst þessir þættir fara
skemmtilega af stað,“ segir hann
þegar hann er spurður út í nýju
Picard-þættina. „Þeir eru mjög
ólíkir Discovery, sem eru búnir að
vera í tvö ár, og fara miklu rólegar
af stað enda lagt upp með þá stefnu
að hafa þættina ólíka.“
Þá bendir Haukur á að leikarinn
Patrick Stewart hafi ekki ætlað sér
að leika Picard framar en þegar
hann sá hvernig tekist er á við sam-
tímann í þáttunum hafi honum
snúist hugur. „Maður sér strax í
fyrsta þætti mikla ádeilu á ýmsa
fordóma og aðskilnaðar- og ein-
angrunarstefnu sem verður greini-
lega þemað í þessum þáttum.“
toti@frettabladid.is
Trekkarar leigja
bíósal fyrir Picard
Star Trek-nördar innan gufuhvolfsins virðast almennt ánægðir
með nýju Picard-sjónvarpsþættina og þegar er orðið vel messu-
fært í bíósalinn sem dyggustu Trekkararnir á Íslandi hafa leigt til
þess að geta notið þess að horfa saman á fyrstu þrjá þættina.
Patrick Stewart sló til vegna sam-
tímaádeilunnar í Picard-þáttunum.
5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð