Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 45
ÞEGAR VIÐ FÓRUM AÐ
RENNA YFIR EFNIÐ
ÁTTUÐUM VIÐ OKKUR Á ÞVÍ
HVAÐ ÞAÐ VAR GOTT.
TORT
INNHEIMTA SLYSABÓTA
HAFÐU SAMBAND 511 5008UMFERÐARSLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS
Átt þú rétt á slysabótum?
Við hjálpum þér að leita réttar þíns
Síðastliðinn sunnudag kom út snjóbrettamyndin Volcano Lines en hún er samstarfsverkefni ljósmyndarans Víðis Björnssonar og snjóbrettakappans Rúnars
Péturs Hjörleifssonar. Myndin hefur
nú þegar vakið nokkra athygli innan
snjóbrettaheimsins.
„Viðtökurnar við þessari mynd
hafa farið fram úr öllum vonum og
nú þegar er búið að fjalla um hana
nánast úti um allan heim. Stærstu
snjóbrettasíðurnar hafa verið að
deila þessu og við gætum ekki verið
glaðari með það,“ segir Víðir.
Líkaði stíllinn
Rúnar Pétur hafði samband við Víði
í gegnum samskiptamiðilinn Insta
gram árið 2018.
„Ég var mikið að skjóta myndir af
íslenskri náttúru og landslagi á þeim
tíma. Rúnari líkaði stíllinn minn og
hvernig mín sýn á náttúruna birtist
á samskiptamiðlinum. Okkur lang
aði að reyna að blanda þessu tvennu
saman, náttúrunni og snjóbretta
íþróttinni,“ segir Víðir.
Víðir hefur alltaf haft áhuga á
ljósmyndun en pabbi hans er ljós
myndari.
„Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið myndaugað frá honum. Það
var samt ekki fyrr en árið 2014 sem
ég virkilega sökkti mér í þetta. Fyrir
það upplifði ég eins ég væri að eyða
lífi mínu í starf sem ég hafði engan
áhuga á, svo var maður bara í Play
station á kvöldin. Loks fékk ég nóg
af því að vera á nokkurs konar sjálf
stýringu, að gera eitthvað sem gaf
mér enga gleði. Þannig að ég sagði
upp vinnunni og skipti út Play
stationtölvunni fyrir myndavél.
Í kjölfarið eyddi ég öllum mínum
tíma í að mynda og áttaði mig fljótt
á að þetta væri það sem ég vildi gera
í lífinu,“ segir Víðir.
Var smá efins
Hann segir þá Rúnar eiga það sam
eiginlegt að vera ævintýragjarnir og
miklir náttúruelskendur.
„Mig langaði að finna leið til að
tengja þessa hluti saman í gegnum
vinnu. Síðustu ár hef ég sogast mikið
inn í heim jaðarsports á Íslandi
og áttaði mig á því að þarna væri
grundvöllur fyrir því að vera úti í
íslenskri náttúru á meðan þú ert að
vinna.“
Fyrstu tökurnar gengu svo vel að
þeir ákváðu um leið að þeir myndu
fara í frekara samstarf.
„Ég verð að viðurkenna að ég var
smá efins með að hoppa í flugvél til
Egilsstaða til þess að hitta einhvern
snjóbrettastrák sem ég hafði aldrei
hitt áður, en áður en ég vissi af var ég
kominn upp í vélina. Þegar ég lendi
þar kemur Rúnar og við förum beint
í Neskaupstað í mat til mömmu
hans. Eftir klukkutíma með Rúnari
og fjölskyldu hans áttaði ég mig á
hvað hann er yndisleg manneskja.
Þarna var ég mættur heim til fjöl
skyldu hans og mér leið strax eins og
ég væri partur af henni. Við mynd
uðum saman í nokkra daga og það
gekk eins og í sögu. Þetta var hrein
lega of gaman. Þegar við fórum að
renna yfir efnið áttuðum við okkur
á því hvað það var gott. Þetta var svo
óendanlega mikið af f lottu efni að
við urðum að gera eitthvað úr þessu,
slíkt efni hefur líka ekkert að gera í
einhverri möppu í tölvunni þinni þar
sem þú einn sérð það,“ segir Víðir.
Skírðu hitarann Júdas
Víðir segir Rúnar Pétur hafa komið
með nafnið á myndinni.
„Hann á nafnið alveg skuldlaust.
Volcano Lines hljómaði vel og nafn
ið er viðeigandi. Snjólínurnar niður
fjöllin minntu oft á eldgos, það var
eins og snjórinn væri að leka niður
fjallið eins og brennandi hraun. Svo
líta líka fjöllin mörg út eins og eld
fjöll og ég er ekki frá því að eitthvað
af þeim sé það. Hugmyndin á bak
við myndina var að fanga fallega
íslenska náttúru og landslag í bland
við þennan gullfallega snjóbretta
stíl sem Rúnar er með. Það er oft eins
og Rúnar sé að teikna í snjóinn með
pensli á leiðinni niður.“
Víðir segir tökurnar hafa gengið
vel þótt tæknin hafi stundum verið
að stríða þeim.
„Bíllinn bilaði áður en við náðum
að skjóta nokkurn skapaðan hlut.
Það var mikið um hrakföll.
Hitarinn í húsbílnum hans Rún
ars tók oft upp á því að bila, þess
vegna skírðum við hann Júdas.“
Alltaf á brimbretti
Sjálfur var Víðir mikið á snjóbretti
sem unglingur, en lét sportið vera í
mörg ár eftir það.
„Ég var aðeins farinn að dusta
rykið af brettinu áður en Rúnar
hafði samband við mig. Ég verð að
viðurkenna, sem gamall sjóbretta
strákur að það kitlaði mikið að
stökkva í þetta verkefni með Rún
ari. Það er Rúnari að þakka að í dag
er ég orðinn bara nokkuð seigur á
snjóbrettinu aftur,“ segir Víðir og
brosir.
Undanfarin þrjú ár hefur brim
brettaíþróttin átt hug Víðis allan.
„Þetta sport gjörsamlega eyði
lagði líf mitt á sama tíma og það
bjargaði því. Sportið tók allan
minn tíma því ég varð svo óendan
lega háður þessu. Þetta er skemmti
legasta og erfiðasta sport sem
er þarna úti að mínu
mati. Ég var farinn að
hafna mjög skemmti
legum verkefnum
þegar það var góð
ölduspá. Ég hef
alltaf verið háður
sjónum, hann
er svo magnað
f y r irbær i. Ég
er alinn upp á
Ey r a r ba k k a
og á Flateyri á
sumrin þann
ig að sjórinn
hefur alltaf fylgt mér. Vinur minn
sagði við mig: „Af hverju ertu að
synda í öldunum? Af hverju próf
arðu ekki bara að fara á brimbretti?“
og þar með varð ekki aftur snúið,“
segir hann
Víðir og Rúnar eru komnir langt á
leið með næstu mynd.
„Ég var að koma úr ferð í Ölp
unum hjá Rúnari, þar sem hann
býr í húsbílnum sínum. Þar tókum
við nokkur skot og plönuðum
næstu verkefni. Okkur
langar að gera eina
mynd á hverju ári sem
er alltaf skotin hér
lendis. Við erum einn
ig með nokkur önnur
verkefni í pípunum
sem koma betur í ljós
síðar.“ steingerdur@
frettabladid.is
Eins og að teikna í snjóinn með pensli
Víðir Björnsson og
Rúnar Pétur Hjör-
leifsson hafa gefið út
snjóbrettamyndina
Volcano Lines sem
hefur verið tekið vel
í snjóbrettaheim-
inum. Í henni fer
íslensk náttúra með
aðalhlutverkið ásamt
snjóbrettatilþrifum
Rúnars Péturs.
Rúnar Pétur sést hér bruna niður fjall en hann dvelur á veturna í húsbíl sínum í Ölpunum. Víðir er nýkominn úr heimsókn þaðan. MYND/ROWAN
Víðir
hefur
sjálfur sökkt sér
að fullum krafti í
brimbrettaiðkun, sem
hann segir krefjandi
en gefandi. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ANTON
BRINK
5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ