Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 35
Ef út gef end ur eða aðrir vilja sækja rík isaðstoð þá er það ekki hlut verk Ísland s pósts að veita hana frek ar en annarra fyr ir tækja á markaði. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts 02.02.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 5. febrúar 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Það var kominn tími til. Þremur og hálfu ári eftir afdrifaríka þjóðaratkvæða- greiðslu er Bretland loksins gengið úr Evrópusambandinu. Þessi sögu- legu þáttaskil eru fagnaðarefni fyrir Bretland og nauðsynleg fyrir Evrópusambandið. Bretar eru nú í komnir í stöðu til að grípa hin fjölmörgu tækifæri í alþjóðaviðskiptum sem áður voru utan seilingar. Þá skiptir miklu máli að hafa stefnufastan og stór- huga leiðtoga við stjórnvölinn. Ef leiðtoginn hugsar á sömu nótum og sumir álitsgjafar, það er að segja að Bretar sitji ekki lengur við stóra borðið, verður ávinningurinn minni en ella. Hugarfarið skiptir máli og Boris Johnson forsætisráð- herra hefur sýnt að hann sé rétti maðurinn í verkið. Hann sér tæki- færin og er tilbúinn að grípa þau. Hvað ESB varðar ætti leiðtogum og embættismönnum þess nú að vera ljóst að aðildarþjóðir geta fengið nóg og sagt sig úr samband- inu. Það er engu fyrirtæki hollt að taka viðskiptavinum sínum sem sjálfsögðum hlut og það sama gildir um ríkjasamband. Ósögð en trúverðug hótun um útgöngu þarf að liggja að baki þátttöku í slíku samstarfi til þess að því sé veitt aðhald. Hugsanlega þarf hótun um aðra eða þriðju útgöngu aðildar- ríkis til að embættismennirnir átti sig á stöðunni. Eitt af því sem hefur einkennt Brexit-deiluna frá upphafi – og mun líklega einkenna hana til enda – er hroki af hálfu þeirra sem sætta sig ekki við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta á við ýmsa embættismenn, stjórnmálamenn og álitsgjafa. Þeir fullyrða að blekkingaráróður frá breskum útgöngusinnum og jafnvel rússneskum undirróðurs- mönnum geti hafa ráðið úrslitum. Hins vegar telja þeir sjálfa sig ónæma fyrir slíkum áróðri. Þannig er yfirlætið afhjúpað. Það hvarflar ekki að þeim að svart- sýnisspárnar, sem þeir bera á borð en aldrei rætast, séu helsti áróður- inn. Né heldur að niðurstaðan endurspegli sanna óánægju með ESB sem grundvallast í gildismati kjósenda. Nei, skýringin er sú, að þeirra mati, að kjósendur – og þá er oftast verið að vísa til láglauna- stétta – láti blekkjast af slóttugum stjórnmálamönnum. Þrátt fyrir allar svartsýnis- spárn ar og dragbítana hefur breska þjóðin náð fram kröfunni sem fólst í niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. Bretar geta nú skapað fordæmi fyrir aðrar aðildarþjóðir sem eru hugsi yfir stöðu ESB. Tíminn mun leiða í ljós að útganga Bretlands úr samband- inu – rétt eins og höfnun íslensku þjóðarinnar á Icesave – hafi verið farsælt skref. Aldrei skal vanmeta þjóð sem fær sjálfstraust og tekur örlögin í eigin hendur. Með örlögin í eigin höndum PwC | Bókhald & laun | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar Með nýjum rafrænum lausnum sjáum við um bókhald þitt á einfaldan og öruggan hátt meðan þú sinnir rekstrinum og hefur góða yfirsýn yfir stöðuna. Taktu skrefið inn í framtíðina með okkur, útvistaðu bókhaldinu og njóttu þess að hafa meiri tíma fyrir þig. Sjá nánar á www.pwc.is/bokhald Enginn tími fyrir bókhaldið? Bókhald & laun Valdimar Ármann, sem var áður for-stjóri GAMMA Capital Management, hefur verið ráðinn til verðbréfafyrir- tækisins Arctica Finance. Valdimar, sem er hagfræðingur og verkfræðingur að mennt, staðfestir það í samtali við Markaðinn en hann hefur hafið störf sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum félagsins. Valdimar lét af störfum sem forstjóri GAMMA í september í fyrra, eftir að hafa stýrt félaginu frá því í ársbyrjun 2017, en áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá fjár- málafyrirtækinu um margra ára skeið. Þá starfaði Valdimar um árabil í London og New York við verð- bólgutengd afleiðuviðskipti, fyrst hjá hollenska bankanum ABN AMRO og síðar Royal Bank of Scotland. – hae Valdimar Ármann til Arctica Valdimar Ármann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.