Fréttablaðið - 29.02.2020, Page 10
Viltu vinna með utanríkisráðuneytinu
á sviði þróunarsamvinnu og
mannúðaraðstoðar?
Ráðuneytið vill fjölga samstarfsaðilum á
þessu sviði, sérstaklega með skírskotun
til áherslu á mannréttindi og samstarf við
atvinnulíf.
Ráðuneytið ætlar að verja 211 milljónum
króna til verkefna á sviði þróunarsam-
vinnu og mannúðarmála í gegnum félaga-
samtök. Til mannúðarverkefna verður
varið 121 milljón króna og til verkefna
á sviði þróunarsamvinnu 90 milljónum
króna.
Opið er fyrir umsóknir til mannúðarverk-
efna allt árið, með fyrirvara um að fjár-
heimildir kunni að vera fullnýttar áður en
árið er liðið, en umsóknafrestur um styrki
til þróunarsamvinnu verkefna er nú til
31. mars 2020.
Athygli er vakin á því að þessi auglýsing er breytt frá fyrri
birtingu í janúar og umsóknarfrestur framlengdur.
Nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins:
utn.is/heimsljos
Þróunarsamvinna og
mannúðaraðstoð:
Styrkir til félagasamtaka
DÓMSMÁL Hlutafjáreign dómara
við Hæstarétt varð ekki umkvört-
unarefni þeirra sem leitað höfðu
til Mannréttindadómstóls Evrópu
vegna meðferðar svokallaðra hrun-
mála fyrr en eftir að fjölmiðlar hófu
að fjalla um fjárfestingar dómara á
grundvelli gagna um Glitni sem
lekið hafði verið til þeirra.
Af málsgögnum á vef MDE má sjá
að á mánuðunum eftir uppljóstr-
anir fjölmiðla sendu fjölmargir
kærendur, sem þegar höfðu kvartað
til MDE, viðbótarkvartanir sem
lutu að meintu vanhæfi dómara
við Hæstarétt vegna fjárhagstaps
sem þeir höfðu orðið fyrir við fall
bankanna.
Fréttir fjölmiðla, fyrst um launa-
kjör dómara í upphafi árs 2016 og
svo fjárfestingar þeirra og hlutafjár-
eignir í lok ársins, vöktu hörð við-
brögð innan dómarastéttarinnar
og í febrúar 2016 upplýsti formaður
Dómarafélagsins, Skúli Magnús-
son, að félagið hefði beint kvörtun,
bæði til fjölmiðlanefndar og siða-
nef ndar Blaðamannafélagsins
vegna umfjöllunar Fréttablaðsins
um launakjör dómara. Úrskurðað
var Fréttablaðinu í vil í báðum til-
vikum, enda hefðu fréttir blaðsins
um launakjör dómaranna verið
réttar, þótt þær hefðu mátt vera
nákvæmari.
Þrátt fyrir niðurstöðu fjölmiðla-
nefndar og siðanefndar Blaða-
mannafélagsins gerði Skúli framan-
greinda umfjöllun fjölmiðla aftur
að aðalumfjöllunarefni í setningar-
ræðu sinni á aðalfundi Dómara-
félagsins í nóvember 2017.
Óttast frávísun í Hæstarétti og aukna
réttaróvissu um endurupptöku mála
Eftir að fjölmiðlar greindu frá hlutafjáreign dómara í föllnu bönkunum sagði þáverandi formaður Dómarafélagsins þeim stríð á
hendur. Hann er einn fimm dómara sem fjalla munu um hlutafjáreign dómara og meint vanhæfi vegna hennar í Hæstarétti 11. mars
næstkomandi. Lögmenn reyna nú að lesa í aðgerðir Hæstaréttar. Óttast frávísun og viðvarandi réttaróvissu um endurupptöku mála.
Skúli Magnússon ræddi umfjöllun Fréttablaðsins um hlutafjáreign dómara við setningu aðalfundar Dómarafélagsins árið 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
„Þaulskipulögð aðgerð“
Í ræðunni rakti Skúli umfjöllun
Fréttablaðsins um málið. Upphaf-
lega hefðu fréttirnar varðað ófull-
nægjandi tilkynningar dómaranna
um hlutaf járeign sína, en svo
hefði kvæðinu verið vent í kross
með fréttum um að hlutaðeigandi
dómarar hefðu þá verið vanhæfir
í málum þess banka sem þeir áttu
þessi hlutabréf í, en samt sem áður
tekið þátt í afgreiðslu þessara mála.
„Almenningur átti að fá það á
tilfinninguna að eitthvað meiri-
háttar væri að hjá dómstólunum,“
sagði Skúli í ræðu sinni. Hann lauk
svo þessum þætti ræðunnar á því að
saka blaðamenn Fréttablaðsins um
skipulagða aðför að dómsvaldinu.
„Öll þessi uppákoma byggði á illa
fengnum gögnum frá Glitni banka.
Því gat það ekki farið á milli mála
hvaða tilgangi afhending gagnanna
til blaðamanna átti að þjóna. Og allt
ber að sama brunni. Um var að ræða
þaulskipulagða aðgerð til að koma
höggi á íslenska dómstóla, hugsan-
lega að reyna að knýja tiltekna dóm-
ara til að segja af sér embætti.“
Frá fjölmiðlum til MDE
Þegar þessi orð Skúla féllu á aðal-
fundi Dómarafélagsins í nóvember
2017 höfðu minnst sjö dómþolar
í svokölluðum hrunmálum sem
þegar höfðu kært mál sín til Mann-
réttindadómstóls Evrópu (MDE)
sent dómstólnum viðbótarkærur
vegna meints vanhæfis þeirra dóm-
ara sem dæmdu mál þeirra í Hæsta-
rétti, þrátt fyrir að hafa tapað fjár-
hagslega á falli bankanna vegna
hlutafjáreignar sinnar.
Ein þeirra er Sigríður Elín Sig-
fúsdóttir, fyrrverandi forstjóri
fyrirtækjasviðs Landsbankans, en
áfellisdómur féll gegn ríkinu í máli
hennar síðastliðinn þriðjudag á
grundvelli hlutafjáreignar og taps
dómarans Viðars Más Matthías-
sonar við fall Landsbankans. Það
var niðurstaða MDE að brotið hefði
verið gegn rétti Elínar til að njóta
réttlátrar málsmeðferðar fyrir óvil-
höllum dómstóli.
Elín og Sigurjón Árnason, fyrr-
verandi bankastjóri Landsbankans,
voru bæði sakfelld fyrir markaðs-
misnotkun árið 2016 en áður en
dómur í máli Elínar féll í Strassborg
í síðustu viku hafði endurupptöku-
nefnd þegar fallist á beiðnir þeirra
um endurupptöku dóma Hæstarétt-
ar með vísan til þess að draga mætti
hæfi dómarans Viðars Más í efa.
Skömmu eftir áramót voru málin
því sett á dagskrá Hæstaréttar að
nýju. Annað málið var á dagskrá
4. mars og hitt þann 11. mars næst-
komandi en um tvö aðskilin mál
er að ræða; annars vegar svokallað
Ímon-mál, en í því voru bæði Elín og
Sigurjón sakfelld fyrir markaðsmis-
notkun, og hins vegar síðari hluta
markaðsmisnotkunarmáls Lands-
bankans, en Elín var ekki ákærð í
þeim hluta.
Önnur frávísun líkleg
Ákæruvaldið krefst frávísunar
málsins frá Hæstarétti. Í lok síð-
ustu viku var dagskrá Hæstaréttar
breytt og málin bæði sett á dag-
skrá 11. mars næstkomandi. Hefur
rétturinn ákveðið að fjalla fyrst ein-
göngu um frávísunarkröfu ákæru-
valdsins í málunum báðum sam-
eiginlega.
Lögmönnum sem Fréttablaðið
hefur rætt við, ber saman um að
aðskilnaður málflutnings um form-
og efnishlið máls í Hæstarétti gefi
sterkar vísbendingar um að vísa
eigi málinu frá. Það hafi ekki gerst í
100 ára sögu Hæstaréttar að fjallað
sé sérstaklega um formhliðina og
kröfu um frávísun hafnað í kjöl-
farið. Hafi rétturinn ákveðið að taka
mál til efnisumfjöllunar á annað
borð sé málið allt f lutt í heild sinni í
einum málflutningi bæði um form
og efni og dómur í kjölfarið felldur
um málið, þar sem fjallað er bæði
um formhlið og efnislega niður-
stöðu.
Ekki er þó útilokað með vísan
til nýs fordæmisgefandi hlutverks
Hæstaréttar að dómurinn vilji með
þessari aðgreiningu umfjöllunar
um formhlið málsins fjalla ítarlega
um rétt borgaranna til endurupp-
töku mála í kjölfar áfellisdóma frá
MDE, enda sannarlega um réttar-
óvissu að ræða, þrátt fyrir nýlegan
dóm í áþekku máli.
Réttaróvissa
Töluvert uppnám varð meðal
íslenskra lögmanna þegar endur-
upptökumáli Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar og Tryggva Jónssonar var
vísað frá Hæstarétti en þeir höfðu
þá unnið mál sitt gegn ríkinu í
Strassborg og fengið úrskurð endur-
upptökunefndar um endurupptöku
dóms Hæstaréttar.
Frávísunin hefur valdið réttar-
óvissu um hvort réttur íslenskra
borgara til að fá hlut sinn réttan
hér heima eftir að hafa unnið mál
gegn ríkinu í Strassborg sé nægilega
tryggður.
Tæpt er á þessari óvissu í umsögn
Lögmannafélagsins til allsherjar- og
menntamálanefndar um frumvarp
um nýjan endurupptökudóm, eins
og Fréttablaðið greindi frá fyrr í
mánuðinum. Þar segir að verulegur
vafi sé nú á því hvort íslenska ríkið
geti lengur fullnægt skyldum sínum
samkvæmt Mannréttindasáttmála
Evrópu til að fullnusta dóma MDE
hérlendis.
Skúli dæmir málið
Afstöðu Hæstaréttar til endurupp-
töku í máli Elínar og Sigurjóns er
beðið með nokkurri eftirvæntingu
meðal lögmanna og í réttarkerfinu.
Það hefur verið sérlega vanda-
samt að setja saman fjölskipaðan
dóm til að fjalla um málið, enda
er það viðkvæmt fyrir Hæstarétt.
Aðeins einn skipaður hæstaréttar-
dómari situr í dómi auk tveggja
dómara sem látið hafa af störfum
og tveggja dómara við Héraðsdóm
Reykjavíkur. Annar þeirra er títt-
nefndur Skúli Magnússon, fyrr-
verandi formaður Dómarafélagsins.
adalheidur@frettabladid.is
Ávörðun Hæstaréttar
um að fyrst verði fjallað
eingöngu um frávísunar-
kröfu ákæruvaldsins þykir
benda til þess að rétturinn
hafi þegar ákveðið að vísa
málinu frá.
2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð